Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2020 12:30 Gabriel Sterling var heitt í hamsi á blaðamannafundi í gærkvöldi og vandaði Donald Trump ekki kveðjurnar ap/getty Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. Þar sakaði hann Trump og aðra um að kynda undir ofbeldi og varaði við því að einhver yrði myrtur. Kallaði hann eftir því að ofbeldis- og morðhótanir gagnvart embættismönnum og öðrum yrðu fordæmdar og sagði að ásakanir Trumps og bandamanna hans um kosningasvik og annað hefðu gengið of langt. Sterling var heitt í hamsi á fundinum og byrjaði fundinn á því að taka fram að hann myndi gera sitt besta til að hafa stjórn á skapi sínu. „Þetta hefur allt gengið of langt,“ sagði Sterling. Vísaði hann til þess að einn lögmanna Trumps hefði lagt til að Chris Krebs. Hann var yfir stofnuninni sem hefur umsjón með netöryggi í Bandaríkjunum. Hann var látinn fjúka af forsetanum skömmu eftir kosningar og skömmu eftir að hann sagði kosningarnar hafa verið þær „öruggustu í sögunni“, ætti að verða skotinn til bana. Sjá einnig: Lögmaður Trump vill Krebs dreginn út í dögun og skotinn Sterling vísaði einnig til þess að fólk væri að hóta því að myrða ungan verktaka sem væri að vinna fyrir sig og að einhver hefði komið fyrir snöru og sagt að hengja ætti þann starfsmann fyrir landráð fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Hann vísaði einnig til hótana sem yfirmaður hans, Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, hefur fengið og að fólk hafi verið að ógna eiginkonu hans einnig. Sjálfur hefur Sterling áður sagt að hann hafi einnig fengið morðhótanir. „Þetta verður að hætta,“ sagði Sterling af ákafa. Því næst tók hann fram að forsetinn hefði ekki fordæmt þessa hegðun og umræðu. Það hefðu þingmenn ekki gert heldur. Þeir þyrftu að girða sig í brók og sýna ábyrgð. „Þetta eru kosningar. Hornsteinn lýðræðis og þið öll, sem hafði ekki sagt eitt fjandans orð, eruð meðsek.“ Sterling sagðist bálreiður yfir þessum hótunum og allir Bandaríkjamenn ættu að vera það sömuleiðis. Sama hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyrðu eða styddu. Hann vísaði í lokin sérstaklega til Trumps og sagði að hann hefði að öllum líkindum tapað kosningunum í Georgíu. Sterlings sagði að forsetinn hefði rétt á því að láta skoða það nánar og verið væri að gera það. Hann hefði hins vegar ekki rétt á að ýta undir ofbeldi. „Einhver á eftir að meiðast. Einhver á eftir að verða skotinn. Einhver á eftir að verða myrtur.“ Hér má sjá fund Sterling í gærkvöldi. This is what cold, hard fury sounds like. pic.twitter.com/KfcWwCWQIg— James Ball (@jamesrbuk) December 1, 2020 Trump-liðar hafa ítrekað staðhæft að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Þeir hafa þó ekki getað sýnt fram á það fyrir dómi. Þá sagði William Barr, dómsmálaráðherra og dyggur stuðningsmaður Trumps, að engar vísbendingar liggi fyrir um slík kosningasvik. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í nýlegu viðtali. Skömmu eftir kosningarnar bárust þær fréttir úr Hvíta húsinu að Trump væri í raun ekki að reyna að snúa niðurstöðum kosninganna. Þess í stað væri ásökunum hans ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna og auðvelda honum að sætta sig við tapið. Niðurstöður könnunar sem opinberaðar voru í síðasta mánuði sýndu að um 77 prósent stuðningsmanna Trumps segjast standa í þeirri trú að Trump hafi í raun unnið kosningarnar, ekki Biden, og að um svik sé að ræða. Framboð Trumps hefur gengið hart á stuðningsmenn forsetans að undanförnu og hvatt þá til að leggja honum lið í lagabaráttunni. Meðal fyrirsagna tölvupósta sem hafa verið sendir á stuðningsmenn Trumps eru: „Ég hef aldrei þurft meira á ykkur að halda“ og „Niðurstöður endurtalningarinnar eru kjaftæði“. Þar er því einnig haldið fram að lýðræðið sjálft sé í húfi og frelsi Bandaríkjamanna. Washington Post sagði frá því að gær að Trump hafði safnað rúmlega 170 milljónum dala í sjóði sína eftir kosningarnar. Fjárframlög stuðningsmanna forsetans fráfarandi fara þó að litlu leyti til lagabaráttunnar. Þess í stað fara þau í sjóði sem Trump getur seilst í að hentisemi og notað til stjórnmála eftir að hann yfirgefur Hvíta húsið. Í frétt Washington Post er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr búðum Trump-liða að þessi gífurlega vel heppnaða fjársöfnun sé meðal ástæðna fyrir því að Trump hefur haldið ásökunum sínum varðandi kosningarnar áfram og er ekki tilbúinn til að hætta þeim. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Máli Trumps í Pennsylvaínu lýst sem innihaldslausu og vísað frá Áfrýjunardómstóll í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli sem lögfræðingar Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, höfðuðu með því markmiði að breyta úrslitum forsetakosninganna í Pennsylvaínu. 28. nóvember 2020 10:13 Fer úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann muni fara úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Joe Biden, verðandi forseta, í kosningu sem fram fer þann 14. desember. Biden á að taka við embættinu 20. janúar. 27. nóvember 2020 06:27 Staðfesta sigur Bidens í Pennsylvaníu Joe Biden fékk 3,46 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu og Donald Trump 3,38 samkvæmt opinberum niðurstöðum úr forsetakosningunum í upphafi mánaðarins. 24. nóvember 2020 16:52 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þar sakaði hann Trump og aðra um að kynda undir ofbeldi og varaði við því að einhver yrði myrtur. Kallaði hann eftir því að ofbeldis- og morðhótanir gagnvart embættismönnum og öðrum yrðu fordæmdar og sagði að ásakanir Trumps og bandamanna hans um kosningasvik og annað hefðu gengið of langt. Sterling var heitt í hamsi á fundinum og byrjaði fundinn á því að taka fram að hann myndi gera sitt besta til að hafa stjórn á skapi sínu. „Þetta hefur allt gengið of langt,“ sagði Sterling. Vísaði hann til þess að einn lögmanna Trumps hefði lagt til að Chris Krebs. Hann var yfir stofnuninni sem hefur umsjón með netöryggi í Bandaríkjunum. Hann var látinn fjúka af forsetanum skömmu eftir kosningar og skömmu eftir að hann sagði kosningarnar hafa verið þær „öruggustu í sögunni“, ætti að verða skotinn til bana. Sjá einnig: Lögmaður Trump vill Krebs dreginn út í dögun og skotinn Sterling vísaði einnig til þess að fólk væri að hóta því að myrða ungan verktaka sem væri að vinna fyrir sig og að einhver hefði komið fyrir snöru og sagt að hengja ætti þann starfsmann fyrir landráð fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Hann vísaði einnig til hótana sem yfirmaður hans, Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, hefur fengið og að fólk hafi verið að ógna eiginkonu hans einnig. Sjálfur hefur Sterling áður sagt að hann hafi einnig fengið morðhótanir. „Þetta verður að hætta,“ sagði Sterling af ákafa. Því næst tók hann fram að forsetinn hefði ekki fordæmt þessa hegðun og umræðu. Það hefðu þingmenn ekki gert heldur. Þeir þyrftu að girða sig í brók og sýna ábyrgð. „Þetta eru kosningar. Hornsteinn lýðræðis og þið öll, sem hafði ekki sagt eitt fjandans orð, eruð meðsek.“ Sterling sagðist bálreiður yfir þessum hótunum og allir Bandaríkjamenn ættu að vera það sömuleiðis. Sama hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyrðu eða styddu. Hann vísaði í lokin sérstaklega til Trumps og sagði að hann hefði að öllum líkindum tapað kosningunum í Georgíu. Sterlings sagði að forsetinn hefði rétt á því að láta skoða það nánar og verið væri að gera það. Hann hefði hins vegar ekki rétt á að ýta undir ofbeldi. „Einhver á eftir að meiðast. Einhver á eftir að verða skotinn. Einhver á eftir að verða myrtur.“ Hér má sjá fund Sterling í gærkvöldi. This is what cold, hard fury sounds like. pic.twitter.com/KfcWwCWQIg— James Ball (@jamesrbuk) December 1, 2020 Trump-liðar hafa ítrekað staðhæft að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Þeir hafa þó ekki getað sýnt fram á það fyrir dómi. Þá sagði William Barr, dómsmálaráðherra og dyggur stuðningsmaður Trumps, að engar vísbendingar liggi fyrir um slík kosningasvik. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í nýlegu viðtali. Skömmu eftir kosningarnar bárust þær fréttir úr Hvíta húsinu að Trump væri í raun ekki að reyna að snúa niðurstöðum kosninganna. Þess í stað væri ásökunum hans ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna og auðvelda honum að sætta sig við tapið. Niðurstöður könnunar sem opinberaðar voru í síðasta mánuði sýndu að um 77 prósent stuðningsmanna Trumps segjast standa í þeirri trú að Trump hafi í raun unnið kosningarnar, ekki Biden, og að um svik sé að ræða. Framboð Trumps hefur gengið hart á stuðningsmenn forsetans að undanförnu og hvatt þá til að leggja honum lið í lagabaráttunni. Meðal fyrirsagna tölvupósta sem hafa verið sendir á stuðningsmenn Trumps eru: „Ég hef aldrei þurft meira á ykkur að halda“ og „Niðurstöður endurtalningarinnar eru kjaftæði“. Þar er því einnig haldið fram að lýðræðið sjálft sé í húfi og frelsi Bandaríkjamanna. Washington Post sagði frá því að gær að Trump hafði safnað rúmlega 170 milljónum dala í sjóði sína eftir kosningarnar. Fjárframlög stuðningsmanna forsetans fráfarandi fara þó að litlu leyti til lagabaráttunnar. Þess í stað fara þau í sjóði sem Trump getur seilst í að hentisemi og notað til stjórnmála eftir að hann yfirgefur Hvíta húsið. Í frétt Washington Post er haft eftir heimildarmönnum miðilsins úr búðum Trump-liða að þessi gífurlega vel heppnaða fjársöfnun sé meðal ástæðna fyrir því að Trump hefur haldið ásökunum sínum varðandi kosningarnar áfram og er ekki tilbúinn til að hætta þeim.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Máli Trumps í Pennsylvaínu lýst sem innihaldslausu og vísað frá Áfrýjunardómstóll í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli sem lögfræðingar Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, höfðuðu með því markmiði að breyta úrslitum forsetakosninganna í Pennsylvaínu. 28. nóvember 2020 10:13 Fer úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann muni fara úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Joe Biden, verðandi forseta, í kosningu sem fram fer þann 14. desember. Biden á að taka við embættinu 20. janúar. 27. nóvember 2020 06:27 Staðfesta sigur Bidens í Pennsylvaníu Joe Biden fékk 3,46 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu og Donald Trump 3,38 samkvæmt opinberum niðurstöðum úr forsetakosningunum í upphafi mánaðarins. 24. nóvember 2020 16:52 Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06 Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38 Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Máli Trumps í Pennsylvaínu lýst sem innihaldslausu og vísað frá Áfrýjunardómstóll í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli sem lögfræðingar Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, höfðuðu með því markmiði að breyta úrslitum forsetakosninganna í Pennsylvaínu. 28. nóvember 2020 10:13
Fer úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann muni fara úr Hvíta húsinu ef kjörmennirnir kjósa Joe Biden, verðandi forseta, í kosningu sem fram fer þann 14. desember. Biden á að taka við embættinu 20. janúar. 27. nóvember 2020 06:27
Staðfesta sigur Bidens í Pennsylvaníu Joe Biden fékk 3,46 milljónir atkvæða í Pennsylvaníu og Donald Trump 3,38 samkvæmt opinberum niðurstöðum úr forsetakosningunum í upphafi mánaðarins. 24. nóvember 2020 16:52
Vinna við valdaskiptin fær formlega grænt ljós Valdaskiptaferlið í Bandaríkjunum getur nú formlega hafist eftir að forsvarsmaður GSA, alríkisstofnunar sem heldur utan um framkvæmd valdaskipta í Bandaríkjunum skrifaði undir bréf þess efnis. 24. nóvember 2020 00:06
Staðfesta sigur Bidens í Michigan Kjörstjórn Michigan-ríkis í Bandaríkjunum hefur nú staðfest sigur demókratans Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði. 23. nóvember 2020 22:38
Fækkar í sérsveit lögmanna Trumps Fækkað hefur í lögmannateymi Donald Trumps, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, sem hefur unnið að því að berjast gegn því umfangsmikla kosningasvindli sem Trump segir hafa kostað sig sigur í forsetakosningunum. 23. nóvember 2020 14:22