Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 17:39 Donald Trump hefur ekki átt sjö dagana sæla. AP/Susan Walsh Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. „Veik og þreytt „forysta“ repúblikana mun leyfa hinu slæma varnarmálafrumvarpi að fara í gegn,“ sagði forsetinn meðal annars. „Skammarlegur gunguháttur og algjör undirgefni veikgeðja fólks gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum. Semjið um betra frumvarp eða skiptið forystunni út, NÚNA!“ Eftir að hafa haft hreðjatak á þingmönnum Repúblikanaflokksins um langt skeið virðist sem gripið sé að losna. Margir hafa sagt að flokksmönnum sé hollast að vera Trump þóknanlegir, þar sem áhrif hans á ákveðinn hóp kjósenda eru óumdeilanleg og hæfileikar hans til að fylla stríðskisturnar sömuleiðis. Þá gera margir ráð fyrir að hann freisti þess að ná aftur Hvíta húsinu 2024. Nú er forsetinn hins vegar í þeirri undarlegu stöðu að njóta stuðnings demókrata þegar kemur að því að auka fjárhagsaðstoð til almennings í Covid-19 faraldrinum og vera í andstöðu við samflokksmenn sína hvað varðar hermálafrumvarpið. „Getið þið ímyndað ykkur ef repúblikanar stælu forsetakosningum af demókrótum... Allt færi til andskotans,“ tísti forsetinn, sem virðist ekki enn hafa sætt sig við að hafa tapað Hvíta húsinu. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ Weak and tired Republican “leadership” will allow the bad Defense Bill to pass. Say goodbye to VITAL Section 230 termination, your National Monuments, Forts (names!) and Treasures (inserted by Elizabeth “Pocahontas” Warren), 5G, and our great soldiers....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 ....Can you imagine if the Republicans stole a Presidential Election from the Democrats - All hell would break out. Republican leadership only wants the path of least resistance. Our leaders (not me, of course!) are pathetic. They only know how to lose! P.S. I got MANY Senators..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06 Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
„Veik og þreytt „forysta“ repúblikana mun leyfa hinu slæma varnarmálafrumvarpi að fara í gegn,“ sagði forsetinn meðal annars. „Skammarlegur gunguháttur og algjör undirgefni veikgeðja fólks gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum. Semjið um betra frumvarp eða skiptið forystunni út, NÚNA!“ Eftir að hafa haft hreðjatak á þingmönnum Repúblikanaflokksins um langt skeið virðist sem gripið sé að losna. Margir hafa sagt að flokksmönnum sé hollast að vera Trump þóknanlegir, þar sem áhrif hans á ákveðinn hóp kjósenda eru óumdeilanleg og hæfileikar hans til að fylla stríðskisturnar sömuleiðis. Þá gera margir ráð fyrir að hann freisti þess að ná aftur Hvíta húsinu 2024. Nú er forsetinn hins vegar í þeirri undarlegu stöðu að njóta stuðnings demókrata þegar kemur að því að auka fjárhagsaðstoð til almennings í Covid-19 faraldrinum og vera í andstöðu við samflokksmenn sína hvað varðar hermálafrumvarpið. „Getið þið ímyndað ykkur ef repúblikanar stælu forsetakosningum af demókrótum... Allt færi til andskotans,“ tísti forsetinn, sem virðist ekki enn hafa sætt sig við að hafa tapað Hvíta húsinu. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ Weak and tired Republican “leadership” will allow the bad Defense Bill to pass. Say goodbye to VITAL Section 230 termination, your National Monuments, Forts (names!) and Treasures (inserted by Elizabeth “Pocahontas” Warren), 5G, and our great soldiers....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 ....Can you imagine if the Republicans stole a Presidential Election from the Democrats - All hell would break out. Republican leadership only wants the path of least resistance. Our leaders (not me, of course!) are pathetic. They only know how to lose! P.S. I got MANY Senators..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06 Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06
Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent