Háskólanemi í sófanum heima Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 16. mars 2020 15:00 Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar