Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 23:00 Rudy Giuliani og Donald Trump hafa báðir haldið því ítrekað fram að víðtæk kosningasvik hafi átt sér stað, án þess að færa fram nokkrar sannanir. Drew Angerer/Getty Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. Reuters greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu frá framboði Trumps. Þar segir Rudy Giuliani, lögmaður Trumps og fyrrverandi borgarstjóri New York, að framboðið hefði sent réttinum beiðni um að þremur úrskurðum dómstóls í Pennsylvaníu, sem sneru að gildi póstatkvæða í ríkinu, yrði snúið við. „Beiðni framboðsins snýr að því að fá snúið þremur ákvörðunum sem gerðu lítið úr vernd löggjafans í Pennsylvaníu fyrir svindli með póstatkvæðum,“ segir Giuliani meðal annars í yfirlýsingunni. Giuliani sagði þá að með beiðninni leitaði framboðið allra mögulegra leiða til þess að fá úrslitum í ríkinu snúið. Ein þeirra væri að láta löggjafarþing ríkisins, sem stjórnað er af Repúblikanaflokknum, að veita Trump þau 20 kjörmannaatkvæði sem féllu í skaut Joes Biden, mótframbjóðanda forsetans, þegar hann vann ríkið með meira en 80.000 atkvæðum. Joe Biden hafði betur í forsetakosningunum í nóvember.Joshua Roberts/Getty Hæstiréttur áður hafnað því að snúa úrslitunum Reuters hefur eftir Joshua Douglas, prófessor í kosningalögum við háskólann í Kentucky, að útspil framboðs forsetans sé lítilvægt. Telur hann að það muni ekki koma í veg fyrir að Biden verði sá sem sver embættiseið forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. „Hæstiréttur mun slökkva í þessu með hraði,“ segir Douglas. Fyrir rúmri viku hafnaði rétturinn kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Biden vann sigur í öllum ríkjunum. Hæstiréttur vísaði beiðninni frá á þeim forsendum að Texas hefði ekki aðild að málinu, þar sem ekki þótti sýnt fram á lögvarða hagsmuni ríkisins af því að fá niðurstöðu um framkvæmd kosninga í öðrum ríkjum. Skömmu áður hafði Hæstiréttur hafnað beiðni sem fram kom í málsókn Mikes Kelly, þingmanns Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, um að póstatkvæði í Pennsylvaníu yrðu ekki talin. Fleiri viðurkenna sigur Bidens Þann 14. desember síðastliðinn komu kjörmenn hvers ríkis saman og greiddu þeim forsetaframbjóðanda sem vann í ríki þeirra atkvæði sín. Alls tryggði Biden sér 306 kjörmannaatkvæði í kosningunum í upphafi nóvember, en Trump 232. Minnst 270 kjörmannaatkvæði þarf til að tryggja sigur í forsetakosningunum. Æ fleiri valdamiklir Repúblikanar hafa í kjölfarið viðurkennt sigur Bidens í kosningunum. Ber þar hæst að nefna Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Frá því að sigur Bidens var ljós hafði hann ekki viljað viðurkenna úrslitin, en Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli og þess vegna hafi hann tapað kosningunum. Forsetinn hefur þó ekki komið fram með neinar sannanir fyrir staðhæfingum sínum um víðtækt kosningasvindl. Þá hafa lögfræðingar hans heldur ekki getað sannfært dómstóla um að svik og prettir hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Þann 6. janúar næskomandi mun Bandaríkjaþing fara yfir og telja kjörmannaatkvæðin, áður en það staðfestir endanlega úrslit kosninganna. Embættistaka Bidens mun þá fara fram þann 20. janúar 2021. Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Reuters greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu frá framboði Trumps. Þar segir Rudy Giuliani, lögmaður Trumps og fyrrverandi borgarstjóri New York, að framboðið hefði sent réttinum beiðni um að þremur úrskurðum dómstóls í Pennsylvaníu, sem sneru að gildi póstatkvæða í ríkinu, yrði snúið við. „Beiðni framboðsins snýr að því að fá snúið þremur ákvörðunum sem gerðu lítið úr vernd löggjafans í Pennsylvaníu fyrir svindli með póstatkvæðum,“ segir Giuliani meðal annars í yfirlýsingunni. Giuliani sagði þá að með beiðninni leitaði framboðið allra mögulegra leiða til þess að fá úrslitum í ríkinu snúið. Ein þeirra væri að láta löggjafarþing ríkisins, sem stjórnað er af Repúblikanaflokknum, að veita Trump þau 20 kjörmannaatkvæði sem féllu í skaut Joes Biden, mótframbjóðanda forsetans, þegar hann vann ríkið með meira en 80.000 atkvæðum. Joe Biden hafði betur í forsetakosningunum í nóvember.Joshua Roberts/Getty Hæstiréttur áður hafnað því að snúa úrslitunum Reuters hefur eftir Joshua Douglas, prófessor í kosningalögum við háskólann í Kentucky, að útspil framboðs forsetans sé lítilvægt. Telur hann að það muni ekki koma í veg fyrir að Biden verði sá sem sver embættiseið forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. „Hæstiréttur mun slökkva í þessu með hraði,“ segir Douglas. Fyrir rúmri viku hafnaði rétturinn kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Biden vann sigur í öllum ríkjunum. Hæstiréttur vísaði beiðninni frá á þeim forsendum að Texas hefði ekki aðild að málinu, þar sem ekki þótti sýnt fram á lögvarða hagsmuni ríkisins af því að fá niðurstöðu um framkvæmd kosninga í öðrum ríkjum. Skömmu áður hafði Hæstiréttur hafnað beiðni sem fram kom í málsókn Mikes Kelly, þingmanns Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, um að póstatkvæði í Pennsylvaníu yrðu ekki talin. Fleiri viðurkenna sigur Bidens Þann 14. desember síðastliðinn komu kjörmenn hvers ríkis saman og greiddu þeim forsetaframbjóðanda sem vann í ríki þeirra atkvæði sín. Alls tryggði Biden sér 306 kjörmannaatkvæði í kosningunum í upphafi nóvember, en Trump 232. Minnst 270 kjörmannaatkvæði þarf til að tryggja sigur í forsetakosningunum. Æ fleiri valdamiklir Repúblikanar hafa í kjölfarið viðurkennt sigur Bidens í kosningunum. Ber þar hæst að nefna Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Frá því að sigur Bidens var ljós hafði hann ekki viljað viðurkenna úrslitin, en Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli og þess vegna hafi hann tapað kosningunum. Forsetinn hefur þó ekki komið fram með neinar sannanir fyrir staðhæfingum sínum um víðtækt kosningasvindl. Þá hafa lögfræðingar hans heldur ekki getað sannfært dómstóla um að svik og prettir hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Þann 6. janúar næskomandi mun Bandaríkjaþing fara yfir og telja kjörmannaatkvæðin, áður en það staðfestir endanlega úrslit kosninganna. Embættistaka Bidens mun þá fara fram þann 20. janúar 2021.
Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00