Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 11:30 Bogdan Kowalczyk í viðtali við Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi samstarfsmann sinn. vísir/pjetur Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi eins og við þekkjum hann flest, sagði sögur af pólska handboltaþjálfaranum Bogdan Kowalczyk þegar hann mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag. Strákarnir spurðu Guðjón meðal annars af því hver væri besti íslenski handboltamaðurinn sem hann hefur séð í yngri flokkum á Íslandi. Gaupi nefndi þrjá leikmenn og sagði líka skemmtilega sögu af einum þeirra. „Þú þjálfaðir lengi í yngri flokkunum og hefur fylgst með yngri flokkum ansi lengi. Hver er besti yngri flokka leikmaður sem þú hefur séð á Íslandi,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. Hrikalega erfið spurning „Þetta er hrikalega erfið spurning,“ sagði Guðjón Guðmundsson en nefndi fyrst Bjarka Sigurðsson sem kom upp í Víkingi á níunda áratugnum og komst alla leið í úrvalsliðið á HM í Svíþjóð 1993. „Hann hafði aldrei æft handbolta þegar hann kom á fyrstu æfinguna sextán ára gamall. Það þurfti að ná í Bogdan Kowalczyk niður á kaffistofu upp í Réttarholtsskóla til að benda honum á það að það væri strákur á æfingu þarna uppi sem gæti allt og væri örvhentur og ógeðslega flinkur,“ sagði Guðjón. Eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man bara eins og þetta hefði gerst í gær vegna þess karlinn hafði ekki mikla trú á þessu en lét nú til leiðast. Hann ætlaði að gefa þessu einhverjar fimm mínútur en ég held að hann hafi horft á hann í rúman klukkutíma. Hann sagði bara: Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Guðjón. Þetta var líklega í kringum 1983. Bjarki var kominn inn í meistaraflokk Víkinga tveimur árum síðar og inn í íslenska landsliðið árið 1987. Bjarki spilaði alls 228 landsleiki og skoraði í þeim 575 mörk. Hann varð Íslandsmeistari bæði Víkingi og Aftureldingu og spilaði einnig sem atvinnumaður í Noregi. Meiðsli settu þó mikinn svip á hans feril. Héðinn var undrabarn Guðjón Guðmundsson nefndi líka tvo leikmenn til viðbótar. „Svo var náttúrulega Héðinn Gilsson sem var undrabarn á sínum. Svo Aron Pálmarsson. Þetta eru þeir sem eru ferskastir í minningunni,“ sagði Guðjón sem rifjaði líka upp æskuárin þegar hann fór í Hálogaland til að horfa á menn eins og Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með handbolta. Ég man eftir því þegar ég var svona sex til sjö ára gamall þegar ég fór á leik í Hálogalandi. Þá man ég eftir leikmönnum eins og Ragnari Jónssyni sem var snillingur og svo náttúrulega Geira Hallsteins sem var séni,“ sagði Guðjón „Við höfum átt alveg gríðarlega mikið af öflugum leikmönnum og þeir eru á leiðinni. Það eru að koma strákar upp sem ég held að eigi eftir að ná í allra fremstu röð,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má heyra allan þáttinn með Gaupa en hann ræðir árin með Bogdan eftir um 34 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Sportið í dag Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi eins og við þekkjum hann flest, sagði sögur af pólska handboltaþjálfaranum Bogdan Kowalczyk þegar hann mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag. Strákarnir spurðu Guðjón meðal annars af því hver væri besti íslenski handboltamaðurinn sem hann hefur séð í yngri flokkum á Íslandi. Gaupi nefndi þrjá leikmenn og sagði líka skemmtilega sögu af einum þeirra. „Þú þjálfaðir lengi í yngri flokkunum og hefur fylgst með yngri flokkum ansi lengi. Hver er besti yngri flokka leikmaður sem þú hefur séð á Íslandi,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. Hrikalega erfið spurning „Þetta er hrikalega erfið spurning,“ sagði Guðjón Guðmundsson en nefndi fyrst Bjarka Sigurðsson sem kom upp í Víkingi á níunda áratugnum og komst alla leið í úrvalsliðið á HM í Svíþjóð 1993. „Hann hafði aldrei æft handbolta þegar hann kom á fyrstu æfinguna sextán ára gamall. Það þurfti að ná í Bogdan Kowalczyk niður á kaffistofu upp í Réttarholtsskóla til að benda honum á það að það væri strákur á æfingu þarna uppi sem gæti allt og væri örvhentur og ógeðslega flinkur,“ sagði Guðjón. Eins og þetta hafi gerst í gær „Ég man bara eins og þetta hefði gerst í gær vegna þess karlinn hafði ekki mikla trú á þessu en lét nú til leiðast. Hann ætlaði að gefa þessu einhverjar fimm mínútur en ég held að hann hafi horft á hann í rúman klukkutíma. Hann sagði bara: Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Guðjón. Þetta var líklega í kringum 1983. Bjarki var kominn inn í meistaraflokk Víkinga tveimur árum síðar og inn í íslenska landsliðið árið 1987. Bjarki spilaði alls 228 landsleiki og skoraði í þeim 575 mörk. Hann varð Íslandsmeistari bæði Víkingi og Aftureldingu og spilaði einnig sem atvinnumaður í Noregi. Meiðsli settu þó mikinn svip á hans feril. Héðinn var undrabarn Guðjón Guðmundsson nefndi líka tvo leikmenn til viðbótar. „Svo var náttúrulega Héðinn Gilsson sem var undrabarn á sínum. Svo Aron Pálmarsson. Þetta eru þeir sem eru ferskastir í minningunni,“ sagði Guðjón sem rifjaði líka upp æskuárin þegar hann fór í Hálogaland til að horfa á menn eins og Ragnar Jónsson og Geir Hallsteinsson. „Ég byrjaði snemma að fylgjast með handbolta. Ég man eftir því þegar ég var svona sex til sjö ára gamall þegar ég fór á leik í Hálogalandi. Þá man ég eftir leikmönnum eins og Ragnari Jónssyni sem var snillingur og svo náttúrulega Geira Hallsteins sem var séni,“ sagði Guðjón „Við höfum átt alveg gríðarlega mikið af öflugum leikmönnum og þeir eru á leiðinni. Það eru að koma strákar upp sem ég held að eigi eftir að ná í allra fremstu röð,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má heyra allan þáttinn með Gaupa en hann ræðir árin með Bogdan eftir um 34 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni