Jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2020 12:10 Bankasýsla ríkisins hefur á ný mælst til þess að fjármálaráðherra hefji söluferli Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra er jákvæður í garð tillögu Bankasýslunnar um að hefja söluferli á Íslandsbanka. Það sé mikilvægt að draga sig út úr rekstrinum bæði vegna áhættu og til að tryggja samkeppni og fjölbreytt eignar hald. Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra var lagt til að eignarhlutur í Íslandsbanka verði auglýstur til sölu að ákjósanlegast væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi næsta árs. Bankinn verði skráður á markað í kjölfar útboðs. Bankasýslan lagði fram sambærilega tillögu í vor en hún var dregin til baka vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjarni var að loknum ríkisstjórnarfundi spurður út í tillöguna en hún var rædd á fundinum. „Mér líst ágætlega á hana. Við höfum haft það svo sem á prjónunum frá því ríkisstjórnin var mynduð að draga úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu. Hann er sá mesti í Evrópu. Ekkert annað þjóðríki á jafn stóran hlut í sínu fjármálakerfi og íslenska ríkið og ég held að aðstæður hafi verið að þróast vel á þessu ári eða frá því Bankasýslan féll frá því að leggja þetta til vegna Covid faraldursins þá hefur ýmislegt gerst, íslenska hlutabréfavísitalan hefur farið upp um 50%, bankar í Evrópu hafa verið að hækka um rúmlega 30%.“ Það sé fjölmargt sem mæli með skráningu bankans á markað á þessum tímapunkti. „Ég held að það sé líka mikilvægt í öðru samhengi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, bæði vegna áhættu og eins til að tryggja eðlilega samkeppni og fjölbreyttara eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og að lokum þá kemur það sé vel fyrir ríkissjóð við þessar aðstæður, hér er banki sem er með um hundrað og áttatíu milljarða í eigið fé.“ Hann telji að söluandvirðið sé í kringum 140 milljarða miðað við markaðsvirði annarra banka. „Það á svo sem eftir að skýrast allt saman í þessu ferli sem verður þá lagt af stað með núna.“ Aðspurður sagði Bjarni að ekki væri tímabært að úttala sig um stærð þess eignarhlutar sem hann vill selja en á fyrri stigum hafi verið horft til um fjórðungshlutar. Á lengra tímabili sjái Bjarni þó fyrir sér að ríkið losi um allan sinn hlut. „Ég held að það séu góðar líkur á að þetta geti tekist með ágætum stuðningi. Og ég held að það sé stuðningur við það líka í samfélaginu að ríkið eigi ekki að vera leiðandi eigandi að stóru fyrirtækjunum í fjármalarekstri á Íslandi.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra var lagt til að eignarhlutur í Íslandsbanka verði auglýstur til sölu að ákjósanlegast væri að söluferlinu yrði lokið á fyrri helmingi næsta árs. Bankinn verði skráður á markað í kjölfar útboðs. Bankasýslan lagði fram sambærilega tillögu í vor en hún var dregin til baka vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Bjarni var að loknum ríkisstjórnarfundi spurður út í tillöguna en hún var rædd á fundinum. „Mér líst ágætlega á hana. Við höfum haft það svo sem á prjónunum frá því ríkisstjórnin var mynduð að draga úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu. Hann er sá mesti í Evrópu. Ekkert annað þjóðríki á jafn stóran hlut í sínu fjármálakerfi og íslenska ríkið og ég held að aðstæður hafi verið að þróast vel á þessu ári eða frá því Bankasýslan féll frá því að leggja þetta til vegna Covid faraldursins þá hefur ýmislegt gerst, íslenska hlutabréfavísitalan hefur farið upp um 50%, bankar í Evrópu hafa verið að hækka um rúmlega 30%.“ Það sé fjölmargt sem mæli með skráningu bankans á markað á þessum tímapunkti. „Ég held að það sé líka mikilvægt í öðru samhengi að ríkið dragi sig út úr þessum rekstri, bæði vegna áhættu og eins til að tryggja eðlilega samkeppni og fjölbreyttara eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og að lokum þá kemur það sé vel fyrir ríkissjóð við þessar aðstæður, hér er banki sem er með um hundrað og áttatíu milljarða í eigið fé.“ Hann telji að söluandvirðið sé í kringum 140 milljarða miðað við markaðsvirði annarra banka. „Það á svo sem eftir að skýrast allt saman í þessu ferli sem verður þá lagt af stað með núna.“ Aðspurður sagði Bjarni að ekki væri tímabært að úttala sig um stærð þess eignarhlutar sem hann vill selja en á fyrri stigum hafi verið horft til um fjórðungshlutar. Á lengra tímabili sjái Bjarni þó fyrir sér að ríkið losi um allan sinn hlut. „Ég held að það séu góðar líkur á að þetta geti tekist með ágætum stuðningi. Og ég held að það sé stuðningur við það líka í samfélaginu að ríkið eigi ekki að vera leiðandi eigandi að stóru fyrirtækjunum í fjármalarekstri á Íslandi.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Salan á Íslandsbanka Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira