Jarðfræðingur útskýrir hvað býr að baki leirskriðunum í Ask Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. desember 2020 12:21 Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun. Skjáskot/Stöð 2 Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki. Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“ Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira