Grænbók um byggðamál: Fjölgun landsmanna gríðarlega misdreifð milli landshluta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 19:06 Fjölbreytt atvinnulíf er forsenda fólksfjölgunar. Vísir/Vilhelm Á árunum 1998 til 2020 fjölgaði landsmönnum úr 272.381 í 364.134, eða um 33,7 prósent. Fjölgunin dreifðist hins vegar mjög misjafnlega milli landshluta, frá 77,1 prósenta fjölgun á Suðurnesjum niður í 16,7 prósenta fækkun á Vestfjörðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grænbók um byggðamál, sem nú hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila umsögn er til 25. janúar. Í grænbókinin eru veittar upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála og leitast við því að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar helstu áskoranirnar eru til framtíðar. Þróun síðustu áratuga hefur verið sú að í dag búa um 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar má nefna að 36 prósent íbúa Danmerkur búa á Kaupmannahafnarsvæðinu og um 30 prósent íbúa Noregs á Oslóarsvæðinu. Í grænbókinni kemur fram að ákveðin sveitarfélög hafi frá árinu 1998 tapað allt frá fimmtungi til ríflega þriðjungs íbúa. Eitt einkenna svæða sem búið hafa við fækkun eða stöðnun í íbúarfjölda sé skekkt kynjahlutfall, þar sem konur eru í minnihluta og hlutfall kvenna á barneignaraldri lægra en í öðrum aldurshópum. Þá segir að ein af stærri lýðfræðilegu breytingum íslensks samfélags frá aldamótum sé mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna. „Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang var 2,1% 1998, 7,0% 2014, 10,9% 2018, 12,4% 2019 og 13,5% 2020. Þetta hlutfall er þó mjög misjafnt milli landshluta og einstakra sveitarfélaga. Þannig er hlutfallið allt frá 45% þar sem það er hæst niður í rúmt 1% í því sveitarfélagi þar sem það er lægst.“ Grænbókina má finna á samráðsvef stjórnvalda. Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hart tekist á um lágmarksíbúafjölda: Minni sveitarfélögin hyggjast mynda formlegan félagsskap Hart var tekist á um lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag en tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks var felld með 67 atkvæðum gegn 54. 18. desember 2020 22:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í grænbók um byggðamál, sem nú hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila umsögn er til 25. janúar. Í grænbókinin eru veittar upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála og leitast við því að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar helstu áskoranirnar eru til framtíðar. Þróun síðustu áratuga hefur verið sú að í dag búa um 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar má nefna að 36 prósent íbúa Danmerkur búa á Kaupmannahafnarsvæðinu og um 30 prósent íbúa Noregs á Oslóarsvæðinu. Í grænbókinni kemur fram að ákveðin sveitarfélög hafi frá árinu 1998 tapað allt frá fimmtungi til ríflega þriðjungs íbúa. Eitt einkenna svæða sem búið hafa við fækkun eða stöðnun í íbúarfjölda sé skekkt kynjahlutfall, þar sem konur eru í minnihluta og hlutfall kvenna á barneignaraldri lægra en í öðrum aldurshópum. Þá segir að ein af stærri lýðfræðilegu breytingum íslensks samfélags frá aldamótum sé mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna. „Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang var 2,1% 1998, 7,0% 2014, 10,9% 2018, 12,4% 2019 og 13,5% 2020. Þetta hlutfall er þó mjög misjafnt milli landshluta og einstakra sveitarfélaga. Þannig er hlutfallið allt frá 45% þar sem það er hæst niður í rúmt 1% í því sveitarfélagi þar sem það er lægst.“ Grænbókina má finna á samráðsvef stjórnvalda.
Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hart tekist á um lágmarksíbúafjölda: Minni sveitarfélögin hyggjast mynda formlegan félagsskap Hart var tekist á um lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag en tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks var felld með 67 atkvæðum gegn 54. 18. desember 2020 22:30 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hart tekist á um lágmarksíbúafjölda: Minni sveitarfélögin hyggjast mynda formlegan félagsskap Hart var tekist á um lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag en tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks var felld með 67 atkvæðum gegn 54. 18. desember 2020 22:30