Þórir kominn fram úr hinni sigursælu Marit Breivik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 12:01 Það var mjög skemmtilegur svipur á Þóri Hergeirssyni þegar Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyftu bikarnum í mótslok. EPA-EFE/HENNING BAGGER Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson skilaði í gær sjöundu gullverðlaunum í hús hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta eftir sigur norsku stelpnanna í úrslitaleik á móti Frakklandi. Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira