Ferðast 114 ár aftur í tímann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:00 Finnur Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn hafa hannað og unnið að götumynd Aðalstrætis eins og það leit út fyrir 114 árum. Vísir/Egill Nákvæm götumynd af Aðalstræti, eins og hún leit út fyrir hundrað og fjórtán árum, var flutt á Landnámssýninguna í dag. Þar verður hægt að skyggnast inn í fortíðina og sjá hvernig fólk lifði og bjó í miðbæ Reykjavíkur á þessum tíma. Árið 2011 fékk einstaklingur þá Finn Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn til að endurgera Aðalstræti eins og það leit út árið 1906. Reykjavíkurborg keyptir svo módelið af honum á þessu ári og þeir hafa síðustu mánuði unnið við það og bætt tíu húsum í götumyndina. En við módelsmíðina hafa þeir aðallega stuðst við myndir af Aðalstræti á þessum tíma. „Það er balsamviður í mikið af húsakostinum í módelinu, plastefni, sandur, möl og fundið og stolið efni, en við höfum stolið ýmsu í þetta, ef við teljum að það henti þá er því stungið í vasann, segir Finnur Arnar og brosir. Myndlistarmennirnir segjast hafa lært mikið um Reykjavík fyrri tíma við módelsmíðina, til að mynda hvernig lífið gekk fyrir sig. „Hljóðheimurinn á þessum tíma var allur annar en nú. Þarna eru bara dýr, fuglar, menn og sjávarhljóð sem búa til hljóðin, engar vélar. Svo er það lyktin, því allt klóak var ofanjarðar þannig að þú getur ímyndað þér hvernig lyktin var á sólríkum degi,“ segir Þórarinn Blöndal. Húsin eru afar raunveruleg og eins og maður sé komið heila öld aftur í tímann.Vísir/Egill Götumyndin ásamt sýndarveruleika verður sett upp í Aðalstræti 10 og verður þá hluti af Landnámssýningunni en göng verða á milli Aðalstrætis 16 þar sem sýningin er nú til húsa og Aðalstrætis 10. Hljóðmynd hefur þegar verið gerð frá hverju og einu húsi í módelinu til að mynda er hægt að heyra félaga í Hjálpræðishernum syngja. Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafninu segir enn fremur að hægt verði að fylgjast með mannlífinu í Aðalstræti á þessum tíma. „Einhverjir eru að fara á ball á Hótel Íslandi, svo eru þeir sem skreppa í bíó í Fjalakettinum, einhverir eru að rífast yfir launum og einn að biðja stúlku þannig að það er ýmislegt í gangi árið 1906“ segir Helga. Módelið var flutt frá Eyjaslóð 9 þar sem myndlistarmennirnir hafa unnið við það og í Aðalstræti 10 í dag. Þeir Finnur Arnar og Þórarinn segja þó að verkið sé ekki alveg búið, þeir muni áfram vinna að módelinu, jafnvel eftir að sýningin opnar. Búist við að sýningin verði opnuð í Aðalstræti þegar aðstæður leyfa. Módelið er komið í Aðalstræti 10 sem verður framtíðarstaður þess.Vísir/Sigurjón Menning Söfn Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Árið 2011 fékk einstaklingur þá Finn Arnar og Þórarinn Blöndal myndlistarmenn til að endurgera Aðalstræti eins og það leit út árið 1906. Reykjavíkurborg keyptir svo módelið af honum á þessu ári og þeir hafa síðustu mánuði unnið við það og bætt tíu húsum í götumyndina. En við módelsmíðina hafa þeir aðallega stuðst við myndir af Aðalstræti á þessum tíma. „Það er balsamviður í mikið af húsakostinum í módelinu, plastefni, sandur, möl og fundið og stolið efni, en við höfum stolið ýmsu í þetta, ef við teljum að það henti þá er því stungið í vasann, segir Finnur Arnar og brosir. Myndlistarmennirnir segjast hafa lært mikið um Reykjavík fyrri tíma við módelsmíðina, til að mynda hvernig lífið gekk fyrir sig. „Hljóðheimurinn á þessum tíma var allur annar en nú. Þarna eru bara dýr, fuglar, menn og sjávarhljóð sem búa til hljóðin, engar vélar. Svo er það lyktin, því allt klóak var ofanjarðar þannig að þú getur ímyndað þér hvernig lyktin var á sólríkum degi,“ segir Þórarinn Blöndal. Húsin eru afar raunveruleg og eins og maður sé komið heila öld aftur í tímann.Vísir/Egill Götumyndin ásamt sýndarveruleika verður sett upp í Aðalstræti 10 og verður þá hluti af Landnámssýningunni en göng verða á milli Aðalstrætis 16 þar sem sýningin er nú til húsa og Aðalstrætis 10. Hljóðmynd hefur þegar verið gerð frá hverju og einu húsi í módelinu til að mynda er hægt að heyra félaga í Hjálpræðishernum syngja. Helga Maureen Gylfadóttir verkefnastjóri hjá Borgarsögusafninu segir enn fremur að hægt verði að fylgjast með mannlífinu í Aðalstræti á þessum tíma. „Einhverjir eru að fara á ball á Hótel Íslandi, svo eru þeir sem skreppa í bíó í Fjalakettinum, einhverir eru að rífast yfir launum og einn að biðja stúlku þannig að það er ýmislegt í gangi árið 1906“ segir Helga. Módelið var flutt frá Eyjaslóð 9 þar sem myndlistarmennirnir hafa unnið við það og í Aðalstræti 10 í dag. Þeir Finnur Arnar og Þórarinn segja þó að verkið sé ekki alveg búið, þeir muni áfram vinna að módelinu, jafnvel eftir að sýningin opnar. Búist við að sýningin verði opnuð í Aðalstræti þegar aðstæður leyfa. Módelið er komið í Aðalstræti 10 sem verður framtíðarstaður þess.Vísir/Sigurjón
Menning Söfn Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira