Framfærsluáhyggjur og ótti draga úr nýsköpun Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. desember 2020 07:01 Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Að sögn Huld Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins er það samdóma álit flestra sem koma að nýsköpunarmálum að fjöldi og dýpt fyrirspurna um fjárfestingu verður meiri og öflugri fljótlega eftir kreppur. En fólk hefur fjárhagsáhyggjur. „Ég held að almenn framfærsla sé helsta áhyggjuefni margra. Við sjáum að mörg sprotafyrirtæki verða til hjá ungu fólki sem enn er í námi, hefur litlar fjárhagslegar skuldbindingar og býr jafnvel í foreldrahúsum. Eldra fólk sem missir vinnuna og fer að huga nýsköpun er oft nauðbeygt að taka fyrsta tilboð sem býðst um starf, til þess að geta mætt sínum fjárhagslegu skuldbindingum. Fjárhagslegt óöryggi er þannig einn stærsti þáttur í því að fólk leggur ekki í að taka slaginn,“ segir Huld. Framfærslan hefur líka áhrif á þenslutímum því þegar atvinnuleysi er lítið hefur það sýnt sig að þá dregur úr fyrirspurnum um fjárfestingar í nýsköpun. „Annað sem hefur áhrif í þessu ferli er óttinn við að mistakast eða gera mistök. Það er mjög eðlileg tilfinning og sú hugsun sækir líklega að öllum sem hefja fyrirtækjarekstur. Það fylgir því alltaf áhætta og óvissa að stofna fyrirtæki. Ávinningurinn getur þó verið mikill en það sem er enn mikilvægara er reynslan sem skapast. Mistök þurfa þannig ekki að þýða endalok verkefnisins heldur á að nýta þau sem lærdóm og þekkingu fyrir það sem maður gerir síðar meir,“ segir Huld og bætir við: „Allir þeir sem hafa náð árangri hafa gert einhvers mistök á leiðinni en nýtt þau mistök sem dýrmæta lexíu.“ Huld hvetur fólk þó til að láta ekki deigan síga með góðar hugmyndir. Stuðningskerfið á Íslandi sé gott fyrir nýsköpunarverkefni og margt í boði. Þar má nefna nýsköpunarhraðla hjá t.d. Icelandic Startups, ráðgjöf sem Nýsköpunarmiðstöð hefur veitt, styrkir Tækniþróunarsjóðs og Rannís, endurgreiðslur á þróunarkostnaði o.fl. Þá segir Huld fjölbreytta flóru til staðar af fjárfestingarsjóðum, sjálfstæðum fjárfestum og bönkum sem vilja fjárfesta í áhugaverðum nýsköpunarverkum. Lífeyrissjóðirnir séu einnig mikilvægur hlekkur í þessari keðju. Það er vissulega jákvætt að sjá að þeir sem ýmist lenda í atvinnuleysi eða finna fyrir samdrætti látu ekki deigan síga heldur reyni að skapa eitthvað nýtt, finni ný viðskiptatækifæri eða láti loks gamlan draum rætast um að fara í þau verkefni sem viðkomandi hefur dreymt um.“ Að þessu sögðu, segir Huld þó mikilvægt að muna að framgangur eftir kreppu tekur tíma. „Fyrirtæki sem eru stofnuð eftir t.d. bankahrun þurfa tíma til að ná fótfestu og fjármögnun. Það getur líka tekið tíma að mynda viðskiptasambönd og koma vöru eða þjónustulausn á framfæri þannig að hún skapi tekjur. Þess vegna er mikilvægt að fjárfesta þolinmóðu fjármagni í nýsköpunarverkefnum en að sama skapi þarf að búa til aðra hvata fyrir fólk til að ráðast í þannig verkefni,“ segir Huld. Fjárfestingar í nýsköpun þurfa því að felast í þolinmóðu fjármagni því nýsköpun er langhlaup. Fólk veigrar sér við nýsköpun m.a. vegna þess að óttinn við mistök er svo mikill. Huld bendir hins vegar á að allir sem hafa náð miklum árangri, gerðu mörg mistök á leiðinni. Stóra málið er læra af mistökunum.Vísir/Vilhelm Mikil verðmætasköpun Í því árferði sem nú er hefur umræðan um sköpun nýrra starfa aukist. Sem dæmi um ávinning nýsköpunar í þessu má nefna þau störf sem Nýsköpunarsjóður getur talið af sínum fjárfestingum. Sjóðurinn hefur fjárfest í um 160 fyrirtækjum frá stofnun. Tekjur þeirra félaga sem nú eru í eignasafni sjóðsins eru tæpir fimm milljarðar króna og um 75% af þeim eru útflutningstekjur. „Um 400 manns starfa hjá þessum fyrirtækjum. Þetta eru aðeins fyrirtæki sem eru að hluta til í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og þá eru ótalin fyrirtæki eigu annarra, s.s. Frumtaks, Eyris og Brunns – en allt eru það sjóðir sem hafa fjárfest myndarlega í nýsköpunarfyrirtækjum,“ segir Huld. Þá segir hún góðar vísbendingar um verðmætasköpun nýsköpunar í ákveðnum greinum. T.d. birtu Samtök iðnaðarins nýlega greiningu á hugverkaiðnaði á Íslandi. Hann skapaði um 13 milljarða króna í gjaldeyristekjur í fyrra eða 10% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. „Það er gert ráð fyrir því að greinin skapi um 140 milljarða í gjaldeyristekjur á þessu ári eða tæp 15% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar,“ segir Huld. Huld segir ástæðu til að taka hugverkaiðnaðinn sérstaklega út því flest verkefni byrja þannig. „Það sem er ekki síður áhugavert er að hugverkaiðnaðurinn skapar hálaunastörf og ef fer sem horfir mun þeim störfum fjölga enn frekar,“ segir Huld. Þá bendir Huld á að það eru ekki aðeins lítil sprotafyrirtæki sem starfa í nýsköpun. Það eru stór nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi sem leggja stóran hluta tekna í þróun og einnig hefur sjávarútvegurinn á Íslandi staðið sig mjög vel í nýsköpun. Við sjáum til dæmis mikla nýsköpun eiga sér stað meðal stórfyrirtækja í sjávarútvegi, til dæmis hjá Marel og Samherja þó það séu gjörólík fyrirtæki. Nýsköpun Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 „Ekki bara sitja og hugsa heldur standa upp og fara að gera“ Tengslanetið og fjármögnun eru erfiðasti hjallinn fyrir konur í nýsköpun segja þær Fida Abu Libdeh og Sandra Mjöll Jónsdóttir, en þær eru meðal leiðbeinanda AWE viðskiptahraðalsins sem nú stendur til boða á Íslandi. 19. nóvember 2020 07:00 Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Ég held að almenn framfærsla sé helsta áhyggjuefni margra. Við sjáum að mörg sprotafyrirtæki verða til hjá ungu fólki sem enn er í námi, hefur litlar fjárhagslegar skuldbindingar og býr jafnvel í foreldrahúsum. Eldra fólk sem missir vinnuna og fer að huga nýsköpun er oft nauðbeygt að taka fyrsta tilboð sem býðst um starf, til þess að geta mætt sínum fjárhagslegu skuldbindingum. Fjárhagslegt óöryggi er þannig einn stærsti þáttur í því að fólk leggur ekki í að taka slaginn,“ segir Huld. Framfærslan hefur líka áhrif á þenslutímum því þegar atvinnuleysi er lítið hefur það sýnt sig að þá dregur úr fyrirspurnum um fjárfestingar í nýsköpun. „Annað sem hefur áhrif í þessu ferli er óttinn við að mistakast eða gera mistök. Það er mjög eðlileg tilfinning og sú hugsun sækir líklega að öllum sem hefja fyrirtækjarekstur. Það fylgir því alltaf áhætta og óvissa að stofna fyrirtæki. Ávinningurinn getur þó verið mikill en það sem er enn mikilvægara er reynslan sem skapast. Mistök þurfa þannig ekki að þýða endalok verkefnisins heldur á að nýta þau sem lærdóm og þekkingu fyrir það sem maður gerir síðar meir,“ segir Huld og bætir við: „Allir þeir sem hafa náð árangri hafa gert einhvers mistök á leiðinni en nýtt þau mistök sem dýrmæta lexíu.“ Huld hvetur fólk þó til að láta ekki deigan síga með góðar hugmyndir. Stuðningskerfið á Íslandi sé gott fyrir nýsköpunarverkefni og margt í boði. Þar má nefna nýsköpunarhraðla hjá t.d. Icelandic Startups, ráðgjöf sem Nýsköpunarmiðstöð hefur veitt, styrkir Tækniþróunarsjóðs og Rannís, endurgreiðslur á þróunarkostnaði o.fl. Þá segir Huld fjölbreytta flóru til staðar af fjárfestingarsjóðum, sjálfstæðum fjárfestum og bönkum sem vilja fjárfesta í áhugaverðum nýsköpunarverkum. Lífeyrissjóðirnir séu einnig mikilvægur hlekkur í þessari keðju. Það er vissulega jákvætt að sjá að þeir sem ýmist lenda í atvinnuleysi eða finna fyrir samdrætti látu ekki deigan síga heldur reyni að skapa eitthvað nýtt, finni ný viðskiptatækifæri eða láti loks gamlan draum rætast um að fara í þau verkefni sem viðkomandi hefur dreymt um.“ Að þessu sögðu, segir Huld þó mikilvægt að muna að framgangur eftir kreppu tekur tíma. „Fyrirtæki sem eru stofnuð eftir t.d. bankahrun þurfa tíma til að ná fótfestu og fjármögnun. Það getur líka tekið tíma að mynda viðskiptasambönd og koma vöru eða þjónustulausn á framfæri þannig að hún skapi tekjur. Þess vegna er mikilvægt að fjárfesta þolinmóðu fjármagni í nýsköpunarverkefnum en að sama skapi þarf að búa til aðra hvata fyrir fólk til að ráðast í þannig verkefni,“ segir Huld. Fjárfestingar í nýsköpun þurfa því að felast í þolinmóðu fjármagni því nýsköpun er langhlaup. Fólk veigrar sér við nýsköpun m.a. vegna þess að óttinn við mistök er svo mikill. Huld bendir hins vegar á að allir sem hafa náð miklum árangri, gerðu mörg mistök á leiðinni. Stóra málið er læra af mistökunum.Vísir/Vilhelm Mikil verðmætasköpun Í því árferði sem nú er hefur umræðan um sköpun nýrra starfa aukist. Sem dæmi um ávinning nýsköpunar í þessu má nefna þau störf sem Nýsköpunarsjóður getur talið af sínum fjárfestingum. Sjóðurinn hefur fjárfest í um 160 fyrirtækjum frá stofnun. Tekjur þeirra félaga sem nú eru í eignasafni sjóðsins eru tæpir fimm milljarðar króna og um 75% af þeim eru útflutningstekjur. „Um 400 manns starfa hjá þessum fyrirtækjum. Þetta eru aðeins fyrirtæki sem eru að hluta til í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og þá eru ótalin fyrirtæki eigu annarra, s.s. Frumtaks, Eyris og Brunns – en allt eru það sjóðir sem hafa fjárfest myndarlega í nýsköpunarfyrirtækjum,“ segir Huld. Þá segir hún góðar vísbendingar um verðmætasköpun nýsköpunar í ákveðnum greinum. T.d. birtu Samtök iðnaðarins nýlega greiningu á hugverkaiðnaði á Íslandi. Hann skapaði um 13 milljarða króna í gjaldeyristekjur í fyrra eða 10% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. „Það er gert ráð fyrir því að greinin skapi um 140 milljarða í gjaldeyristekjur á þessu ári eða tæp 15% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar,“ segir Huld. Huld segir ástæðu til að taka hugverkaiðnaðinn sérstaklega út því flest verkefni byrja þannig. „Það sem er ekki síður áhugavert er að hugverkaiðnaðurinn skapar hálaunastörf og ef fer sem horfir mun þeim störfum fjölga enn frekar,“ segir Huld. Þá bendir Huld á að það eru ekki aðeins lítil sprotafyrirtæki sem starfa í nýsköpun. Það eru stór nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi sem leggja stóran hluta tekna í þróun og einnig hefur sjávarútvegurinn á Íslandi staðið sig mjög vel í nýsköpun. Við sjáum til dæmis mikla nýsköpun eiga sér stað meðal stórfyrirtækja í sjávarútvegi, til dæmis hjá Marel og Samherja þó það séu gjörólík fyrirtæki.
Nýsköpun Góðu ráðin Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00 „Ekki bara sitja og hugsa heldur standa upp og fara að gera“ Tengslanetið og fjármögnun eru erfiðasti hjallinn fyrir konur í nýsköpun segja þær Fida Abu Libdeh og Sandra Mjöll Jónsdóttir, en þær eru meðal leiðbeinanda AWE viðskiptahraðalsins sem nú stendur til boða á Íslandi. 19. nóvember 2020 07:00 Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Maður þarf að vera undirbúinn fyrir ansi mörg Nei” Í síðustu viku hófst sala í Bandaríkjunum á íslenskum snjallfatnaði fyrir íþróttafólk. Snjallfatnaðurinn er íþróttabolurinn Tyme Wear sem er með innbyggðum nemum. Þessir nemar mæla öndunarrýmd og hreyfingu. 7. desember 2020 07:00
„Ekki bara sitja og hugsa heldur standa upp og fara að gera“ Tengslanetið og fjármögnun eru erfiðasti hjallinn fyrir konur í nýsköpun segja þær Fida Abu Libdeh og Sandra Mjöll Jónsdóttir, en þær eru meðal leiðbeinanda AWE viðskiptahraðalsins sem nú stendur til boða á Íslandi. 19. nóvember 2020 07:00
Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina. 18. nóvember 2020 07:01