Hvert stefnir með þjónustu við aldraða íbúa Akureyrarbæjar Ingi Þór Ágústsson skrifar 8. desember 2020 15:00 Frá 1. janúar næst komandi mun Akureyrarbær hætta rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) en óvíst er hvaða aðili á vegum ríkisins muni taka við rekstrinum. Þetta var kynnt opinberlega á fundi 18. ágúst með stjórnendum ÖA, bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar, fulltrúum Sjúkratrygginga og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Nú 20 dögum fyrir áætlaða yfirtöku er því ekki skrítið að spurt sé hvað sé að frétta af þessu máli. Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 2021 eru skoðuð sést að sérstakt framlag til reksturs ÖA er ekki þar að finna. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar gerir ekki ráð fyrir rekstri ÖA. Á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember þakkaði bæjarstjórn Akureyrar starfsfólki ÖA fyrir samstarfið á liðnum árum, því ekki verður reksturinn lengur í höndum bæjarfélagsins á komandi ári. Því liggur nærri að spyrja - vill enginn eiga og reka starfsemina og þjónustuna sem fram fer á Öldrunarheimilum Akureyrar. Hvernig hafa Akureyrarbær og ríkið tryggt að starfsemin haldi áfram gangandi á næsta ári ef engir fjármunir eða heimildir eru til að greiða fyrir reksturinn? Á ÖA búa 180 manns og þar starfa um 300 manns í um 225 ársstörfum. Fram hefur komið hjá bæjarfulltrúum Akureyrar að bærinn losni undan 500 milljóna króna árlegu framlagi til reksturs ÖA (skýrsla bæjarráðs Akureyrarbæjar vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2021, lagt fyrir bæjarstjórn 1. des. 2020). Það er vandséð hvernig Akureyrarbær ætlar að losna við þann kostnað út úr sínu bókhaldi við yfirfærsluna. Margvísleg þjónusta er veitt innan ÖA sem ljóst er að bæjarfélagið þarf að standa straum af þrátt fyrir ætlaða yfirtöku ríkisins á rekstri öldrunarheimilanna, já eða annarra aðila sem vill annast rekstur heimilanna. Um er að ræða málefni sem þarf að gera samninga um við væntanlegan rekstraraðila. Allt eru þetta málefni og þjónusta sem ÖA hefur tekið að sér að annast vegna þjónustuþarfa aldraðra íbúa og Akureyrarbær hefur falið ÖA að leysa á hverjum tíma. Um þessi málefni hefur ekki verið gerður neinn samningur ennþá og er ljóst að Akureyrarbær ætlar ekki að taka þau að sér ef marka má tillögu að fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir komandi ár. Hvað verður þá um dagþjálfun ÖA sem nú sækja um 120 einstaklingar í viku hverri, hvað verður um íbúa í dvalarheimilisplássum eða heimsendan mat til eldri íbúa, hvað verður um þróunar verkefni sem ÖA hefur tekið að sér, hvað verður um þjónustumiðstöðina og ráðgjöfina fyrir aldraða, hver mun sjá um umsjón og stefnumarkandi hlutverk Akureyrarbæjar í þessum málaflokki, hver ætlar að taka við og sjá um úttektir og mat á umsóknum sem ÖA sér um í dag og síðast en ekki síst hver ætlar að reka og borga fyrir húsnæðið. Ríkið greiðir ekki leigu til rekstraraðila í öldrunarþjónustu og óheimilt er að nota daggjöld vegna umönnunar íbúa til að borga húsnæðiskostnað?. Ekki er að sjá í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar eitt né neitt um að gert sé ráð fyrir neinum samningum við nýjan rekstraraðila um ofangreind málefni sem ÖA starfrækir núna. Má þá túlka það sem svo að Akureyrarbær ætli ekkert að koma að þessum málefnum og því muni þessi þjónusta þá mögulega falla niður um áramótin, eða hvað? Ætlar þá Akureyrarbær heldur ekki að koma að viðhaldi fasteigna ÖA, rekstri þeirra og endurbótum á komandi árum. Er skrýtið að spurt sé „hvað verður um þjónustuna sem Öldrunarheimili Akureyrar veita“. Þann 3. desember var undirritaður samningur á milli Heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar um byggingu nýs 60 rúma hjúkrunarheimilis og er það fagnaðarefni. Við starfsfólkið vorum farin að sjá fyrir okkur að við opnun þessa nýja heimilis þá gætum við lagt af mjög gamlar einingar eða húsnæði sem uppfyllir engan veginn þær kröfur um aðbúnað, starfsemi og þjónustu sem þar er ætlað að veita. Hugmyndir voru uppi um að nota gamla húsnæðið í annað, eins og að stækka dagþjálfun til muna, til að auka enn frekar þann þátt í þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu. Það er ekki að sjá að slíkt verði, þegar gefin er út yfirlýsing við undirritun samningsins að fjölgun verði um 60 hjúkrunarrými á Akureyri. Það þýðir væntanlega að halda á áfram að reka þau eldri og óhentugu rými um ókomna tíð og alveg óljóst hver ætlar að sjá um viðhald og endurbætur á þeim eignum á komandi árum . Heildarstefnumótun í málefnum aldraða í sveitarfélaginu virðist því ekki liggja fyrir og hefur vinna við gerð slíkrar stefnu ekki verið sett fram í fjárhagsáætlun á komandi misserum. Ekki virðist fara mikið fyrir áhuga hjá bæjarfulltrúum að ræða þessi mál eða útskýra einhverja sýn um hvernig bæjarfélagið ætlar sér að tryggja þjónustu til handa öldruðu fólki sem býr á Akureyri og þarf verulega aðstoð og umönnun. Hver svo sem niðurstaðan verður í boltakasti Akureyrabæjar við ríkið, þá erum við starfsfólkið hjá ÖA hér til að þjónusta aldraða íbúa bæjarfélagsins. Við teljum okkur hafa gert það virkilega vel, svo vel reyndar að því eftir því er tekið á landsvísu sem og erlendis. Við erum að veita daglega þjónustu til um 280 aldraðra einstaklinga og munum vonandi fá að gera það áfram með sömu gæðum og hingað til. En hvað stendur til …… Höfundur er forstöðumaður Austurhlíða, öldrunarheimila Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Eldri borgarar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frá 1. janúar næst komandi mun Akureyrarbær hætta rekstri Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA) en óvíst er hvaða aðili á vegum ríkisins muni taka við rekstrinum. Þetta var kynnt opinberlega á fundi 18. ágúst með stjórnendum ÖA, bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar, fulltrúum Sjúkratrygginga og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Nú 20 dögum fyrir áætlaða yfirtöku er því ekki skrítið að spurt sé hvað sé að frétta af þessu máli. Þegar fjárlög ríkisins fyrir árið 2021 eru skoðuð sést að sérstakt framlag til reksturs ÖA er ekki þar að finna. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar gerir ekki ráð fyrir rekstri ÖA. Á bæjarstjórnarfundi þann 1. desember þakkaði bæjarstjórn Akureyrar starfsfólki ÖA fyrir samstarfið á liðnum árum, því ekki verður reksturinn lengur í höndum bæjarfélagsins á komandi ári. Því liggur nærri að spyrja - vill enginn eiga og reka starfsemina og þjónustuna sem fram fer á Öldrunarheimilum Akureyrar. Hvernig hafa Akureyrarbær og ríkið tryggt að starfsemin haldi áfram gangandi á næsta ári ef engir fjármunir eða heimildir eru til að greiða fyrir reksturinn? Á ÖA búa 180 manns og þar starfa um 300 manns í um 225 ársstörfum. Fram hefur komið hjá bæjarfulltrúum Akureyrar að bærinn losni undan 500 milljóna króna árlegu framlagi til reksturs ÖA (skýrsla bæjarráðs Akureyrarbæjar vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2021, lagt fyrir bæjarstjórn 1. des. 2020). Það er vandséð hvernig Akureyrarbær ætlar að losna við þann kostnað út úr sínu bókhaldi við yfirfærsluna. Margvísleg þjónusta er veitt innan ÖA sem ljóst er að bæjarfélagið þarf að standa straum af þrátt fyrir ætlaða yfirtöku ríkisins á rekstri öldrunarheimilanna, já eða annarra aðila sem vill annast rekstur heimilanna. Um er að ræða málefni sem þarf að gera samninga um við væntanlegan rekstraraðila. Allt eru þetta málefni og þjónusta sem ÖA hefur tekið að sér að annast vegna þjónustuþarfa aldraðra íbúa og Akureyrarbær hefur falið ÖA að leysa á hverjum tíma. Um þessi málefni hefur ekki verið gerður neinn samningur ennþá og er ljóst að Akureyrarbær ætlar ekki að taka þau að sér ef marka má tillögu að fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir komandi ár. Hvað verður þá um dagþjálfun ÖA sem nú sækja um 120 einstaklingar í viku hverri, hvað verður um íbúa í dvalarheimilisplássum eða heimsendan mat til eldri íbúa, hvað verður um þróunar verkefni sem ÖA hefur tekið að sér, hvað verður um þjónustumiðstöðina og ráðgjöfina fyrir aldraða, hver mun sjá um umsjón og stefnumarkandi hlutverk Akureyrarbæjar í þessum málaflokki, hver ætlar að taka við og sjá um úttektir og mat á umsóknum sem ÖA sér um í dag og síðast en ekki síst hver ætlar að reka og borga fyrir húsnæðið. Ríkið greiðir ekki leigu til rekstraraðila í öldrunarþjónustu og óheimilt er að nota daggjöld vegna umönnunar íbúa til að borga húsnæðiskostnað?. Ekki er að sjá í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar eitt né neitt um að gert sé ráð fyrir neinum samningum við nýjan rekstraraðila um ofangreind málefni sem ÖA starfrækir núna. Má þá túlka það sem svo að Akureyrarbær ætli ekkert að koma að þessum málefnum og því muni þessi þjónusta þá mögulega falla niður um áramótin, eða hvað? Ætlar þá Akureyrarbær heldur ekki að koma að viðhaldi fasteigna ÖA, rekstri þeirra og endurbótum á komandi árum. Er skrýtið að spurt sé „hvað verður um þjónustuna sem Öldrunarheimili Akureyrar veita“. Þann 3. desember var undirritaður samningur á milli Heilbrigðisráðuneytis og Akureyrarbæjar um byggingu nýs 60 rúma hjúkrunarheimilis og er það fagnaðarefni. Við starfsfólkið vorum farin að sjá fyrir okkur að við opnun þessa nýja heimilis þá gætum við lagt af mjög gamlar einingar eða húsnæði sem uppfyllir engan veginn þær kröfur um aðbúnað, starfsemi og þjónustu sem þar er ætlað að veita. Hugmyndir voru uppi um að nota gamla húsnæðið í annað, eins og að stækka dagþjálfun til muna, til að auka enn frekar þann þátt í þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu. Það er ekki að sjá að slíkt verði, þegar gefin er út yfirlýsing við undirritun samningsins að fjölgun verði um 60 hjúkrunarrými á Akureyri. Það þýðir væntanlega að halda á áfram að reka þau eldri og óhentugu rými um ókomna tíð og alveg óljóst hver ætlar að sjá um viðhald og endurbætur á þeim eignum á komandi árum . Heildarstefnumótun í málefnum aldraða í sveitarfélaginu virðist því ekki liggja fyrir og hefur vinna við gerð slíkrar stefnu ekki verið sett fram í fjárhagsáætlun á komandi misserum. Ekki virðist fara mikið fyrir áhuga hjá bæjarfulltrúum að ræða þessi mál eða útskýra einhverja sýn um hvernig bæjarfélagið ætlar sér að tryggja þjónustu til handa öldruðu fólki sem býr á Akureyri og þarf verulega aðstoð og umönnun. Hver svo sem niðurstaðan verður í boltakasti Akureyrabæjar við ríkið, þá erum við starfsfólkið hjá ÖA hér til að þjónusta aldraða íbúa bæjarfélagsins. Við teljum okkur hafa gert það virkilega vel, svo vel reyndar að því eftir því er tekið á landsvísu sem og erlendis. Við erum að veita daglega þjónustu til um 280 aldraðra einstaklinga og munum vonandi fá að gera það áfram með sömu gæðum og hingað til. En hvað stendur til …… Höfundur er forstöðumaður Austurhlíða, öldrunarheimila Akureyrar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun