Fjórtán reknir úr bandaríska hernum eftir dauða Guillen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 20:54 Guillen hvarf í lok aprílmánaðar af herstöðinni Fort Hood. Lík hennar fannst ekki fyrr en í lok júní. Getty/Rich Fury Bandaríski herinn hefur ákveðið að reka eða víkja fjórtán hermönnum frá Fort Hood herstöðinni frá störfum. Um er að ræða bæði yfirmenn í hernum og lægra setta hermenn. Að sögn hersins hafa þeir verið reknir vegna ítrekaðs ofbeldis, þar á meðal morða og kynferðisbrota, á stöðinni. Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf. Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Bandaríski herinn hóf rannsókn á aðstæðum á herstöðinni eftir að hermaðurinn Vanessa Guillen var myrt í apríl á þessu ári. Vanessa hafði greint fjölskyldu sinni frá því áður en hún var myrt að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni en hafi ekki þorað að greina hernum frá því. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vandamálin í Fort Hood megi rekja beint til mistaka yfirmanna á stöðinni. Þá hefur herin breytt verklagsreglum um það hve langur tími skuli líða frá því að hermaður hverfi þar til mál hans er tekið til rannsóknar. Nú munu yfirmenn þurfa að skrá stöðu hermanns sem horfinn er sem „fjarverandi – óþekkt“ í allt að 48 tíma eftir að hermaðurinn hverfur. Á sama tíma þurfa yfirmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að finna einstaklinginn og skera úr um hvort að hann hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum eða ekki áður en yfirmaðurinn skráir það niður að hann sé fjarverandi án leyfist (e. Awol). Meðal þeirra sem reknir voru af stöðinni í dag eru Scott Efflandt og Jeffry Broadwater sem báðir voru undirhershöfðingjar (e. major general). Guillen var tvítug þegar hún hvarf og spurðist ekkert til hennar í um tvo mánuði áður en lík hennar fannst í lok júní. Rannsakendur segja dánarorsök hennar hafa verið höfuðhögg sem henni var veitt í Fort Hood. Stuttu eftir að hún hvarf stóð fjölskylda hennar að daglegum mótmælum fyrir utan Fort Hood til þess að krefja yfirmenn Guillen um að hennar yrði leitað. Viðbrögðum hersins við morðinu á Guillen og tíðni ofbeldisverka innan hersins hefur verið harðlega mótmælt.Getty/Rich Fury Aaron Robinson, tæknisérfræðingur í hernum, var sakaður um morðið en hann tók eigið líf þann 1. júlí síðastliðinn þegar lögreglan gerði tilraun til að handtaka hann. Að sögn fjölskyldu Guillen hafði Robinson ítrekað beitt hana kynferðislegu áreiti en herinn segir að Guillen hafi aldrei látið vita af því að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Morðið er enn í rannsókn. Kærasta Robinson, Cecily Anne Aguilar, er grunuð um að hafa átt aðild að morðinu. Tuttugu og fimm hermenn sem störfuðu í Fort Hood, sem er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna þar í landi, hafa á þessu ári látist, annað hvort af völdum sjálfsvígs, morðs eða af slysförum. Fort Hood er alræmt fyrir ofbeldi og hefur fjöldi kvenna sem starfað hafa í hernum greint frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á starfstíma sínum síðan Guillen hvarf.
Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira