Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 9. desember 2020 15:31 Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun