Hálendisþjóðgarður þarfnast samþykkis sveitarstjórna Friðrik Már Sigurðsson skrifar 7. desember 2020 07:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði. Þessari grein er ekki ætlað að gagnrýna markmið eða efnistök laganna, heldur að gera grein fyrir því að hugmyndir um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema með samþykki sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem tillaga að mörkum þjóðgarðs tekur til. Ríkir óstjórn á hálendi Íslands? Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar í grein sinni á vef félagsins að Hálendisþjóðgarður jafnist á við nýja landhelgi. Þar vísar hann í skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem tengir stofnun þjóðgarðs á hálendinu við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Með þessu tengja þeir útfærslu fullveldisréttar Íslands á landhelgi og efnahagslögsögu við mögulega stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að það ríkir engin óvissa um stjórn svæða á hálendi Íslands. Samkvæmt lögum skiptist landið í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Sveitarfélögin hafa ákveðin staðarmörk, þar með taldar eru þær þjóðlendur sem innan þeirra liggja. Um stjórn innan þessarra marka fara sveitarstjórnir sem kjörnar eru í lýðræðislegri kosningu af íbúum þeirra. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874. Þau eru handhafar framkvæmdavaldsins, fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sjálfstjórn sveitarfélaga verði virt Samkvæmt náttúruverndarlögum hefur umhverfis- og auðlindaráðherra heimild til að leggja fram frumvarp til friðlýsingar svæða og gera þau að þjóðgarði. Samkvæmt lögunum skulu ákvarðanir ráðherra um friðlýsingar byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Ráðherra er þó heimilt að ákveða friðlýsingu utan áætlunar með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Friðlýsing miðhálendisins sem svæðis er ekki að finna í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar má þar finna stök svæði sem liggja innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, en stór svæði innan fyrirhugaðra marka eru ekki á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Af þessu leiðir að einn heildstæður þjóðgarður á miðhálendinu getur því ekki raungerst nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Engar bókanir um slíkt samþykki má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Framkomið frumvarp tekur þannig ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Í samræmi við stjórnarsáttmála? Í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs voru sveitarfélög á svæðinu virkir þátttakendur. Árið 2004 undirrituðu fulltrúar sveitarstjórna og þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, viljayfirlýsingu um stækkun þjóðgarðs í nágrenni Vatnajökuls. Þessi viljayfirlýsing lagði grunninn að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og við þekkjum hann í dag. Núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki unnið á þessum grunni og hefur ekki undirritað viljayfirlýsingu með fulltrúum sveitarstjórna um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Engar bókanir um slíkt má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.” Þessi fyrirætlan felur þannig í sér stofnun þjóðgarðs í sátt við sveitarfélögin. Mikilvægi samráðs og sáttar er einnig tilgreint sérstaklega í áformum um lagasetninguna sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögnum sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Fljótsdalshrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra auk annarra sveitarfélaga, er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarpsins og ganga þau jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sú sátt sem tilgreind er í stjórnarsáttmálanum er því bersýnilega ekki til staðar. Af því leiðir að fyrirliggjandi frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki í samræmi við inntak stjórnarsáttmálans. Það þarf samþykki til Til að frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra nái fram að ganga er nauðsynlegt að taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaganna til sjálfstjórnar. Hvað varðar mörk fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu þá verður samþykki sveitarstjórna að liggja fyrir ef um er að ræða landsvæði sem eru utan framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár. Lagasetning um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands getur því ekki raungerst nema slíkt samþykki liggi fyrir. Þær áhyggjur sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir í umsögnum sínum við frumvarpið beinast að einmitt þessu og eiga því við rök að styðjast. Af þessu leiðir að Alþingi getur ekki samþykkt frumvarpið í þeirri mynd sem það er í dag, slíkt myndi ekki taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra að stíga skref til baka og leita eftir samþykki sveitarstjórna vegna stofnunar Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Samkvæmt þingmálaskrá Stjórnarráðsins felur lagasetningin í sér að ráðherra verði heimilt að friðlýsa tilteknu landsvæði á miðhálendinu sem þjóðgarði. Þessari grein er ekki ætlað að gagnrýna markmið eða efnistök laganna, heldur að gera grein fyrir því að hugmyndir um heildstæðan þjóðgarð á miðhálendi Íslands geti ekki raungerst nema með samþykki sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem tillaga að mörkum þjóðgarðs tekur til. Ríkir óstjórn á hálendi Íslands? Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar í grein sinni á vef félagsins að Hálendisþjóðgarður jafnist á við nýja landhelgi. Þar vísar hann í skrif Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem tengir stofnun þjóðgarðs á hálendinu við stækkun fiskveiðilögsögunnar. Með þessu tengja þeir útfærslu fullveldisréttar Íslands á landhelgi og efnahagslögsögu við mögulega stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að það ríkir engin óvissa um stjórn svæða á hálendi Íslands. Samkvæmt lögum skiptist landið í sveitarfélög sem sjálf ráða málefnum sínum á eigin ábyrgð. Sveitarfélögin hafa ákveðin staðarmörk, þar með taldar eru þær þjóðlendur sem innan þeirra liggja. Um stjórn innan þessarra marka fara sveitarstjórnir sem kjörnar eru í lýðræðislegri kosningu af íbúum þeirra. Réttur sveitarfélaga til sjálfstjórnar hefur verið verndaður í stjórnarskrá allt frá 1874. Þau eru handhafar framkvæmdavaldsins, fara með staðbundna stjórnsýslu og gegna mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Sjálfstjórn sveitarfélaga verði virt Samkvæmt náttúruverndarlögum hefur umhverfis- og auðlindaráðherra heimild til að leggja fram frumvarp til friðlýsingar svæða og gera þau að þjóðgarði. Samkvæmt lögunum skulu ákvarðanir ráðherra um friðlýsingar byggja á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Ráðherra er þó heimilt að ákveða friðlýsingu utan áætlunar með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Friðlýsing miðhálendisins sem svæðis er ekki að finna í framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár sem finna má á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hins vegar má þar finna stök svæði sem liggja innan marka fyrirhugaðs þjóðgarðs, en stór svæði innan fyrirhugaðra marka eru ekki á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár. Af þessu leiðir að einn heildstæður þjóðgarður á miðhálendinu getur því ekki raungerst nema með samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Engar bókanir um slíkt samþykki má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Framkomið frumvarp tekur þannig ekki tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Í samræmi við stjórnarsáttmála? Í aðdraganda stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs voru sveitarfélög á svæðinu virkir þátttakendur. Árið 2004 undirrituðu fulltrúar sveitarstjórna og þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, viljayfirlýsingu um stækkun þjóðgarðs í nágrenni Vatnajökuls. Þessi viljayfirlýsing lagði grunninn að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eins og við þekkjum hann í dag. Núverandi umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ekki unnið á þessum grunni og hefur ekki undirritað viljayfirlýsingu með fulltrúum sveitarstjórna um stofnun Hálendisþjóðgarðs. Engar bókanir um slíkt má finna í fundargerðum sveitarstjórna þeirra sveitarfélaga sem fara með stjórn á miðhálendinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.” Þessi fyrirætlan felur þannig í sér stofnun þjóðgarðs í sátt við sveitarfélögin. Mikilvægi samráðs og sáttar er einnig tilgreint sérstaklega í áformum um lagasetninguna sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögnum sveitarfélaganna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnavatnshrepps, Fljótsdalshrepps, Bláskógabyggðar, Rangárþings ytra auk annarra sveitarfélaga, er lýst verulegum áhyggjum af inntaki frumvarpsins og ganga þau jafnvel svo langt í bókunum sínum að leggjast alfarið gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Sú sátt sem tilgreind er í stjórnarsáttmálanum er því bersýnilega ekki til staðar. Af því leiðir að fyrirliggjandi frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er ekki í samræmi við inntak stjórnarsáttmálans. Það þarf samþykki til Til að frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra nái fram að ganga er nauðsynlegt að taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaganna til sjálfstjórnar. Hvað varðar mörk fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu þá verður samþykki sveitarstjórna að liggja fyrir ef um er að ræða landsvæði sem eru utan framkvæmdaáætlunar náttúruminjaskrár. Lagasetning um stofnun eins heildstæðs þjóðgarðs á miðhálendi Íslands getur því ekki raungerst nema slíkt samþykki liggi fyrir. Þær áhyggjur sem fjölmörg sveitarfélög hafa lýst yfir í umsögnum sínum við frumvarpið beinast að einmitt þessu og eiga því við rök að styðjast. Af þessu leiðir að Alþingi getur ekki samþykkt frumvarpið í þeirri mynd sem það er í dag, slíkt myndi ekki taka tillit til stjórnarskrárvarinna réttinda sveitarfélaga til sjálfstjórnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra að stíga skref til baka og leita eftir samþykki sveitarstjórna vegna stofnunar Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar