Píratar vilja minnihlutastjórn VG og Framsóknar og kosningar í vor Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. desember 2020 18:31 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fer fram á að fjármálaráðherra segi af sér. Vísir/Vilhelm Píratar segjast tilbúnir til að styðja minnihluta stjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks gegn því að gengið verði til kosninga í vor. Þeir segjast með þessu vera að rétta fram sáttarhönd í kjölfarið á meintum sóttvarnarbrotum fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra var á meðal gesta í Ásmundarsal á Þorláksmessu þegar lögregla leysti upp samkvæmið vegna brota á sóttvörnum. Ráðherrann baðst afsökunar á athæfi sínu í gær og segist ekki hafa áttað sig á fjölda fólks í salnum. Píratar segja frásögn hans ótrúverðuga og eru ósáttir við viðbrögðin. „Mér finnst viðbrögðin hafa einkennst af miklum hroka. Hann neitar að víkja vegna þess að hann telur sig vera að sinna svo mikilvægum verkefnum,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. „Það er bara á Íslandi sem stjórnmálamennirnir eru stærri en verkefnin sem þeir sinna og geta ekki vikið fyrir því. Þetta er eitthvað séríslenskt fyrirbrigði sem á ekki að vera til eftirbreytni.“ Hún segir viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra heldur ekki til fyrirmyndar. Viðbrögðin einkennist af meðvirkni „Þegar kemur að Katrínu og Sigurði Inga að þá finnst mér mjög miður að sjá þeirra viðbrögð en mér sýnist þau einkennast af mikilli meðvirkni með samstarfsfélögum sem hafa endurtekið sýnt af sér óafsakanlega hegðun og ég held að þau séu komin á þennan vegg að þau sjá ekki leið út úr því, en við sjáum að það eru fleiri leiðir færar heldur en að viðhalda þessu ástandi.“ Leiðirnar séu minnihlutastjórn. „Píratar eru til dæmis tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks ef við fáum kosningar í vor og breytingarákvæði í stjórnarskrárinnar í gegn,“ segir Þórhildur Sunna. „Þetta er útrétt sáttarhönd frá okkur til VG og Framsóknarflokks. Samfélagið gengur áfram án Sjálfstæðisflokks. Samfélagið myndi meira að segja ganga áfram ef Bjarni Benediktsson myndi bara víkja sæti en miðað við hans viðbrögð þá reikna ég ekki með því.“ Draga vantrauststillöguna í land Aðspurð út í hugsanlegt vantraust á hendur Bjarna, líkt og flokkurinn hafði lýst yfir, segir hún að það hafi aðeins verið ein tillaga af mörgum. „Miðað við viðbrögð Katrínar og Sigurðar Inga þá er ekki líklegt að sú tillaga beri nokkurn árangur annan en kannski að sýna þjóðinni hversu samtrygging stjórnmálamanna er sterk. Ég veit ekki hvort það myndi gagnast okkur á þessari stundu en við þurfum samstöðu með þjóðinni, ekki samstöðu með Bjarna Benediktssyni gegn hagsmunum þjóðarinnar.“ Flokkurinn geri kröfu um afsögn. „Mér finnst þetta afsagnarsök og mér finnst mjög eðlilegt í lýðræðisríki að Bjarni Benediktsson víki embætti eftir jafn stórfenglegt brot og hann varð uppvís af.“ Bjarni Benediktsson útskýrði sína hlið í gær og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um hversu margir hafi verið í salnum. Hann hafi verið þar í um tíu mínútur þegar lögreglu bar að garði. Eiginkona hans hafi á svipuðum tíma nefnt að fjölgað hefði nokkuð í hópnum á þessum tíma og að þau þyrftu að fara. Bjarni baðst afsökunar og sagði hegðun sína ekki til eftirbreytni. Alþingi Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 26. desember 2020 17:12 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Fjármálaráðherra var á meðal gesta í Ásmundarsal á Þorláksmessu þegar lögregla leysti upp samkvæmið vegna brota á sóttvörnum. Ráðherrann baðst afsökunar á athæfi sínu í gær og segist ekki hafa áttað sig á fjölda fólks í salnum. Píratar segja frásögn hans ótrúverðuga og eru ósáttir við viðbrögðin. „Mér finnst viðbrögðin hafa einkennst af miklum hroka. Hann neitar að víkja vegna þess að hann telur sig vera að sinna svo mikilvægum verkefnum,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. „Það er bara á Íslandi sem stjórnmálamennirnir eru stærri en verkefnin sem þeir sinna og geta ekki vikið fyrir því. Þetta er eitthvað séríslenskt fyrirbrigði sem á ekki að vera til eftirbreytni.“ Hún segir viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra heldur ekki til fyrirmyndar. Viðbrögðin einkennist af meðvirkni „Þegar kemur að Katrínu og Sigurði Inga að þá finnst mér mjög miður að sjá þeirra viðbrögð en mér sýnist þau einkennast af mikilli meðvirkni með samstarfsfélögum sem hafa endurtekið sýnt af sér óafsakanlega hegðun og ég held að þau séu komin á þennan vegg að þau sjá ekki leið út úr því, en við sjáum að það eru fleiri leiðir færar heldur en að viðhalda þessu ástandi.“ Leiðirnar séu minnihlutastjórn. „Píratar eru til dæmis tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks ef við fáum kosningar í vor og breytingarákvæði í stjórnarskrárinnar í gegn,“ segir Þórhildur Sunna. „Þetta er útrétt sáttarhönd frá okkur til VG og Framsóknarflokks. Samfélagið gengur áfram án Sjálfstæðisflokks. Samfélagið myndi meira að segja ganga áfram ef Bjarni Benediktsson myndi bara víkja sæti en miðað við hans viðbrögð þá reikna ég ekki með því.“ Draga vantrauststillöguna í land Aðspurð út í hugsanlegt vantraust á hendur Bjarna, líkt og flokkurinn hafði lýst yfir, segir hún að það hafi aðeins verið ein tillaga af mörgum. „Miðað við viðbrögð Katrínar og Sigurðar Inga þá er ekki líklegt að sú tillaga beri nokkurn árangur annan en kannski að sýna þjóðinni hversu samtrygging stjórnmálamanna er sterk. Ég veit ekki hvort það myndi gagnast okkur á þessari stundu en við þurfum samstöðu með þjóðinni, ekki samstöðu með Bjarna Benediktssyni gegn hagsmunum þjóðarinnar.“ Flokkurinn geri kröfu um afsögn. „Mér finnst þetta afsagnarsök og mér finnst mjög eðlilegt í lýðræðisríki að Bjarni Benediktsson víki embætti eftir jafn stórfenglegt brot og hann varð uppvís af.“ Bjarni Benediktsson útskýrði sína hlið í gær og sagðist ekki hafa verið meðvitaður um hversu margir hafi verið í salnum. Hann hafi verið þar í um tíu mínútur þegar lögreglu bar að garði. Eiginkona hans hafi á svipuðum tíma nefnt að fjölgað hefði nokkuð í hópnum á þessum tíma og að þau þyrftu að fara. Bjarni baðst afsökunar og sagði hegðun sína ekki til eftirbreytni.
Alþingi Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 26. desember 2020 17:12 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 26. desember 2020 17:12
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
Píratar íhuga vantrauststillögu á hendur Bjarna Þingflokkur Pírata hefur til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarna Benedikssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv í dag þar sem haft var eftir Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að vera Bjarna í of fjölmennu samkvæmi á Þorlásmessu sé til þess fallið að rýra traust í garð stjórnmálamanna. 25. desember 2020 13:27