Tíu starfsmenn Efnagreininga NMÍ flytjast til Hafró Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 13:14 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra tilkynnti fyrr á árinu að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður. Vísir/Vilhelm Tíu starfsmenn, verkefni og tækjabúnaður Efnagreininga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands munu flytjast til Hafrannsóknastofnunar. Tengist það því að til stendur að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð um áramótin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samkomulag þessa efnis við Hafrannsóknastofnun. Í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmönnum Efnagreiningar, sem eru tíu, hafi verið boðin vinna hjá Hafró. Sé gert ráð fyrir að allir muni þeir færa sig yfir. Verkefnum NMÍ fundinn staður annars staðar Ráðherra nýsköpunarmála tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin hefur sinnt fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum og sagði ráðherra að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að ráðist sé í flutning verkefna Efnagreiningar að undangengnu mati á samlegðaráhrifum þess að Hafrannsóknastofnun taki við starfseminni. „Með þessu viljum við ná fram aukinni samþættingu og samvinnu hvað varðar söfnun sýna, nýtingu tækja og aðstöðu, innleiðingu gæðastjórnunarferla, auk rekstrarlegs ávinnings. Þetta er góð niðurstaða sem mun styrkja rannsóknir og prófanir á sviði efnamælinga umtalsvert, ekki síst mælinga á sviði umhverfisvöktunar,“ segir Þórdís Kolbrún. Með sameiningunni mun Hafrannsóknastofnun taka við framkvæmd þeirra þjónustumælinga sem Efnagreiningar bjóða upp á í dag, taka við tækjabúnaði Efnagreininga og vinna að því að þær mælingar og prófanir sem færast til stofnunarinnar verði aðlagaðar að alþjóðlegum gæðastöðlum og ferlum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Vinnumarkaður Stjórnsýsla Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samkomulag þessa efnis við Hafrannsóknastofnun. Í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að starfsmönnum Efnagreiningar, sem eru tíu, hafi verið boðin vinna hjá Hafró. Sé gert ráð fyrir að allir muni þeir færa sig yfir. Verkefnum NMÍ fundinn staður annars staðar Ráðherra nýsköpunarmála tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin hefur sinnt fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum og sagði ráðherra að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að ráðist sé í flutning verkefna Efnagreiningar að undangengnu mati á samlegðaráhrifum þess að Hafrannsóknastofnun taki við starfseminni. „Með þessu viljum við ná fram aukinni samþættingu og samvinnu hvað varðar söfnun sýna, nýtingu tækja og aðstöðu, innleiðingu gæðastjórnunarferla, auk rekstrarlegs ávinnings. Þetta er góð niðurstaða sem mun styrkja rannsóknir og prófanir á sviði efnamælinga umtalsvert, ekki síst mælinga á sviði umhverfisvöktunar,“ segir Þórdís Kolbrún. Með sameiningunni mun Hafrannsóknastofnun taka við framkvæmd þeirra þjónustumælinga sem Efnagreiningar bjóða upp á í dag, taka við tækjabúnaði Efnagreininga og vinna að því að þær mælingar og prófanir sem færast til stofnunarinnar verði aðlagaðar að alþjóðlegum gæðastöðlum og ferlum, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Stjórnsýsla Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira