Bent á sprengjugerð Warner fyrir rúmu ári Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 12:18 Anthony Warner sprengdi sig og húsbíl sinn í loft upp í miðbæ Nashville að morgni jóladags. VÍSIR/FBI/AP Lögreglan í Nashville fékk í fyrra tilkynningu um að maðurinn sem sprengdi húsbíl sinn í loft upp þar í borg um jólin, hefði verið að setja saman sprengjur. Tveir lögregluþjónar fóru heim til hans en fundu hann ekki og sáu ekki inn í húsbíl hans, þar sem hann átti að vera að stunda sprengjugerðina. Þeir yfirgáfu því heimili hans og skrifuðu skýrslu sem ekkert varð úr á endanum. Aðdragandi málsins er sá að í ágúst í fyrra voru lögregluþjónar kallaðir að heimili Pamelu Perry í Nashville. Lögmaður hennar hafði sagt hana hafa hótað því að fremja sjálfsvíg og að hún væri vopnuð. Perry þessi var kærasta Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni og opinberum skjölum sem AP fréttaveitan vitnar í sat Perry á palli fyrir framan heimili sitt og var hún með tvær óhlaðnar skammbyssur þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún sagði byssurnar í eigu Warner og sagðist ekki vilja hafa þeir lengur á sínu heimili. Perry, sem var þá 62 ára gömul, var að endingu færð til sálfræðings þar sem hún gekkst geðrannsókn. Áður sagði hún þó lögregluþjónum, samkvæmt því sem Raymond Throckmorton, lögmaður hennar sagði héraðsmiðlinum Tennessean, að hún óttaðist um öryggi sitt og að Warner myndi skaða hana. Hún sagði einnig að Warner væri alltaf að tala um herinn og að setja saman sprengjur. Fundu ekki vísbendingar um glæpsamlegt athæfi Þá fóru lögregluþjónarnir tveir heim til Warner og bönkuðu á dyrnar. Enginn kom til dyra og sáu þeir húsbíl hans í bakgarðinum. Lögregluþjónarnir höfðu þó ekki heimild til að fara þar inn og sáu þeir ekki inn í bílinn. Að lokum fóru þeir og þar sem þeir höfðu ekki fundið neinar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi og komust ekki inn á afgirta eign Warner, létu þeir yfirmenn sína og rannsóknarlögregluþjóna vita af málinu. Lögeglan segir að haft hafi verið samband við Throckmorton, sem var áður einnig lögmaður Warner, sem sagði að skjólstæðingi sínum væri illa við lögreglu og myndi ekki heimila leit á eign sinni, samkvæmt lögreglu. Í samtali við blaðamann AP segir Thorckmorton að hann muni ekki til þess að hafa nokkurn tímann meinað lögreglu að leita í landareign Warner. Hann hafi ekki lengur verið skjólstæðingur sinn á þessum tíma. Samkvæmt Tennessean var fyrirspurn send til Alríkislögreglu Bandaríkjanna en þar á bæ var Warner hvergi á skrá. Hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn og var það árið 1978 og fyrir brot tengdu marijúana. Rannsókn lögreglunnar í Nashville virðist hafa endað þar. Vita enn ekki af hverju Enn liggur ekki fyrir af hverju Warner sprengdi sig í loft upp við byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nashville. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp. Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Þeir yfirgáfu því heimili hans og skrifuðu skýrslu sem ekkert varð úr á endanum. Aðdragandi málsins er sá að í ágúst í fyrra voru lögregluþjónar kallaðir að heimili Pamelu Perry í Nashville. Lögmaður hennar hafði sagt hana hafa hótað því að fremja sjálfsvíg og að hún væri vopnuð. Perry þessi var kærasta Anthony Warner, sem sprengdi sig í loft upp í húsbíl sínum. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni og opinberum skjölum sem AP fréttaveitan vitnar í sat Perry á palli fyrir framan heimili sitt og var hún með tvær óhlaðnar skammbyssur þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún sagði byssurnar í eigu Warner og sagðist ekki vilja hafa þeir lengur á sínu heimili. Perry, sem var þá 62 ára gömul, var að endingu færð til sálfræðings þar sem hún gekkst geðrannsókn. Áður sagði hún þó lögregluþjónum, samkvæmt því sem Raymond Throckmorton, lögmaður hennar sagði héraðsmiðlinum Tennessean, að hún óttaðist um öryggi sitt og að Warner myndi skaða hana. Hún sagði einnig að Warner væri alltaf að tala um herinn og að setja saman sprengjur. Fundu ekki vísbendingar um glæpsamlegt athæfi Þá fóru lögregluþjónarnir tveir heim til Warner og bönkuðu á dyrnar. Enginn kom til dyra og sáu þeir húsbíl hans í bakgarðinum. Lögregluþjónarnir höfðu þó ekki heimild til að fara þar inn og sáu þeir ekki inn í bílinn. Að lokum fóru þeir og þar sem þeir höfðu ekki fundið neinar vísbendingar um glæpsamlegt athæfi og komust ekki inn á afgirta eign Warner, létu þeir yfirmenn sína og rannsóknarlögregluþjóna vita af málinu. Lögeglan segir að haft hafi verið samband við Throckmorton, sem var áður einnig lögmaður Warner, sem sagði að skjólstæðingi sínum væri illa við lögreglu og myndi ekki heimila leit á eign sinni, samkvæmt lögreglu. Í samtali við blaðamann AP segir Thorckmorton að hann muni ekki til þess að hafa nokkurn tímann meinað lögreglu að leita í landareign Warner. Hann hafi ekki lengur verið skjólstæðingur sinn á þessum tíma. Samkvæmt Tennessean var fyrirspurn send til Alríkislögreglu Bandaríkjanna en þar á bæ var Warner hvergi á skrá. Hann hafði einungis einu sinni verið handtekinn og var það árið 1978 og fyrir brot tengdu marijúana. Rannsókn lögreglunnar í Nashville virðist hafa endað þar. Vita enn ekki af hverju Enn liggur ekki fyrir af hverju Warner sprengdi sig í loft upp við byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í Nashville. Lögregluþjónar voru kallaðir til í miðbæ Nashville þegar fregnir bárust af skothríð þar. Þegar lögregluþjónar nálguðust húsbíl heyrðu þeir viðvörun í hátalarakerfi bílsins að hann myndi springa eftir fimmtán mínútur. Á meðan viðvaranir ómuðu í hátalarakerfi bílsins hlupu lögregluþjónar á milli húsa og sögðu fólki að flýja. Eftir nokkurn tíma hættu viðvaranirnar og eftir smá þögn heyrðist lagið Downtown eftir Petula Clark. Skömmu seinna sprakk húsbíllinn í loft upp.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22 Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Rannsaka hvort sprengingin tengist 5G-samsæriskenningum Lögregluþjónar í Nashville í Bandaríkjunum eru sagðir rannsaka hvort maðurinn sem talinn er hafa sprengt sig og húsbíl sinn í loft um jólin hafi hræðst 5G samskiptatækni. Þrír slösuðust í sprengingunni fyrir utan byggingu fjarskiptafyrirtækisins AT&T í borginni að morgni jóladags. 27. desember 2020 20:22
Gerðu húsleit í tengslum við sprenginguna í Nashville Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gerði húsleit hjá einstaklingi sem talinn er tengjast mikilli sprengingu sem varð í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum í gærmorgun. 26. desember 2020 22:30