Ferðaþjónustan föst í ruglinu? Guðbjörg Kristmundsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar