Bráðabirgðaforseti Barcelona segir að félagið hefði átt að selja Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 09:30 Lionel Messi gæti yfirgefið Barcelona á frjálsri sölu í sumar. EPA-EFE/Alejandro Garcia Lionel Messi vildi fara frá Barcelona í haust en forráðamenn Barcelona þá vildu ekki selja hann nema fyrir einhverja ruglaða upphæð. Það voru mistök samkvæmt bráðabirgðaforseta Barcelona. Carlos Tusquets settist tímabundið í forsetastólinn hjá Barcelona eftir að Josep Maria Bartomeu sagði af sér í lok október og hann er því með slæma fjárhagsstöðu félagsins á sínum herðum þessa dagana. Góð leið til að redda málunum hefði verið að selja Messi og losna um leið við það að himinhá laun argentínska knattspyrnusnillingsins. Barcelona hefði vissulega verið án Lionel Messi á þessu tímabili en um leið í miklu betri málum með fjármál sín ef félagið hefði selt argentínska snillinginn sinn í haust. Messi taldi sig hafa rétt til þess að fara frá félaginu á frjálsri sölu vegna ákvæðis í samningi sínum en þáverandi forseti, Josep Maria Bartomeu, gaf ekkert eftir. Það stefndi því í málarekstur en Messi vildi ekki enda Barcelona feril sinn í réttarsalnum. Barcelona should have sold Messi this summer to balance the books, according to acting club president Carles Tusquets. pic.twitter.com/r6ikzlp9sb— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Messi vandaði ekki forystu Barcelona kveðjurnar í framhaldinu og á endanum ákvað Josep Maria Bartomeu og öll stjórnin að segja af sér. Forsetakosningar eru framundan í janúar. „Þegar við tölum um fjárhagsstöðuna þá hefðum við átt að selja Messi í sumarglugganum,“ sagði Carlos Tusquets í útvarpsviðtali á RAC1. Það hefði kostað 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn hjá Messi en Barcelona vildi ekki einu sinni fara í viðræður um kaupverð við áhugasöm lið eins og Manchester City. „Við hefðum sparað okkur að greiða launin hans og við hefðum líka fengið mikinn pening fyrir hann. Það hefði verið eftirsóknarvert í núverandi stöðu. Þetta er samt eitthvað sem þjálfarateymið hefði þurft algjölega að samþykkja“ sagði Tusquets. „LA Liga er að reyna að setja inn hámark á launagreiðslur og salan á Messi hefði hjálpað við að koma því á,“ sagði Tusquets. Lionel Messi er sagður vera með 500 þúsund evrur í vikulaun. Hann verður laus allra mála hjá Barcelona í sumar og má meira segja byrja að ræða við önnur félög í janúar. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Carlos Tusquets settist tímabundið í forsetastólinn hjá Barcelona eftir að Josep Maria Bartomeu sagði af sér í lok október og hann er því með slæma fjárhagsstöðu félagsins á sínum herðum þessa dagana. Góð leið til að redda málunum hefði verið að selja Messi og losna um leið við það að himinhá laun argentínska knattspyrnusnillingsins. Barcelona hefði vissulega verið án Lionel Messi á þessu tímabili en um leið í miklu betri málum með fjármál sín ef félagið hefði selt argentínska snillinginn sinn í haust. Messi taldi sig hafa rétt til þess að fara frá félaginu á frjálsri sölu vegna ákvæðis í samningi sínum en þáverandi forseti, Josep Maria Bartomeu, gaf ekkert eftir. Það stefndi því í málarekstur en Messi vildi ekki enda Barcelona feril sinn í réttarsalnum. Barcelona should have sold Messi this summer to balance the books, according to acting club president Carles Tusquets. pic.twitter.com/r6ikzlp9sb— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Messi vandaði ekki forystu Barcelona kveðjurnar í framhaldinu og á endanum ákvað Josep Maria Bartomeu og öll stjórnin að segja af sér. Forsetakosningar eru framundan í janúar. „Þegar við tölum um fjárhagsstöðuna þá hefðum við átt að selja Messi í sumarglugganum,“ sagði Carlos Tusquets í útvarpsviðtali á RAC1. Það hefði kostað 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn hjá Messi en Barcelona vildi ekki einu sinni fara í viðræður um kaupverð við áhugasöm lið eins og Manchester City. „Við hefðum sparað okkur að greiða launin hans og við hefðum líka fengið mikinn pening fyrir hann. Það hefði verið eftirsóknarvert í núverandi stöðu. Þetta er samt eitthvað sem þjálfarateymið hefði þurft algjölega að samþykkja“ sagði Tusquets. „LA Liga er að reyna að setja inn hámark á launagreiðslur og salan á Messi hefði hjálpað við að koma því á,“ sagði Tusquets. Lionel Messi er sagður vera með 500 þúsund evrur í vikulaun. Hann verður laus allra mála hjá Barcelona í sumar og má meira segja byrja að ræða við önnur félög í janúar.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira