Opið bréf til Jon Bon Jovi Arna Pálsdóttir skrifar 15. desember 2020 09:30 Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég er einn mesti aðdáandi ´90 rokkballaða sem fyrir finnst. Einn af þeim sem trónir á toppnum þegar kemur að dramatískum slögurum frá níunda og tíunda áratugnum er Jon Bon Jovi. Það er eitthvað við dramatíkina sem ég gjörsamlega elska. Lögin eru heilu og hálfu handritin af örvæntingu og kvöl ungs manns sem grætur ástina sem hann eitt sinn átti en hefur nú misst. Svona tónlist er ekki lengur búin til. Í dag ná lög varla þremur heilum mínútum. Alvöru ´90 ballaða er rétt að byrja á þriðju mínútu. Við mægður förum oft í leik þegar við erum allar saman í bíl. Allir mega velja eitt lag og enginn má kvarta. Þegar þær eru allar búnar að velja sín lög er komið að mér. Að sjálfsögðu verður einhver sígild rokkballaða fyrir valinu sem nær góðum 6-10 mínútum. Það þýðir ekkert fyrir þær að kvarta, reglurnar eru skýrar. Ég á fjórar dætur og stundum þegar ég er alveg að bugast heima hjá mér segi ég við eldri dætur mínar að ég þurfti aðeins að skreppa og bið þær að passa þessar yngri. En ég þarf ekkert að fara neitt, ég er bara að fara að keyra um með tónlist í botni og öskursyngja. Þessum bílferðum hefur fjölgað á þessum síðustu og verstu tímum. Maður vinnur heima alla daga, mannleg samskipti fara flest fram í gegnum tölvuskjá og ofan á þetta allt saman koma unglingarnir heim úr skólanum fyrir hádegi og halda að ég sé þernan sem við höfum aldrei haft. Ég kemst ekki í ræktina! Get ekki farið í vinnuna! Fæ ekki tíma í klippingu! Ofan á þetta allt saman er ég ekki að borga af einni einustu utanlandsferð sem ég er þegar búin að gleyma því ég er að plana þá næstu! Þetta er bara allt svo erfitt. Ein af mínum uppáhalds ballöðum með Jon Bon Jovi er lagið I´ll be there for you frá árinu 1988. Það er eitthvað við dramatíkina og kvölina sem fær mig til að kikna í hnjánum. Það sem ég held þó mest upp á í laginu eru loforð mannsins um bót og betrun. Ég mæli með að þið keyrið lagið í gang áður en lengra er haldið. Þvílíkur moli. Ég sé týpuna svo vel fyrir mér. Síðhærður ungur maður (þetta var jú níundi áratugurinn), búinn að vera drukkinn frá því hann lauk grunnnámi, haldandi framhjá og eflaust ekki að velta fyrir sér aðstæðum á vinnumarkaði. Konan er farin og það er allt á niðurleið hjá okkar manni. Hann viðurkennir fúslega í laginu að hann hafi aldrei verið til staðar fyrir konuna sína og í raun verið alveg glataður í alla staði. En núna, núna (!), mun þetta allt breytast – af því núna, er hún farin. Við nánari skoðun er ekki að finna heila brú í þessum loforðum, hann skýtur langt yfir markið og manni finnst afskaplega hæpið að hann muni geta staðið við yfirlýst fyrirheit. Örvænting á það til að kosta okkur skynsemina. Við erum tilbúin að hugsa, segja og gera hvað sem er til að gera tilveruna betri. Við nálgumst þolmörkin í baráttu okkar við kórónuveiruna. Þetta er orðið svo ógeðsleg erfitt. Árið 2020 er orðin örvæntingafull og sjúklega löng ´90 rokkballaða. Þegar maður heldur að lagið sé að verða búið þá er bara næsti kafli að byrja sem er oftar en ekki dramatískari en sá sem var á undan (og gítarleikarinn er kominn upp á eitthvað fjall, ber að ofan, að spila sóló). Við erum Jon Bon Jovi og stelpan í laginu er lífið sem við áttum fyrir covid og tókum sem sjálfsögðu. Við eigum ekkert í hendi nema líðandi stund og ákvarðanir okkar. Förum vel með það sem við eigum. Týnum ekki skynseminni í örvæntingunni. Betri tíð er handan við hornið! Kæri Jon Bon Jovi. Þú þarft ekki að stela sólinni, breyta þér í vín eða deyja fyrir ástina. Vertu raunsær. Kona vill mann sem er heiðarlegur og til staðar. Fáðu þér vinnu, hættu að drekka og síðast en ekki síst, ekki vera deli. Höfundur er lögfræðingur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun