Með svarta beltið en gat lítið gert þegar hann fékk Fjallið ofan á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig niður fyrir boxbardagann á næsta ári. Instagram/@thorbjornsson Josh Palmer er með svarta beltið í jiu-jitsu glímuíþróttinni en hann átti fá svör þegar hann fékk tækifæri til að glíma við Hafþór Júlíus Björnsson á dögunum. Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube Box Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson heldur áfram að undirbúa sig fyrir boxbardagann í Las Vegas á næsta ári og íslenski aflraunamaðurinn er óhræddur við að víkka sjóndeildarhringinn sinn með því að kynnast öðrum bardagaíþróttum. Hafþór Júlíus Björnsson sýndi frá heimsókn sinni til Búdapest á dögunum en hann fékk þá góða kynningu á jiu-jitsu glímuíþróttinni þökk sé heiðurshallarmeðliminum Sebastian „Bas“ Rutten. Eftir að Sebastian „Bas“ Rutten hjálpaði Hafþóri að teygja á og gaf honum nokkur góð ráð þá var komið að smá bardaga á gólfinu. Hafþór Júlíus fékk að reyna sig á móti Josh Palmer sem er með svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Palmar sagði frá því í viðtali við Jiu-Jitsu Times að hann hafi ekki getað neitað möguleikanum á því að fá að reyna sig á móti manninum sem lék Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þetta hafi verið of gott tilboð til hafna. Hafþór Júlíus er ekki kallaður Fjallið af ástæðulausu því íslenski kraftajötuninn er engin smásmíði. Hann nýtti líka stærðina og þyngdina vel á móti Josh Palmer sem átti ekki möguleika eftir að hann lenti undir Fjallinu. Josh Palmer afsakaði reyndar með því að hann hefði ekkert glímt síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins en það breytir ekki því að Hafþór var of stór fyrir hann. Palmer talaði líka um það í fyrrnefndu viðtali að hann hafi fyrst og fremst hugsað um að slasa sig ekki. Það er skiljanlegt enda er mikill stærðarmunur á þeim félögum. Palmar slapp sem betur fer ómeiddur frá glímunni við Fjallið. Hafþór Júlíus sagði frá þessu ævintýri sínu í myndbandi á Youtube sem má sjá hér fyrir neðan. Það er mikill áhugi á þessari glím enda hafa yfir 80 þúsund manns horft á myndbandið þegar þetta er skrifað. watch on YouTube
Box Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira