Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2020 10:33 Einn, tveir og sprauta. Vísir/Vilhelm Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. Samkvæmt forgangsröðun sóttvarnalæknis og reglugerð um forgangsröðun um bólusetningu við COVID-19, er starfsfólki bráðamóttöku í Fossvogi, bráðamóttöku barna, gjörgæsludeilda og COVID-19 göngudeildar boðin bólusetning. Einnig verður starfsfólki sem tók aukavaktir á þessum deildum í þriðju bylgju COVID-19 boðið bólusetning. Frá bólusetningunni í morgun.Vísir/Vilhelm Alls verður um 770 starfsmönnum spítalans boðin bólusetning í fyrstu umferð sem er magnið sem Landspítali fær úthlutað að þessu sinni. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningu þessa hóps á morgun. Hver starfsmaður spítalans á fætur öðrum mætir í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Starfsmaður fær boð um bólusetningu úr bólusetningarkerfi sóttvarnarlæknis með SMS-skilaboðum í farsíma. Starfsmaður mætir svo á þeim tíma sem er tilgreindur í boðinu í Skaftahlíð 24. Gengið er inn um aðalinngang suðurhúss upp við Miklubraut (gamla Tónabæ). Þar er farið niður í kjallara og eftir stuttum gangi inn í matsal þar sem bólusetning fer fram. Algjör grímuskylda er í öllum byggingum Landspítala. Starfsfólk sem framkvæmir bólusetninguna er með sprittbrúsann við höndina.Vísir/Vilhelm Að lokinni bólusetningu þarf starfsmaður að bíða í 15 mínútur til að fylgjast með hvort að ofnæmisviðbrögð vegna bólusetningarinnar geri vart við sig. Gera þarf ráð fyrir að bólusetningarferlið taki 20-30 mínútur. Eftir biðtímann fer starfsmaður út um hurð á matsal í Skaftahlíð. Starfsfólk sýnir við komu boðin sem það fékk í SMS-skilaboðum.Vísir/Vilhelm Landspítalinn býður upp á tíðar skutluferðir frá Fossvogi og Hringbraut til Skaftahlíðar þessa daga. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Samkvæmt forgangsröðun sóttvarnalæknis og reglugerð um forgangsröðun um bólusetningu við COVID-19, er starfsfólki bráðamóttöku í Fossvogi, bráðamóttöku barna, gjörgæsludeilda og COVID-19 göngudeildar boðin bólusetning. Einnig verður starfsfólki sem tók aukavaktir á þessum deildum í þriðju bylgju COVID-19 boðið bólusetning. Frá bólusetningunni í morgun.Vísir/Vilhelm Alls verður um 770 starfsmönnum spítalans boðin bólusetning í fyrstu umferð sem er magnið sem Landspítali fær úthlutað að þessu sinni. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningu þessa hóps á morgun. Hver starfsmaður spítalans á fætur öðrum mætir í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Starfsmaður fær boð um bólusetningu úr bólusetningarkerfi sóttvarnarlæknis með SMS-skilaboðum í farsíma. Starfsmaður mætir svo á þeim tíma sem er tilgreindur í boðinu í Skaftahlíð 24. Gengið er inn um aðalinngang suðurhúss upp við Miklubraut (gamla Tónabæ). Þar er farið niður í kjallara og eftir stuttum gangi inn í matsal þar sem bólusetning fer fram. Algjör grímuskylda er í öllum byggingum Landspítala. Starfsfólk sem framkvæmir bólusetninguna er með sprittbrúsann við höndina.Vísir/Vilhelm Að lokinni bólusetningu þarf starfsmaður að bíða í 15 mínútur til að fylgjast með hvort að ofnæmisviðbrögð vegna bólusetningarinnar geri vart við sig. Gera þarf ráð fyrir að bólusetningarferlið taki 20-30 mínútur. Eftir biðtímann fer starfsmaður út um hurð á matsal í Skaftahlíð. Starfsfólk sýnir við komu boðin sem það fékk í SMS-skilaboðum.Vísir/Vilhelm Landspítalinn býður upp á tíðar skutluferðir frá Fossvogi og Hringbraut til Skaftahlíðar þessa daga.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira