Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2020 19:20 Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem formaður Neytendasamtakanna segir að muni hækka verð á innfluttum landbúnaðarvörum til að hægt verði að hækka einnig verð á innlendum landbúnaðarvörum. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson. Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hinn fyrsta janúar á þessu ári tóku gildi nýjar reglur sem lækkuðu álögur á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta í viðskiptum við ríki Evrópusambandsins. Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram frumvarp þar sem aftur er horfið til fyrri álagningar næstu tvö árin til að mæta miklum samdrætti í sölu íslenskra landbúnaðarvara vegna gífurlegrar fækkunar ferðamanna. En á sama tíma hafi magn innflutnings haldist óbreytt. Breki Karlsson formaður Neytendasamtaka segir hækkun tolla ekki bestu leiðina til að styðja við bændur. Best væri að styrkja bændur beint. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir nær að styðja bændur til nýsköpunar en reisa tollamúr fyrir innflutningi á landbúnaðarvörum sem leiði til hærra verðs til neytenda á bæði innlendum og innfluttum vörum.Stöð 2/Arnar „Við sjáum til dæmis ekki að þessi leið hafi verið farin í öðrðum atvinnugreinum. Þar sem ríkið hefur til dæmis komið að því að styrkja ferðaþjónustuna og aðra sem orðið hafa fyrir tekjutapi í þessu. Það er bara ekki réttlátt að það sé lagður sérstakur skattur á neytendur vegna þessa,“ segir Breki. Frumvarp landbúnaðarráðherra þýði að innfluttar landbúnaðarvörur hækki í verði. „Til þess að íslenskar vörur geti einnig hækkað í verði. Við það verður ekki búið,“ segir formaður Neytendasamtakanna. Félag atvinnurekenda tekur undir þetta sjónarmið. En Breki segir nær að styrkja bændur beint til að auka nýbreytni og nýsköpun. Leiðin sem nú eigi að hverfa aftur til hafi ekki skilað bændum góðum hag. „Það er alltaf hættan við svona aðgerðir að þegar þær eru einu sinni komnar á taki ár og áratugi að vinda ofan af því,“ segir Breki Karlsson.
Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Neytendur Tengdar fréttir Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30 Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20 Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forsendubrestur tollasamninga Ferðamönnum til Íslands hefur fækkað stórlega með tilkomu Covid 19. Hótel og matsölustaðir standa tómir, samdráttur í ferðaþjónustu hefur víða áhrif. Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði, mun minni sala hefur verið á íslenskum landbúnaðarvörum en í venjulegu árferði. 9. nóvember 2020 11:30
Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Fjármálaráðherra telur betra að reyna að semja upp á nýtt við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum en segja samningunum upp eins og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt til. 15. október 2020 19:20
Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. 11. október 2020 17:46