Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:04 Margir eru uggandi yfir afleiðingum þess að þingmenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka opinbera afstöðu með eða á móti Trump. epa/Michael Reynolds Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira