Ungliðahreyfingar bregðast við: UJ skorar á Framsókn og VG að slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 20:58 Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa margar hverjar brugðist við sóttvarnahliðarspori fjármála- og efnahagsráðherra. Nú síðast í dag sendu Ungir jafnaðarmenn frá sér yfirlýsingu en Ragna Sigurðardóttir er formaður Ungra jafnaðarmanna. samsett mynd Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa í dag og undanfarna daga brugðist við vegna þeirrar gagnrýni sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sætt eftir að hann sótti fjölmennt samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þannig hvetja Ungir jafnaðarmenn til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „tafarlaust og leita eftir stuðningi ábyrgra stjórnarandstöðuflokka við minnihlutastjórn fram að næstu Alþingiskosningum sem verði flýtt og haldnar næsta vor.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönnum í dag. Píratar hafa viðrað svipaða hugmynd og kveðjast reiðubúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks og að kosningum verði flýtt fram á vor. Í yfirlýsingu UJ er bent á að bæði Sigurður Ingi og Katrín hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með það að Bjarni hafi á Þorláksmessu sótt samkomu þar sem saman voru komnir fleiri en mega samkvæmt sóttvarnareglum. Engu að síður hafi þau heitið áframhaldandi stuðningi við Bjarna. „Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram á því hvað forsætisráðherra meinar þegar hún segir athæfi Bjarna skaða stjórnarsamstarfið en heitir um leið áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn ennfremur að meðvirkni sé allsráðandi í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins. „Jafnframt er skýrt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi virt sóttvarnarreglur eigin ríkisstjórnar að vettugi og með gjörðum sínum gefa þeir í skyn að reglur sem gilda eiga um almenning telji þeir ekki gilda um sig. Samstarfsflokkar hamra á mikilvægi samstöðu þegar gjörðir ráðherra þeirra senda allt önnur skilaboð,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt er í heild sinni á heimasíðu UJ í dag. Undir yfirlýsinguna ritar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. pic.twitter.com/hEHTcyBrjX— SUF (@ungirframsokn) December 27, 2020 Í yfirlýsingu sem Samband ungra Framsóknarmanna birtir á samfélagsmiðlum í kvöld bregst sambandið einnig við því sem kallað hefur verið sóttvarnahliðarspor Bjarna Benediktssonar. „Kæru Sjallar, þið þurfið ekki að fylgja formanninum ykkar í einu og öllu. Stundum ganga þeir of langt og þá getur verið gott að skipta. Við tölum af reynslu,“ segir í færslu SUF. Þá tóku Ung vinstri græn undir gagnrýni á hendur Bjarna í færslu sem þau birtu á samfélagsmiðlum á aðfangadag og lýstu yfir vantrausti á hendur Bjarna. „Ótækt er að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sýni af sér slíkt dómgreindarleysi og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda eiga um alla þegna samfélagsins,“ segir ennfremur í færslu UVG. Ungir Píratar hafa einnig tjáð sig vegna málsins. Þá hefur Starri Reynisson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar einnig tjáð sig um málið auk þess sem félagsfólk Uppreisnar hefur hvatt sér hljóðs um málið á Twitter og á Instagram. „Í öllum löndum í kringum okkur hefði þetta endað með afsögn. Öllum. Það að ráðherra komist upp með að mæta í 40+ manna partí á tímum þar sem fjölskyldum er bannað að halda jólin saman er óboðlegt. Brotavilji Bjarna í þessu máli er augljós og einbeittur,“ skrifar Starri sem í skilaboðum til fréttastofu segir frekari yfirlýsinga að vænta frá Uppreisn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur þegar þetta er skrifað ekki birt yfirlýsingu vegna málsins á sínum samfélagsmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þannig hvetja Ungir jafnaðarmenn til að mynda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn „tafarlaust og leita eftir stuðningi ábyrgra stjórnarandstöðuflokka við minnihlutastjórn fram að næstu Alþingiskosningum sem verði flýtt og haldnar næsta vor.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ungum jafnaðarmönnum í dag. Píratar hafa viðrað svipaða hugmynd og kveðjast reiðubúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks og að kosningum verði flýtt fram á vor. Í yfirlýsingu UJ er bent á að bæði Sigurður Ingi og Katrín hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með það að Bjarni hafi á Þorláksmessu sótt samkomu þar sem saman voru komnir fleiri en mega samkvæmt sóttvarnareglum. Engu að síður hafi þau heitið áframhaldandi stuðningi við Bjarna. „Engar fullnægjandi skýringar hafa komið fram á því hvað forsætisráðherra meinar þegar hún segir athæfi Bjarna skaða stjórnarsamstarfið en heitir um leið áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þá telja Ungir jafnaðarmenn ennfremur að meðvirkni sé allsráðandi í samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins. „Jafnframt er skýrt að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi virt sóttvarnarreglur eigin ríkisstjórnar að vettugi og með gjörðum sínum gefa þeir í skyn að reglur sem gilda eiga um almenning telji þeir ekki gilda um sig. Samstarfsflokkar hamra á mikilvægi samstöðu þegar gjörðir ráðherra þeirra senda allt önnur skilaboð,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni sem birt er í heild sinni á heimasíðu UJ í dag. Undir yfirlýsinguna ritar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. pic.twitter.com/hEHTcyBrjX— SUF (@ungirframsokn) December 27, 2020 Í yfirlýsingu sem Samband ungra Framsóknarmanna birtir á samfélagsmiðlum í kvöld bregst sambandið einnig við því sem kallað hefur verið sóttvarnahliðarspor Bjarna Benediktssonar. „Kæru Sjallar, þið þurfið ekki að fylgja formanninum ykkar í einu og öllu. Stundum ganga þeir of langt og þá getur verið gott að skipta. Við tölum af reynslu,“ segir í færslu SUF. Þá tóku Ung vinstri græn undir gagnrýni á hendur Bjarna í færslu sem þau birtu á samfélagsmiðlum á aðfangadag og lýstu yfir vantrausti á hendur Bjarna. „Ótækt er að ráðherra og formaður stjórnmálaflokks sýni af sér slíkt dómgreindarleysi og telji sig ekki þurfa að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda eiga um alla þegna samfélagsins,“ segir ennfremur í færslu UVG. Ungir Píratar hafa einnig tjáð sig vegna málsins. Þá hefur Starri Reynisson, formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar einnig tjáð sig um málið auk þess sem félagsfólk Uppreisnar hefur hvatt sér hljóðs um málið á Twitter og á Instagram. „Í öllum löndum í kringum okkur hefði þetta endað með afsögn. Öllum. Það að ráðherra komist upp með að mæta í 40+ manna partí á tímum þar sem fjölskyldum er bannað að halda jólin saman er óboðlegt. Brotavilji Bjarna í þessu máli er augljós og einbeittur,“ skrifar Starri sem í skilaboðum til fréttastofu segir frekari yfirlýsinga að vænta frá Uppreisn. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur þegar þetta er skrifað ekki birt yfirlýsingu vegna málsins á sínum samfélagsmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira