Deilurnar um ávísanirnar halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 13:45 Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ætlar sér mögulega að breyta frumvarpinu um ávísanirnar svo Demókratar vilji ekki samþykkja það. AP/Nicholas Kamm Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom sér undan því í gær að halda atkvæðagreiðslu um það að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun. Frumvarpið hefur áður verið samþykkt í fulltrúadeildinni, þar sem Demókratar eru í meirihluta. Þar að auki hafði Donald Trump, fráfarandi forseti, krafist þess að frumvarp þar að lútandi yrði samþykkt. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarpið út vikuna en Demókratar hafa þrýst mikið á Repúblikana og Trump hefur gert það sömuleiðis. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir sjái nauðsyn þess að hækka upphæðina en 44 Repúblikanar gengu til liðs við Demókrata í fulltrúadeildinni. Þá hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Georgíu, sem eiga á hættu að tapa sætum sínum í aukakosningum í síðasta mánuði, sagt að þeir styðji hugmyndina. Minnst þrír aðrir öldungadeildarþingmenn hafa sagt nokkuð til í hugmyndinni, samkvæmt Washington Post. Aðrir þvertaka fyrir að þess sé þörf og telja það of mikla eyðslu úr ríkissjóði. $2000 ASAP!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2020 Þetta er liður í neyðarpakka vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar sem ætlað er að aðstoða Bandaríkjamenn og eigendur fyrirtækja. Það tók þingmenn marga mánuði að semja um pakkann. 600 dala ávísanir yrðu sendar til allra Bandaríkjamanna sem þéna minna en 75 þúsund dali á ári og yrðu sendar auka ávísanir til fjölskyldna vegna barna. Þar að auki fjallar frumvarpið um auknar atvinnuleysisbætur, aðstoð til fyrirtækja og vernd fyrir borgara gagnvart því að vera vísað úr leiguhúsnæði. Frumvarpið kemur einnig að fjárveitingum vegna dreifingar bóluefna og aðstoð til stofnanna, svo eitthvað sé nefnt. McConnell sér þó mögulega leik á borði, eins og hann gaf í skyn í gær, með því að sameina frumvarpið um ávísanirnar við önnur frumvörp sem snúa meðal annars að því að stofna sérstaka nefnd til að rannsaka kosningasvik og að fella niður lagavernd tækni- og samfélagsmiðlafyrirtækja vegna ummæla á miðlum þeirra. Bæði þessi frumvörp eru kappsmál forsetans en demókratar eru andvígir þessu báðu og myndu aldrei samþykkja sameiginlegt frumvarp. Leiðtogar flokksins hafa þegar brugðist við og gagnrýnt McConnell. „McConnell veit hvernig hann getur gert tvö þúsund dala ávísanir að raunveruleika og hann veit hvernig hann getur drepið þær,“ sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni í gærkvöldi. Hann sagði að það gæti McConnell gert ef hann reyndi að sameina frumvarpið um ávísanirnar, sem hefði verið samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni, með óaðkomandi frumvörpum sem sneru ekkert að því að hjálpa íbúum Bandaríkjanna. Að svo stöddu virðist McConnell þó einbeita sér að því að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. Fulltrúadeildin hefur þegar gert það og er útlit fyrir að öldungadeildin muni greiða atkvæði um málið í næstu viku, samkvæmt frétt Politico. Demókaratar hafa þó hótað því að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna verði ekki tekið á málinu varðandi ávísanirnar. Deilurnar á milli Trumps og Repúblikana varðandi það frumvarp og önnur mál voru bersýnilegar í gær þegar Trump sendi leiðtogum flokksins skammir á Twitter. Sagði hann meðal annars að þeir væru aumkunarverðir, aumir og þreyttir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira