Forsmekkur af Super Bowl í NFL-deildinni í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2020 12:01 Patrick Mahomes með Andy Reid þjálfara. Þeir hafa gert frábæra hluti saman. Vísir/Getty Það verður mjög flottur leikur í NFL-deildinni í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld þegar New Orleans Saints tekur á móti meisturum Kansas City Chiefs. Kansas City Chiefs og New Orleans Saints eru án vafa tvö af bestu liðum NFL-deildarinnar í ár en það hafa þau bæði sýnt með því að vinna tíu leiki í fyrstu þrettán umferðunum. Það er því spennan fyrir leik liðanna í kvöld. Það er ljóst að þau munu ekki geta mæst í úrslitakeppninni fyrr en í fyrsta lagi í sjálfum Super Bowl leiknum í febrúar. Sumir spámenn sjá jafnvel það fyrir sér að þessi leikur í kvöld gæti verið forsmekkur af leik liðanna í Super Bowl í byrjun febrúar á næsta ári. Kansas City Chiefs er nú efsta liðið í Ameríkudeildinni með tólf sigra og aðeins eitt tap en New Orleans Saints er við hlið Green Bay Packers á toppi Þjóðardeildarinnar með tíu sigra og þrjú töp. Best odds to make the Super Bowl:1. Chiefs - 43%2. Saints - 29%3. Packers - 25%4. Steelers - 18% pic.twitter.com/0HMLyTnaVy— PFF (@PFF) December 11, 2020 Meistararnir í Kansas City Chiefs unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi og hafa ekki tapað síðan að liðið lá óvænt á móti Las Vegas Raiders í október. New Orleans Saints var líka á mikilli sigurgöngu og hafði unnið níu leiki í röð þegar kom að leiknum við Philadelphia Eagles um síðustu helgi. Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var að hugsa um að velja Patrick Mahomes í nýliðvalinu 2017 sem eftirmann Drew Brees. Chiefs átti valréttinn á undan og valdi Mahomes. Mahomes hefur síðan umbreyst í besta leikmann deildarinnar og leiddi Kansas City Chiefs til NFL-titilsins á síðustu leiktíð. Drew Brees var þarna 38 ára gamall en hann er enn að spila. Fjöldi rifbeinsbrota hafa hins vegar komið í veg fyrir að Drew Brees hafi spilað undanfarna fjóra leiki Saints-liðsins. Brees er sagður allur að braggast en það var samt búist við því að Sean Payton taki enga áhættu og tefli áfram fram Taysom Hill. Annað hefur komið á daginn því Brees mun spila þennan mikilvæga leik. Since the start of 2018, no team has a better record than the Chiefs and Saints, who have each gone 36-9 and meet on Sunday. pic.twitter.com/CgO6mc30Io— Field Yates (@FieldYates) December 15, 2020 Saints-liðið hefur unnið 3 af 4 leikjum með Taysom Hill sem leikstjórnanda en hann vill miklu frekat hlaupa með boltann sjálfur en að kasta honum fram völlinn og er því í raun algjör andstæða Drew Brees. Frábær vörn og góður hlaupaleikur hafa aftur á móti séð til þess að New Orleans Saints hefur lifað nokkuð góðu lífi án Drew Brees. Stóra prófið er vissulega í kvöld á móti gríðarlega sterku lið meistaranna. Það er alltaf mikil veisla þegar Patrick Mahomes mætir til leiks enda von á bombu í hverri sókn og oftast öruggt að liðið hans skori mikið í sínum leik. We rarely see games as good as Chiefs vs. Saints this late in the season. pic.twitter.com/jRRlmYs7cn— Field Yates (@FieldYates) December 17, 2020 Útsending frá leik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Miami Dolphins og New England Patriots á sömu rás. Útsending frá honum hefst klukkan 17.55. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Kansas City Chiefs og New Orleans Saints eru án vafa tvö af bestu liðum NFL-deildarinnar í ár en það hafa þau bæði sýnt með því að vinna tíu leiki í fyrstu þrettán umferðunum. Það er því spennan fyrir leik liðanna í kvöld. Það er ljóst að þau munu ekki geta mæst í úrslitakeppninni fyrr en í fyrsta lagi í sjálfum Super Bowl leiknum í febrúar. Sumir spámenn sjá jafnvel það fyrir sér að þessi leikur í kvöld gæti verið forsmekkur af leik liðanna í Super Bowl í byrjun febrúar á næsta ári. Kansas City Chiefs er nú efsta liðið í Ameríkudeildinni með tólf sigra og aðeins eitt tap en New Orleans Saints er við hlið Green Bay Packers á toppi Þjóðardeildarinnar með tíu sigra og þrjú töp. Best odds to make the Super Bowl:1. Chiefs - 43%2. Saints - 29%3. Packers - 25%4. Steelers - 18% pic.twitter.com/0HMLyTnaVy— PFF (@PFF) December 11, 2020 Meistararnir í Kansas City Chiefs unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi og hafa ekki tapað síðan að liðið lá óvænt á móti Las Vegas Raiders í október. New Orleans Saints var líka á mikilli sigurgöngu og hafði unnið níu leiki í röð þegar kom að leiknum við Philadelphia Eagles um síðustu helgi. Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var að hugsa um að velja Patrick Mahomes í nýliðvalinu 2017 sem eftirmann Drew Brees. Chiefs átti valréttinn á undan og valdi Mahomes. Mahomes hefur síðan umbreyst í besta leikmann deildarinnar og leiddi Kansas City Chiefs til NFL-titilsins á síðustu leiktíð. Drew Brees var þarna 38 ára gamall en hann er enn að spila. Fjöldi rifbeinsbrota hafa hins vegar komið í veg fyrir að Drew Brees hafi spilað undanfarna fjóra leiki Saints-liðsins. Brees er sagður allur að braggast en það var samt búist við því að Sean Payton taki enga áhættu og tefli áfram fram Taysom Hill. Annað hefur komið á daginn því Brees mun spila þennan mikilvæga leik. Since the start of 2018, no team has a better record than the Chiefs and Saints, who have each gone 36-9 and meet on Sunday. pic.twitter.com/CgO6mc30Io— Field Yates (@FieldYates) December 15, 2020 Saints-liðið hefur unnið 3 af 4 leikjum með Taysom Hill sem leikstjórnanda en hann vill miklu frekat hlaupa með boltann sjálfur en að kasta honum fram völlinn og er því í raun algjör andstæða Drew Brees. Frábær vörn og góður hlaupaleikur hafa aftur á móti séð til þess að New Orleans Saints hefur lifað nokkuð góðu lífi án Drew Brees. Stóra prófið er vissulega í kvöld á móti gríðarlega sterku lið meistaranna. Það er alltaf mikil veisla þegar Patrick Mahomes mætir til leiks enda von á bombu í hverri sókn og oftast öruggt að liðið hans skori mikið í sínum leik. We rarely see games as good as Chiefs vs. Saints this late in the season. pic.twitter.com/jRRlmYs7cn— Field Yates (@FieldYates) December 17, 2020 Útsending frá leik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Miami Dolphins og New England Patriots á sömu rás. Útsending frá honum hefst klukkan 17.55. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira