Arteta ýtti meiddum Partey aftur inn á völlinn: Áttaði sig ekki á alvarleika málsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 11:30 Mikel Arteta ræðir við Thomas Partey. EPA-EFE/Michael Regan Arsenal tapaði ekki bara nágrannaslagnum á móti Tottenham í gær heldur missti liðið einnig miðjumanninn Thomas Partey meiddan af velli. Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira