Skriðuföll og smávirkjanir Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 29. desember 2020 14:31 Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón. Samkvæmt skýrslu á vef stjórnarráðsins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kemur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Íslandi: „Langtímamælingar viðrast gefa til kynna að úrkoma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyninu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hitamet eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smávirkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugsanlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þessari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hættan stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kortlagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er undirstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar AFL og ORKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á aðventunni varð skelfileg eyðilegging á Seyðisfirði, aurskriður í kjölfar mikilla rigninga hafa valdið stórkostlegu eignatjóni og má það kallast mildi að ekki varð manntjón. Samkvæmt skýrslu á vef stjórnarráðsins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi frá því í júlí 2008 kemur fram á blaðsíðu 11 í kafla 1.2.3 að úrkomubreytingar verða miklar. Þar segir m.a.: „Á norðlægum svæðum fellur meiri úrkoma en fyrr sem rigning, en minni sem snjór. Mjög víða hefur helliregn aukist, jafnvel á svæðum þar sem dregið hefur úr heildarúrkomu.“ Á síðu 34 í sömu skýrslu segir um úrkomu á Íslandi: „Langtímamælingar viðrast gefa til kynna að úrkoma aukist um 4 til 8% við hlýnun um 1°C.“ Því miður hefur mannkyninu ekki gengið vel að snúa þróun hitastigs á jörðinni til betri vegar. Sífellt fleiri hitamet eru slegin og afleiðingin fyrir okkur hér á Íslandi er aukin úrkoma með aukinni hættu á skriðuföllum eins og þeim sem urðu á Seyðisfirði fyrir jól. Þegar horft er á myndirnar og farveg Búðará slær því niður í hugann hvort að nýta mætti smávirkjanir til að draga úr hættu á skriðuföllum sem þessum. Hugsanlega mætti veita vatni úr hlíðum sem þessari í lón til að þurrka þær upp og slá tvær flugur í einu höggi og byggja flóðvarnir að hluta á því að virkja vatnið sem hættan stafar af. Á vef Orkustofnunar er að finna skýrslu sem Vatnaskil vann fyrir stofnunina um kortlagningu smávirkjanakosta á Austurlandi. Þar er einn af möguleikunum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað Búðará, þar sem hægt er að virkja 326 m fallhæð. Rennslið er ekki mjög mikið en þessi fallhæð er undirstaða þeirra ofurkrafta sem ollu svo miklu tjóni. Þó að uppsett afl sé ekki mikið gæti verið til þess vinnandi að virkja ár sem þessa, ef það getur samhliða þurrkað upp hlíðar sem annars geta farið af stað þegar mikið rignir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar AFL og ORKA.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar