Sjáumst eftir fjögur ár! Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 17:27 Trump vill fjögur ár í viðbót... núna eða eftir fjögur ár. epa/Erik S. Lesser Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf þeim fregnum byr undir báða vængi í gær að hann hefði mögulega hug á því að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024. „Þetta hafa verið stórkostleg fjögur ár,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði gesti í Hvíta húsinu. „Við erum að reyna að fá fjögur ár í viðbót. En annars sé ég ykkur eftir fjögur ár.“ Guardian greindi frá. Ummæli forsetans benda til þess að hann sé að horfast í augu við þann raunveruleika að hafa tapað kosningunum. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega um þann möguleika að sækjast aftur eftir embættinu að fjórum árum liðnum. Myndskeiði frá viðburðinum í Hvíta húsinu var streymt af einum viðstaddra en þar mátti sjá fjölda fólks standa þétt saman og margir grímulausir. Samkvæmt athugunum Associated Press virðast margir hátíðarviðburðir hafa átt sér stað í Hvíta húsinu án þess að gestum hafi verið gert að bera grímu en það gengur gegn þeim ábendingum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá yfirvöldum í aðdraganda jóla. Trump at the White House Christmas party: "It's been an amazing four years. We're trying to do another four years, otherwise I'll see you in four years."h/t @ZekeJMiller, @colvinj pic.twitter.com/72Q3bVY3jP— Andrew Solender (@AndrewSolender) December 2, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Rannsaka meintar mútugreiðslur í skiptum fyrir náðanir Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu. 2. desember 2020 10:20 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Lögmaður Trump vill Krebs dreginn út í dögun og skotinn Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta freista þess enn að fá niðurstöðum forsetakosninganna snúið. Baráttan hefur litlu skilað og reiðin magnast. 1. desember 2020 17:18 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
„Þetta hafa verið stórkostleg fjögur ár,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði gesti í Hvíta húsinu. „Við erum að reyna að fá fjögur ár í viðbót. En annars sé ég ykkur eftir fjögur ár.“ Guardian greindi frá. Ummæli forsetans benda til þess að hann sé að horfast í augu við þann raunveruleika að hafa tapað kosningunum. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega um þann möguleika að sækjast aftur eftir embættinu að fjórum árum liðnum. Myndskeiði frá viðburðinum í Hvíta húsinu var streymt af einum viðstaddra en þar mátti sjá fjölda fólks standa þétt saman og margir grímulausir. Samkvæmt athugunum Associated Press virðast margir hátíðarviðburðir hafa átt sér stað í Hvíta húsinu án þess að gestum hafi verið gert að bera grímu en það gengur gegn þeim ábendingum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá yfirvöldum í aðdraganda jóla. Trump at the White House Christmas party: "It's been an amazing four years. We're trying to do another four years, otherwise I'll see you in four years."h/t @ZekeJMiller, @colvinj pic.twitter.com/72Q3bVY3jP— Andrew Solender (@AndrewSolender) December 2, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Rannsaka meintar mútugreiðslur í skiptum fyrir náðanir Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu. 2. desember 2020 10:20 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Lögmaður Trump vill Krebs dreginn út í dögun og skotinn Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta freista þess enn að fá niðurstöðum forsetakosninganna snúið. Baráttan hefur litlu skilað og reiðin magnast. 1. desember 2020 17:18 Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Rannsaka meintar mútugreiðslur í skiptum fyrir náðanir Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mögulega glæpi sem tengjast mútugreiðslum til Hvíta húss Donalds Trump, fráfarandi forseta, í skiptum fyrir náðun. Ónefndir einstaklingar eru grunaðri um að hafa á laun boðið umtalsverð framlög í kosningasjóði í skiptum fyrir náðun eða mildun á refsingu. 2. desember 2020 10:20
Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42
Lögmaður Trump vill Krebs dreginn út í dögun og skotinn Stuðningsmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta freista þess enn að fá niðurstöðum forsetakosninganna snúið. Baráttan hefur litlu skilað og reiðin magnast. 1. desember 2020 17:18