Verum undirbúin fyrir langhlaup Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 17. mars 2020 17:12 Við erum núna á fyrstu dögum Covid-faraldursins á Íslandi. Líkt og einn af okkar helstu mönnum þessa dagana, Víðir Reynisson sagði í Bítinu í gær, verður þetta vonandi þannig að við „tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land.“ Það er því ljóst að við erum stödd í miðju langhlaupi sem mun taka á fólk og fyrirtæki með víðtækum efnahagslegum afleiðingum. Reykjavíkurborg þarf fyrst og fremst að tryggja, eins og hægt er, að halda samfélaginu gangandi. Að velferðarsvið haldi órofinni þjónustu fyrir viðkvæma hópa; börn, aldraða og fatlaða. Að börn og ungmenni geti sótt skóla og leikskóla. Neyðarstjórn borgarinnar hefur unnið að því að tryggja þessu órofnu þjónustu, í samvinnu við sóttvarnarlækni og almannavörnum og mun halda því áfram. Fyrst í stað munu efnahagslegu áhrifin birtast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem verslun og þjónustu vegna þess að lönd eru að lokast og ferðamönnum að fækka. Fljótlega munum við einnig sjá neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vegna nauðsynlegra tímabundinna sóttvarnaraðgerða, svo sem vegna víðtækra sóttkvía. Þetta áfall á hagkerfið kemur í kjölfar kólnunar síðustu mánaða. Neyðarstjórn Reykjavíkur setti strax af stað teymi, undir forystu fjármálastjóra, til að hefja nauðsynlega greiningu til að undirbúa ákvarðanir og áætlanagerð. Áætlanagerðin þarf að vera vel undirbúin, því hættan er að í krísuástandi sé stokkið á töfralausnir, frekar en að finna vel ígrundaðar lausnir. Í borgarstjórn í dag töluðu fulltrúar allra flokka um mikilvægi samstöðu á tímum sem þessum. Undir það tek ég. Við þurfum öll að standa saman og vera jákvæð gagnvart góðum hugmyndum. Borgarráð mun skipa starfshóp til að skipuleggja frekari viðbrögð Reykjavíkurborgar við efnahagslegum afleiðingu á grunni þeirrar niðurstöðu sem teymi neyðarstjórnar hefur unnið að. Það þarf að meta efnahagsáhrif faraldursins á rekstur og fjárhag borgarinnar, bæði til skamms og langs tíma. Það þarf að lista upp og greina mögulegar mótvægisaðgerðir til að til verði efnahagsleg viðbragðsáætlun sem styðji við fólk og fyrirtæki í borginni. Þau viðbrögð mega ekki vera handahófskennd. Sveitarfélögin þurfa líka að vinna saman að viðbrögðum. Því eru unnið að samstilltum viðbrögðum bæði viðbragða allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og að samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkisstjórn og starfshóp ráðuneytisstjóra um efnahagsleg og fjárhagsleg viðbrögð við Covid-19. Næstu vikurnar þurfum við að vinna saman að góðum lausnum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Við erum núna á fyrstu dögum Covid-faraldursins á Íslandi. Líkt og einn af okkar helstu mönnum þessa dagana, Víðir Reynisson sagði í Bítinu í gær, verður þetta vonandi þannig að við „tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land.“ Það er því ljóst að við erum stödd í miðju langhlaupi sem mun taka á fólk og fyrirtæki með víðtækum efnahagslegum afleiðingum. Reykjavíkurborg þarf fyrst og fremst að tryggja, eins og hægt er, að halda samfélaginu gangandi. Að velferðarsvið haldi órofinni þjónustu fyrir viðkvæma hópa; börn, aldraða og fatlaða. Að börn og ungmenni geti sótt skóla og leikskóla. Neyðarstjórn borgarinnar hefur unnið að því að tryggja þessu órofnu þjónustu, í samvinnu við sóttvarnarlækni og almannavörnum og mun halda því áfram. Fyrst í stað munu efnahagslegu áhrifin birtast fyrirtækjum í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem verslun og þjónustu vegna þess að lönd eru að lokast og ferðamönnum að fækka. Fljótlega munum við einnig sjá neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vegna nauðsynlegra tímabundinna sóttvarnaraðgerða, svo sem vegna víðtækra sóttkvía. Þetta áfall á hagkerfið kemur í kjölfar kólnunar síðustu mánaða. Neyðarstjórn Reykjavíkur setti strax af stað teymi, undir forystu fjármálastjóra, til að hefja nauðsynlega greiningu til að undirbúa ákvarðanir og áætlanagerð. Áætlanagerðin þarf að vera vel undirbúin, því hættan er að í krísuástandi sé stokkið á töfralausnir, frekar en að finna vel ígrundaðar lausnir. Í borgarstjórn í dag töluðu fulltrúar allra flokka um mikilvægi samstöðu á tímum sem þessum. Undir það tek ég. Við þurfum öll að standa saman og vera jákvæð gagnvart góðum hugmyndum. Borgarráð mun skipa starfshóp til að skipuleggja frekari viðbrögð Reykjavíkurborgar við efnahagslegum afleiðingu á grunni þeirrar niðurstöðu sem teymi neyðarstjórnar hefur unnið að. Það þarf að meta efnahagsáhrif faraldursins á rekstur og fjárhag borgarinnar, bæði til skamms og langs tíma. Það þarf að lista upp og greina mögulegar mótvægisaðgerðir til að til verði efnahagsleg viðbragðsáætlun sem styðji við fólk og fyrirtæki í borginni. Þau viðbrögð mega ekki vera handahófskennd. Sveitarfélögin þurfa líka að vinna saman að viðbrögðum. Því eru unnið að samstilltum viðbrögðum bæði viðbragða allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og að samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ríkisstjórn og starfshóp ráðuneytisstjóra um efnahagsleg og fjárhagsleg viðbrögð við Covid-19. Næstu vikurnar þurfum við að vinna saman að góðum lausnum. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun