Neymar: Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:01 Lionel Messi og Neyma voru frábærir saman hjá Barcelona liðinu. Getty/Elsa Neymar sýndi snilli sína á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en eftir leikinn vildi hann tala um góðan vin sinn í Barcelona liðinu. Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira