Heimsmarkmiðin og Framsókn eiga samleið Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 17. desember 2020 15:00 Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru algild og aðildarríkin hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra sem er árið 2030. Ísland er þar ekki undanskilið og hafa sífellt fleiri fyrirtæki, samtök og stofnanir innleitt Heimsmarkmiðin í sinni starfsemi. Það hefur hins vegar ekki borið á því að stjórnmálaflokkar á Íslandi hafi á markvissan hátt innleitt Heimsmarkmiðin. Samt sem áður er eðli málsins samkvæmt gríðarlega mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu fremstir í flokki við að tileinka sér Heimsmarkmiðin þar sem áhrif þeirra sem gegna pólitískum embættum á bæði landsvísu og á sveitarstjórnarstigi eru mikil eins og stjórnsýslulög gefa til kynna. Framsóknarflokkurinn hefur tekið þessari mikilvægu áskorun og hófst undirbúningur að innleiðingu Heimsmarkmiðanna innan flokksins í kjölfar haustfundar miðstjórnar flokksins sem fram fór á Akureyri í nóvember 2019 þar sem undirrituð bar upp þá tillögu að flokkurinn myndi hafa Heimsmarkmiðin að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Það var samþykkt samhljóða að hefja þessa vinnu og í kjölfarið voru tveir starfshópar skipaðir innan flokksins, annars vegar um hvort og þá hvernig grundvallarstefnuskrá flokksins samræmdist Heimsmarkmiðunum og svo hins vegar um innleiðingu markmiðanna í starfshætti innan flokksins svo þau verði til hliðsjónar í allri ákvarðanatöku, stefnumótun og framkvæmd innan flokksins sem utan. Hóparnir hafa skilað af sér sinni vinnu sem kynnt var ári eftir að tillagan var samþykkt, á haustfundi miðstjórnar í nóvember sl. Þegar grunnstefna Framsóknarflokksins er borin saman við Heimsmarkmiðin kemur ekki á óvart að mikill samhljómur er þar á milli og tengsl eru þar nú þegar við öll Heimsmarkmiðin á einn eða annan máta. Í 104 ára tilverutíð Framsóknar hafa umhverfis- og jafnréttismál verið í forgrunni og grunnstefin Vinna – Vöxtur – Velferð eiga vel við. Í grundvallarstefnuskrá Framsóknar kemur m.a. fram að Framsókn berst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingnum og hafnar allri mismunun sem gerir greinarmun á fólki. Það samræmist Heimsmarkmiðum nr. 1-6, 10 og 16. Þá kemur fram í stefnuskránni að Framsókn vill skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaðar ekki hagsmuni komandi kynslóða og að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta innlendri stjórn. Það samræmist markmiðum nr. 6-9 og 11–15. Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu mikill samhljómur er nú þegar á milli nýstárlegra Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og grunngilda þessa rótgróna stjórnmálaflokks sem hefur þrátt fyrir háan aldur verið ávallt í takt við tímann og aldrei skorast undan að takast á við þær áskoranir sem eru hverju sinni í samfélaginu. Með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi í fortíð, nútíð og framtíð mun Framsókn áfram vera í fararbroddi til að leita ávallt nýrra leiða til að koma á móts við þær aðstæður sem við búum við hverju sinni með framsækni og lausnamiðaða hugsun að vopni. Höfundur er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sameinuðu þjóðirnar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Heimsmarkmiðin eru algild og aðildarríkin hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra sem er árið 2030. Ísland er þar ekki undanskilið og hafa sífellt fleiri fyrirtæki, samtök og stofnanir innleitt Heimsmarkmiðin í sinni starfsemi. Það hefur hins vegar ekki borið á því að stjórnmálaflokkar á Íslandi hafi á markvissan hátt innleitt Heimsmarkmiðin. Samt sem áður er eðli málsins samkvæmt gríðarlega mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu fremstir í flokki við að tileinka sér Heimsmarkmiðin þar sem áhrif þeirra sem gegna pólitískum embættum á bæði landsvísu og á sveitarstjórnarstigi eru mikil eins og stjórnsýslulög gefa til kynna. Framsóknarflokkurinn hefur tekið þessari mikilvægu áskorun og hófst undirbúningur að innleiðingu Heimsmarkmiðanna innan flokksins í kjölfar haustfundar miðstjórnar flokksins sem fram fór á Akureyri í nóvember 2019 þar sem undirrituð bar upp þá tillögu að flokkurinn myndi hafa Heimsmarkmiðin að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Það var samþykkt samhljóða að hefja þessa vinnu og í kjölfarið voru tveir starfshópar skipaðir innan flokksins, annars vegar um hvort og þá hvernig grundvallarstefnuskrá flokksins samræmdist Heimsmarkmiðunum og svo hins vegar um innleiðingu markmiðanna í starfshætti innan flokksins svo þau verði til hliðsjónar í allri ákvarðanatöku, stefnumótun og framkvæmd innan flokksins sem utan. Hóparnir hafa skilað af sér sinni vinnu sem kynnt var ári eftir að tillagan var samþykkt, á haustfundi miðstjórnar í nóvember sl. Þegar grunnstefna Framsóknarflokksins er borin saman við Heimsmarkmiðin kemur ekki á óvart að mikill samhljómur er þar á milli og tengsl eru þar nú þegar við öll Heimsmarkmiðin á einn eða annan máta. Í 104 ára tilverutíð Framsóknar hafa umhverfis- og jafnréttismál verið í forgrunni og grunnstefin Vinna – Vöxtur – Velferð eiga vel við. Í grundvallarstefnuskrá Framsóknar kemur m.a. fram að Framsókn berst fyrir mannréttindum og virðingu fyrir einstaklingnum og hafnar allri mismunun sem gerir greinarmun á fólki. Það samræmist Heimsmarkmiðum nr. 1-6, 10 og 16. Þá kemur fram í stefnuskránni að Framsókn vill skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaðar ekki hagsmuni komandi kynslóða og að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta innlendri stjórn. Það samræmist markmiðum nr. 6-9 og 11–15. Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu mikill samhljómur er nú þegar á milli nýstárlegra Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og grunngilda þessa rótgróna stjórnmálaflokks sem hefur þrátt fyrir háan aldur verið ávallt í takt við tímann og aldrei skorast undan að takast á við þær áskoranir sem eru hverju sinni í samfélaginu. Með samvinnuhugsjónina að leiðarljósi í fortíð, nútíð og framtíð mun Framsókn áfram vera í fararbroddi til að leita ávallt nýrra leiða til að koma á móts við þær aðstæður sem við búum við hverju sinni með framsækni og lausnamiðaða hugsun að vopni. Höfundur er formaður Landssambands framsóknarkvenna.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar