Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Bryndís Baldvinsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir og Sóley Gyða Jörundsdóttir skrifa 4. desember 2020 13:00 Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til: Félags-og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar og Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Afrit sent á: Umboðsmann Barna, Barnaheill, Heimili og skóla landssamtök foreldra,Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda í leikskólum, Samband íslenskra sveitafélaga og Vísi. Stytting vinnuvikunnar; hver er samningsaðili leikskólabarna? Umræða um styttingu vinnuvikunnar er áberandi í fjölmiðlum og meðal almennings um þessar mundir enda eðlilegt þar sem vinnustyttingin á að vera komin til framkvæmda 1.janúar 2021. Umræðan snýst að miklu leyti um útfærsluatriði og hvaða leiðir henta hverjum vinnustað. Í grunninn snýst vinnustyttingin um skilvirkara og fjölskylduvænna vinnuumhverfi eins og sjá má í nýlegum samþykktum kjarasamningum fjölda stéttarfélaga. Í ályktun á vef BHM segir um styttingu vinnuvikunnar: „Ekki þarf að hafa mörg orð um þann ávinning sem stytting vinnuvikunnar getur haft í för með sér fyrir vinnustaði hins opinbera og starfsfólk þess, en bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma eru meðal helstu markmiða styttingarinnar. Með styttingu vinnuvikunnar verður vinnustaðurinn skilvirkari og um leið fjölskylduvænni og getur styttingin stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilum“. Forðumst að vinnustytting fullorðinna bitni á skóladegi barna Í leikskólum landsins dvelja yngstu þegnarnir, sem mæta daglega og eru þar lengst af sínum vökutíma. Skóladagur þeirra langflestra eru 40-45 klst. á viku eða8-9 klst. á dag í litlu rými og oftar en ekki í hávaðasömu umhverfi. Í faglegri umræðu innan leikskólanna er mikið rætt um vinnutímastyttingu. Leikskólastjórnendur og starfsmenn leikskóla liggja núna yfir skipulagi og reyna að finna leiðir til að útfæra vinnutímastyttinguna innan hvers skóla. Vinnutímastyttingin þarf að taka tillit til starfsemi stofnunarinnar, má ekki hafa aukinn kostnað í för með sér og ekki má skerða þjónustu. Það segir sig sjálft að þegar starfsmenn taka út vinnutímastyttingu án afleysingar mun það skerða þjónustu. Það mun ekki skerða þjónustu við foreldra, það mun skerða þjónustu við börnin og hafa áhrif á öryggi þeirra. Þegar vinnutímastyttingin verður komin til framkvæmda munu starfsmenn leikskóla þurfa að taka ábyrgð á starfsskyldum þeirra sem eru að taka út styttingu og jafnframt fleiri börnum. Álagið á starfsmannahópinn sem er í húsi hverju sinni verður óneitanlega meira og hætta á að yfirsýn yfir barnahópinn minnki. Starfsfólk leikskóla hefur hagsmuni barna fyrst og fremst að leiðarljósi. Við spyrjum okkur að því hvort sá ávinningur sem boðaður er muni skila sér í leikskólastarfið. Hann skilar sér í styttri viðveru starfsmanna en verður hann til hagsbóta fyrir börnin?Um leið og við fögnum styttingu vinnuvikunnar, sjáum við að metnaðarfullt leikskólastarf þar sem börnin eiga að upplifa gleði og lærdómsríka daga, sé í uppnámi vegna vinnutímastyttingar og fækkunar starfsmanna á viðverutíma þeirra án þess að til komi afleysing. Um þessa hagsmuni barna þarf formlega umræðu með aðkomu sveitarfélaga, atvinnulífsins, umboðsmanns barna og annarra þeirra sem vinna að málefnum og réttindum barna. Breytingar á vinnutíma ættu líka að vera börnum til hagsbóta. Eins og fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um lengd skóladags leikskólabarna í landinu árið 2019, eru 84,6% eins árs barna og 89,6% tveggja til fimm ára barna, með 8-9 tíma langan skóladag. Í samanburði við lönd innan OECD eru íslensk börn með lengstu viðveru á dag í litlu rými og flesta daga ársins. Þetta þarf að skoða betur og setja mörk um hámarkslengd skóladags leikskólabarna í landinu. Með það að leiðarljósi að börn fái að njóta þess sem stytting vinnuvikunnar býður upp á þarf að taka mið af því sem stendur í Barnasáttmálanum: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börnin sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra staða þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur“. Tryggjum öruggar starfsaðstæður í leikskólum, látum ekki vinnutímastyttingu bitna á börnum og setjum hæfileg mörk um lengd skóladags leikskólabarna. Höfundar eru leikskólastjórnendur.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun