Þórir kominn fram úr hinni sigursælu Marit Breivik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 12:01 Það var mjög skemmtilegur svipur á Þóri Hergeirssyni þegar Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyftu bikarnum í mótslok. EPA-EFE/HENNING BAGGER Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson skilaði í gær sjöundu gullverðlaunum í hús hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta eftir sigur norsku stelpnanna í úrslitaleik á móti Frakklandi. Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Norska liðið vann alla átta leiki sína á Evrópumótinu og þótt að liðið hafi ekki burstað tvo síðustu leikina eins og þá sex fyrstu þá var frammistaða liðsins afar sannfærandi. Með því að vinna sitt sjöunda gull sem aðalþjálfari norska liðsins þá bætti Þórir met Marit Breivik sem vann á sínum tíma sex gull sem þjálfari norska kvennalandsliðsins. GULL Håndballjentene tar sin 8 gullmedalje i EM etter 22-20 seier over Frankrike i dag. Gratulerer så mye! Foto: Bildbyrån pic.twitter.com/fwho4Eg3Ah— Norges Håndballforbund (@NORhandball) December 20, 2020 Það var ekki auðvelt fyrir Þórir Hergeirsson að taka við af Marit Breivik árið 2009 eftir ótrúlega sigurgöngu liðsins undir hennar stjórn og um leið og norska liðið gekk í gegnum kynslóðaskipti. Brevik hafði skilað þrettán verðlaunapeningum í hús á fimmtán árum sínum í starfi. Þórir hefur hins vegar haldið norska liðinu við toppinn á þessum rúma áratug og vann í gær sín elleftu verðlaun á stórmóti sem aðalþjálfari liðsins. Hann og Marit Breivik hafa nú bæði unnið fjögur Evrópumót og eina Ólympíuleika en Þórir hefur gert betur með því að vinna tvö heimsmeistaramót. Hør Marit Breivik og Tonje Sagstuen mimre i ny podkast fra Norsk Tipping. 20 år siden tidenes VM-finale, Tonje og Marits tid med landslaget og tanker rundt det kommende mesterskapet i https://t.co/jXyZ1hxIvw pic.twitter.com/l0ixcQBfv2— Norsk Tipping AS (@NorskTippingAS) November 27, 2019 Það fylgir líka sögunni að Marit Breivik vann fern gullverðlaun með góðri hjálp frá Þóri sem var aðstoðarþjálfari hennar frá 2001 til 2008. Þórir hjálpaði Breivik alls við að vinna sjö af þessum þrettán verðlaunum og er Þórir því búinn að vinna alls átján verðlaun á stórmótum sem annað hvort þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska liðsins. Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 7 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 2 brons (HM 2009, ÓL 2016) Samtals 11 verðlaun Verðlaun Marit Breivik sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 6 gull (EM 1998, HM 1999, EM 2004, EM 2006, ÓL 2008, EM 2008) 5 silfur (EM 1996, HM 1997, HM 2001, EM 2002, HM 2007) 2 brons (EM 1994, ÓL 2000) Samtals 13 verðlaun
EM 2020 í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira