Hættan sem blasir við ferðaþjónustunni Þórir Garðarsson skrifar 11. desember 2020 11:00 Í ferðaþjónustu gildir að sjálfsögðu það sama og í öðrum viðskiptum, að mestu tekjurnar skila sér í beinu viðskiptasambandi milli þjónustuveitanda og viðskiptavinar. Með öðrum orðum, að gesturinn kaupi gistinguna, flugfarið, afþreyinguna eða veitingarnar beint af viðkomandi aðila. Að miklu leyti hafa stærri fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu verið í þessari stöðu - að vera frumseljendur þjónustunnar. Það er hagur þeirra og það er hagur þjóðarbúsins. Sá árangur byggist á því að stóru fyrirtækin hafa haft fjárhagslegan styrk til að standa undir sölu og markaðssetningu á neytendamarkaði og þar með getað keppt við stóru alþjóðlegu sölufyrirtækin. En nú eru breyttir tímar, heimsfaraldurinn hefur meira eða minna tæmt alla sjóði íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Meirihluti þeirra hefur verið tekjulítill eða tekjulaus í 9 mánuði og svo verður áfram um skeið. Geta fyrirtækjanna til að setja fjármagn í eigin sölu og markaðsmál er orðin lítil sem engin. Erlend fyrirtæki „eignast“ viðskiptavininn Sú hætta sem þessar aðstæður skapa er að stórir erlendir söluaðilar „eignist“ erlendu viðskiptavinina og yfirtaki neytendamarkaðinn vegna sterkrar stöðu, stærðar og nálægðar á markaði. Að beina viðskiptasambandið rofni. Baráttan um viðskipti ferðamannsins fer fram á netinu. Ef íslensku fyrirtækin hafa ekki fjárhagslega burði til að gera sig gildandi og sýnileg á þeim vettvangi, þá taka erlend ferðaþjónustufyrirtæki við keflinu. Það sem þá gerist er að erlendu fyrirtækin verða ráðandi í viðskiptum ferðamannsins við Ísland. Þau „eignast“ viðskiptavininn. Erlend stórfyrirtæki gleypa markaðinn Einhver kynni að spyrja hvort það sé ekki bara besta mál að erlend stórfyrirtæki sjái um markaðssetninguna, söluna og útvegi íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum viðskipti. Svarið er einfaldlega nei og vítin í þeim efnum eru til að varast þau. Samkvæmt skýrslu World Tourism Organization fara allt að 80% af allri veltu í ferðaþjónustu á heimsvísu til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þessi þróun hefur leitt til þess að arður, tekjuskattur og stór hluti virðisauka af ferðaþjónustunni endar hjá fyrirtækjum sem eru með uppruna sinn í því landi sem ferðamaðurinn kemur frá eða í skattaskjóli. Ekki í löndunum sem ferðamaðurinn heimsækir. Undirverktakar á undirboðsmarkaði Þetta er hættan sem blasir við íslensku ferðaþjónustunni. Að íslensku fyrirtækin verði undirverktakar erlendra sölufyrirtækja sem munu etja þeim saman til að fá sem mestan hagnað í eigin vasa. Gæðin munu víkja fyrir hagnaði. Ferðamaðurinn fær takmarkaðar upplýsingar um hver er þjónustuaðilinn á Íslandi og valið snýst um verðið sem í boðið er. Á vinsælum ferðamannastöðum um allan heim hafa erlend stórfyrirtæki jafnt og þétt yfirtekið atvinnugreinina. Í Thailandi fara 70% af tekjum af ferðamönnum til erlendra fyrirtækja og á karabísku eyjunum 80% samkvæmt sömu skýrslu WTO. Sama er að segja um Grænhöfðaeyjar, þar sem ég var í heimsókn fyrir ári síðan. Þetta gerist í krafti þess að markaðssetning og sala til ferðamannsins fer fram í þeirra eigin heimalandi. Sölufyrirtækin þar eiga viðskiptavininn og þar með eiga þau virðiskeðjuna alla leið. Ríkisherferðin skapar áhuga en það er ekki nóg Íslenska ríkið fjármagnar birtingar á almennum auglýsingum um Ísland á erlendum vettvangi fyrir á annan milljarð króna undir verkefnaheitinu „Saman í sókn“. Vafalítið mun sú auglýsingaherferð skapa áhuga og skila ferðamönnum hingað. Ferðamaðurinn sem ætlar til Íslands beinir viðskiptunum hins vegar ekki til íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja ef hann finnur þau ekki vegna þess að þau hafa ekki fjármagn til að vera saman í þeirri sókn. Þessi staða er mikið áhyggjuefni enda um gríðarlega mikla hagsmuni að ræða, ekki aðeins fyrir íslensku fyrirtækin heldur þjóðarbúið allt. Það þarf viðspyrnu alla leið og það er ávinningur fyrir alla Þau áform um viðspyrnustyrki sem liggja fyrir Alþingi duga ekki í þessum aðstæðum. Frumvarpið um viðspyrnustyrki mætti frekar kalla frumvarp um rekstrarstyrki, enda um lágar upphæðir að ræða til margra rekstraraðila í mörgum atvinnugreinum. En fyrir marga þeirra skiptir styrkurinn miklu máli. Ef ekki á illa að fara þarf að veita alvöru viðspyrnustyrki til þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem hafa verið umsvifamest í sölu og markaðssetningu á neytendamarkaði erlendis. Þau þurfa að geta verið sýnileg og hafa fjármagn til sækja fram. Það er ekki nóg að þau haldi sjó og bíði eftir viðskiptavininum. Þetta eru fyrirtækin sem hafa dregið vagninn í þessum efnum. Þetta þurfa að vera beinir styrkir til fyrirtækjanna, því þau vita best sjálft hvar árangursríkast er að bera niður. Hættan er raunveruleg, að íslensk ferðaþjónusta missi forræði á viðskiptasambandinu við gestinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í ferðaþjónustu gildir að sjálfsögðu það sama og í öðrum viðskiptum, að mestu tekjurnar skila sér í beinu viðskiptasambandi milli þjónustuveitanda og viðskiptavinar. Með öðrum orðum, að gesturinn kaupi gistinguna, flugfarið, afþreyinguna eða veitingarnar beint af viðkomandi aðila. Að miklu leyti hafa stærri fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu verið í þessari stöðu - að vera frumseljendur þjónustunnar. Það er hagur þeirra og það er hagur þjóðarbúsins. Sá árangur byggist á því að stóru fyrirtækin hafa haft fjárhagslegan styrk til að standa undir sölu og markaðssetningu á neytendamarkaði og þar með getað keppt við stóru alþjóðlegu sölufyrirtækin. En nú eru breyttir tímar, heimsfaraldurinn hefur meira eða minna tæmt alla sjóði íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Meirihluti þeirra hefur verið tekjulítill eða tekjulaus í 9 mánuði og svo verður áfram um skeið. Geta fyrirtækjanna til að setja fjármagn í eigin sölu og markaðsmál er orðin lítil sem engin. Erlend fyrirtæki „eignast“ viðskiptavininn Sú hætta sem þessar aðstæður skapa er að stórir erlendir söluaðilar „eignist“ erlendu viðskiptavinina og yfirtaki neytendamarkaðinn vegna sterkrar stöðu, stærðar og nálægðar á markaði. Að beina viðskiptasambandið rofni. Baráttan um viðskipti ferðamannsins fer fram á netinu. Ef íslensku fyrirtækin hafa ekki fjárhagslega burði til að gera sig gildandi og sýnileg á þeim vettvangi, þá taka erlend ferðaþjónustufyrirtæki við keflinu. Það sem þá gerist er að erlendu fyrirtækin verða ráðandi í viðskiptum ferðamannsins við Ísland. Þau „eignast“ viðskiptavininn. Erlend stórfyrirtæki gleypa markaðinn Einhver kynni að spyrja hvort það sé ekki bara besta mál að erlend stórfyrirtæki sjái um markaðssetninguna, söluna og útvegi íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum viðskipti. Svarið er einfaldlega nei og vítin í þeim efnum eru til að varast þau. Samkvæmt skýrslu World Tourism Organization fara allt að 80% af allri veltu í ferðaþjónustu á heimsvísu til alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þessi þróun hefur leitt til þess að arður, tekjuskattur og stór hluti virðisauka af ferðaþjónustunni endar hjá fyrirtækjum sem eru með uppruna sinn í því landi sem ferðamaðurinn kemur frá eða í skattaskjóli. Ekki í löndunum sem ferðamaðurinn heimsækir. Undirverktakar á undirboðsmarkaði Þetta er hættan sem blasir við íslensku ferðaþjónustunni. Að íslensku fyrirtækin verði undirverktakar erlendra sölufyrirtækja sem munu etja þeim saman til að fá sem mestan hagnað í eigin vasa. Gæðin munu víkja fyrir hagnaði. Ferðamaðurinn fær takmarkaðar upplýsingar um hver er þjónustuaðilinn á Íslandi og valið snýst um verðið sem í boðið er. Á vinsælum ferðamannastöðum um allan heim hafa erlend stórfyrirtæki jafnt og þétt yfirtekið atvinnugreinina. Í Thailandi fara 70% af tekjum af ferðamönnum til erlendra fyrirtækja og á karabísku eyjunum 80% samkvæmt sömu skýrslu WTO. Sama er að segja um Grænhöfðaeyjar, þar sem ég var í heimsókn fyrir ári síðan. Þetta gerist í krafti þess að markaðssetning og sala til ferðamannsins fer fram í þeirra eigin heimalandi. Sölufyrirtækin þar eiga viðskiptavininn og þar með eiga þau virðiskeðjuna alla leið. Ríkisherferðin skapar áhuga en það er ekki nóg Íslenska ríkið fjármagnar birtingar á almennum auglýsingum um Ísland á erlendum vettvangi fyrir á annan milljarð króna undir verkefnaheitinu „Saman í sókn“. Vafalítið mun sú auglýsingaherferð skapa áhuga og skila ferðamönnum hingað. Ferðamaðurinn sem ætlar til Íslands beinir viðskiptunum hins vegar ekki til íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja ef hann finnur þau ekki vegna þess að þau hafa ekki fjármagn til að vera saman í þeirri sókn. Þessi staða er mikið áhyggjuefni enda um gríðarlega mikla hagsmuni að ræða, ekki aðeins fyrir íslensku fyrirtækin heldur þjóðarbúið allt. Það þarf viðspyrnu alla leið og það er ávinningur fyrir alla Þau áform um viðspyrnustyrki sem liggja fyrir Alþingi duga ekki í þessum aðstæðum. Frumvarpið um viðspyrnustyrki mætti frekar kalla frumvarp um rekstrarstyrki, enda um lágar upphæðir að ræða til margra rekstraraðila í mörgum atvinnugreinum. En fyrir marga þeirra skiptir styrkurinn miklu máli. Ef ekki á illa að fara þarf að veita alvöru viðspyrnustyrki til þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem hafa verið umsvifamest í sölu og markaðssetningu á neytendamarkaði erlendis. Þau þurfa að geta verið sýnileg og hafa fjármagn til sækja fram. Það er ekki nóg að þau haldi sjó og bíði eftir viðskiptavininum. Þetta eru fyrirtækin sem hafa dregið vagninn í þessum efnum. Þetta þurfa að vera beinir styrkir til fyrirtækjanna, því þau vita best sjálft hvar árangursríkast er að bera niður. Hættan er raunveruleg, að íslensk ferðaþjónusta missi forræði á viðskiptasambandinu við gestinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun