Vísir greindi nýverið frá því að vegna kórónuveirunnar væri Commedores-lið Vanderbilt-háskólans í vandræðum með að fylla leikmannahóp sinn fyrir komandi leik.
Um er að ræða lið skólans sem leikur amerískan fótbolta sem gengur nær eingöngu undir nafninu NFL en þar er um að ræða atvinnumannadeild Bandaríkjamanna í íþróttinni.
Góð ráð voru dýr og var leitað til markvarðar knattspyrnufélags skólans. Það er kvennaliðsins þar sem skólinn er ekki með karlalið.
Sarah Fuller, markvörður greip tækifærið – mætti á nokkrar æfingar og lék svo sinn fyrsta leik sem sparkari skömmu síðar. Þar með varð hún fyrsti kvenmaðurinn til að leika í áðurnefndri Power Five-deild en það er ein af fimm sterkustu deildum háskólaboltans.
Í nótt varð Fuller svo fyrst kvenna til að skora stig í Power-Five deild. Hún skoraði aukastig eftir að Commodores höfðu skorað snerti mark seint í fyrsta leikhluta og jafnaði þar með leikinn í 7-7.
„Ég var mjög spennt. Var svo ánægð með að við hefðum skorað snertimark og ég var tilbúin að fara út á völl og gera það sem ég geri best,“ sagði Fuller eftir leikinn.
Sarah Fuller makes History
— NBC Sports (@NBCSports) December 12, 2020
She becomes the first woman to score in a Power 5 college football game.
( @SECNetwork)pic.twitter.com/jStN4tWqKj
Commodores máttu þó þola enn eitt tapið en liðið hefur ekki enn unnið leik á leiktíðinni. Liðið getur þó ef til vill huggað sig við það að einn leikmaður þess hefur nú skráð sig tvisvar á spjöld sögunnar.