Hafna því að hafa sakað Pétur Þór um kynferðislega áreitni á vinnustað Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 08:20 Frá Akureyri. Eyþing eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Vísir/Vilhelm Stjórn Eyþings hefur hafnað því að hafa á fundi sakað Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, um að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni á vinnustað. Stjórnin hafi þurft að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta og orðin „kynferðisleg áreitni“ sé frá honum sjálfum komið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birtist á vef Eyþings í gær. Kemur yfirlýsingin í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Pétur Þór fyrr í vikunni þar sem hann lýsti sinni hlið á því þegar honum var sagt upp sem framkvæmdastjóri Eyþings árið 2018. Taldi Pétur Þór uppsögnina hafa verið ólöglega, en honum voru greiddar 15 milljónir króna í bætur eftir að dómsátt var gerð í málinu í janúar síðastliðinn. Sagði Pétur ennfremur að Eyþing hafi óskað eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin. Óskiljanlegt að Pétur Þór flytji málið áfram Í yfirlýsingu stjórnar Eyþings kemur fram að málinu hafi lokið með sátt þann 27. janúar síðastliðinn. Málið hafi í kjölfarið verið kynnt fyrir sveitarstjórum aðildarfélaga og það afgreitt. „Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni. Vegna viðtalsins í Morgunblaðinu og þeirra „rangfærslna“ sem þar koma fram telji stjórnarmenn sig hins vegar knúna til að gera athugasemdir nú. Lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda Stjórnin segir að Eyþing, sem eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda og um það hafi verið fjallað á mörgum fundum, auk þess sem gerð var úttekt á innra starfi Eyþings af óháðum aðila sem staðfesti það. Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eigi sér því enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings kveðst hafa freistað þess að gera starfslokasamning við framkvæmdastjórann en samningar hafi ekki tekist og í kjölfar uppsagnar hafi málið farið fyrir dómstóla. Það er sjálfsagður réttur aðila að leggja ágreiningsefni sín fyrir dómara til úrlausnar. Hins vegar tókst sátt milli aðila og telst deilum aðila því endanlega lokið. Fullyrðingar um sátt við samstarfskonu ekki á rökum reistar Stjórnin segir ennfremur að málsmeðferð einstakra sveitarfélaga við afgreiðslu erindis Eyþings um hlutdeild í sameiginlegum kostnaði við greiðslu samkvæmt sáttinni sé lokið. „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað. - Stjórn Eyþings hefur aldrei haldið því fram að Pétur Þór hafi farið fram á trúnað um dómsátt sem gerð var. - Staðhæfingar Péturs Þórs um að sátt hafi tekist milli hans og undirmanns eru ekki á rökum reistar. - Heildarupphæð kostnaðar af starfslokum framkvæmdastjóra helst óhjákvæmilega í hendur við þau starfskjör sem hann naut hjá Eyþingi. - Af okkar hálfu lauk málinu með sáttinni 27. janúar 2020 og í framhaldinu var það afgreitt af öllum 13 aðildarsveitarfélögunum og teljum við því ekki ástæðu til frekari umræðu um það,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Akureyri Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Stjórn Eyþings hefur hafnað því að hafa á fundi sakað Pétur Þór Jónasson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings, um að hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni á vinnustað. Stjórnin hafi þurft að taka til meðferðar kvörtun undirmanns vegna óviðeigandi og ófaglegra samskipta og orðin „kynferðisleg áreitni“ sé frá honum sjálfum komið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni sem birtist á vef Eyþings í gær. Kemur yfirlýsingin í kjölfar viðtals Morgunblaðsins við Pétur Þór fyrr í vikunni þar sem hann lýsti sinni hlið á því þegar honum var sagt upp sem framkvæmdastjóri Eyþings árið 2018. Taldi Pétur Þór uppsögnina hafa verið ólöglega, en honum voru greiddar 15 milljónir króna í bætur eftir að dómsátt var gerð í málinu í janúar síðastliðinn. Sagði Pétur ennfremur að Eyþing hafi óskað eftir að trúnaður ríkti um útgjöldin. Óskiljanlegt að Pétur Þór flytji málið áfram Í yfirlýsingu stjórnar Eyþings kemur fram að málinu hafi lokið með sátt þann 27. janúar síðastliðinn. Málið hafi í kjölfarið verið kynnt fyrir sveitarstjórum aðildarfélaga og það afgreitt. „Í sáttinni felst að deilum aðila er lokið og því óskiljanlegt að framkvæmdastjórinn fyrrverandi haldi áfram að flytja málið opinberlega,“ segir í yfirlýsingunni. Vegna viðtalsins í Morgunblaðinu og þeirra „rangfærslna“ sem þar koma fram telji stjórnarmenn sig hins vegar knúna til að gera athugasemdir nú. Lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda Stjórnin segir að Eyþing, sem eru landshlutasamtök þrettán sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda og um það hafi verið fjallað á mörgum fundum, auk þess sem gerð var úttekt á innra starfi Eyþings af óháðum aðila sem staðfesti það. Ásakanir Péturs Þórs um upplognar sakir sem átyllu til brottrekstrar eigi sér því enga stoð í veruleikanum. Stjórn Eyþings kveðst hafa freistað þess að gera starfslokasamning við framkvæmdastjórann en samningar hafi ekki tekist og í kjölfar uppsagnar hafi málið farið fyrir dómstóla. Það er sjálfsagður réttur aðila að leggja ágreiningsefni sín fyrir dómara til úrlausnar. Hins vegar tókst sátt milli aðila og telst deilum aðila því endanlega lokið. Fullyrðingar um sátt við samstarfskonu ekki á rökum reistar Stjórnin segir ennfremur að málsmeðferð einstakra sveitarfélaga við afgreiðslu erindis Eyþings um hlutdeild í sameiginlegum kostnaði við greiðslu samkvæmt sáttinni sé lokið. „Þar sem um málefni starfsmanna Eyþings var að ræða taldi stjórn rétt að farið væri með gögn málsins sem trúnaðarmál, en aldrei hefur verið farið fram á að leynd ríki um kostnað. - Stjórn Eyþings hefur aldrei haldið því fram að Pétur Þór hafi farið fram á trúnað um dómsátt sem gerð var. - Staðhæfingar Péturs Þórs um að sátt hafi tekist milli hans og undirmanns eru ekki á rökum reistar. - Heildarupphæð kostnaðar af starfslokum framkvæmdastjóra helst óhjákvæmilega í hendur við þau starfskjör sem hann naut hjá Eyþingi. - Af okkar hálfu lauk málinu með sáttinni 27. janúar 2020 og í framhaldinu var það afgreitt af öllum 13 aðildarsveitarfélögunum og teljum við því ekki ástæðu til frekari umræðu um það,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Eyþing óskaði eftir leynd um dómsátt eftir uppsögn framkvæmdastjóra Pétur Þór Jónasson fékk tæpar 15 milljónir króna í bætur vegna þess sem hann taldi ólöglega uppsögn, eftir að dómsátt var gerð í máli hans fyrr á árinu. 16. apríl 2020 08:11