Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 09:11 Trump segir niðurstöðu réttarins vonbrigði. Hæstiréttur hafi brugðist. Getty/Al drago Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Lögsóknin snerist um úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin og var studd af Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur hafði hann kallað málið „það stóra“ og vonaðist til að Hæstiréttur myndi fallast á kröfuna, með þeim afleiðingum að Biden myndi missa meirihluta sinn og tryggja þannig áframhaldandi embættissetu Trumps. Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé ekki réttur Texas-ríkis að lögsækja ríkin, enda hefði ekki verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu um hvernig önnur ríki Bandaríkjanna framkvæma kosningar að því er fram kemur í frétt AP. Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum á Twitter-síðu sinni og sagði Hæstarétt hafa brugðist. „Engin viska, ekkert hugrekki,“ skrifaði hann eftir að niðurstaða var ljós. The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Sjálfur hefur Trump skipað þrjá Hæstaréttardómara í forsetatíð sinni. Fyrst Neil Gorsuch árið 2017, Brett Kavanaugh árið 2018 og síðast Amy Coney Barrett í september á þessu ári eftir að Ruth Bader Ginsburg lést í september. Meirihluti réttarins var því nú á íhaldssamari væng stjórnmálanna, eða sex af níu. Enginn þeirra dómara sem Trump skipaði hefur skilað sératkvæði í málum sem snúa að kosningunum, en tvö mál hafa komið til kasta dómstólsins í vikunni með litlum árangri fyrir repúblikana. Trump segir málinu hafa verið „kastað frá“ án þess að dómurinn hafi svo mikið sem litið á þær „fjölmörgu ástæður“ sem færðar voru fram. ....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Lögsóknin snerist um úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin og var studd af Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur hafði hann kallað málið „það stóra“ og vonaðist til að Hæstiréttur myndi fallast á kröfuna, með þeim afleiðingum að Biden myndi missa meirihluta sinn og tryggja þannig áframhaldandi embættissetu Trumps. Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé ekki réttur Texas-ríkis að lögsækja ríkin, enda hefði ekki verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu um hvernig önnur ríki Bandaríkjanna framkvæma kosningar að því er fram kemur í frétt AP. Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum á Twitter-síðu sinni og sagði Hæstarétt hafa brugðist. „Engin viska, ekkert hugrekki,“ skrifaði hann eftir að niðurstaða var ljós. The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Sjálfur hefur Trump skipað þrjá Hæstaréttardómara í forsetatíð sinni. Fyrst Neil Gorsuch árið 2017, Brett Kavanaugh árið 2018 og síðast Amy Coney Barrett í september á þessu ári eftir að Ruth Bader Ginsburg lést í september. Meirihluti réttarins var því nú á íhaldssamari væng stjórnmálanna, eða sex af níu. Enginn þeirra dómara sem Trump skipaði hefur skilað sératkvæði í málum sem snúa að kosningunum, en tvö mál hafa komið til kasta dómstólsins í vikunni með litlum árangri fyrir repúblikana. Trump segir málinu hafa verið „kastað frá“ án þess að dómurinn hafi svo mikið sem litið á þær „fjölmörgu ástæður“ sem færðar voru fram. ....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35
27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51