Anna fékk dýrmæt ár með mömmu og sýtir ekki lengur hvernig fór með atvinnumennskuna Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 12:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta staðar numið en gæti snúið aftur sem aðstoðarþjálfari. MYND/STÖÐ 2 SPORT Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að þó að margir hafi sagt að hún sé erfiður mótherji þá telji hún að hún sé ekki heldur neitt auðveldur samherji. Hún lítur ánægð til baka á glæstan feril eftir að hafa sett handboltaskóna á hilluna. „Það er svolítið kjánalegt að segja það en þetta blundaði ansi lengi í manni. En þegar allt kom til alls þá er þetta komið gott. Ég er að verða 35 ára í næstu viku, hnéð á mér er ónýtt, og þetta er bara góður tími,“ sagði Anna í Sportinu í dag um þá ákvörðun sína að hætta endanlega. Hún vann þrefalt með Val fyrir ári síðan en lék ekki í vetur og sagði ekkert hæft í getgátum um að hún hefði tekið þátt í úrslitakeppninni, ef hún hefði ekki verið slegin af vegna kórónuveirunnar. Anna vann 19 af 30 titlum sem í boði voru á síðasta áratug og stígur því niður af sviðinu sem sannkölluð handboltadrottning: „Já, ég var nú ekki alveg búin að skoða þetta sjálf. Þetta rennur svolítið saman í eitt. Maður er bara alltaf að reyna að vinna. Ég held að flestir íþróttamenn séu alltaf að stefna að því og ég hef verið það heppin að vera alltaf í frábærum liðum og með frábærum leikmönnum, og frábærum þjálfurum,“ sagði Anna. En er eitthvað sem hún sér eftir? „Ég er náttúrulega mjög ánægð. Kannski hefði maður viljað spila lengur úti. Ná einhverjum atvinnumannsferli. Ég var alltaf mjög svekkt yfir því. En svo var mamma mín bráðkvödd fyrir þremur árum og það setti hlutina í samhengi. Ég áttaði mig á því hvað ég var heppin að hafa verið hérna heima, njóta þess að spila handbolta og vera með fjölskylduna mína. Þetta er því ekkert til að sjá eftir.“ Klippa: Sportið í dag - Anna Úrsúla hætt Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að þó að margir hafi sagt að hún sé erfiður mótherji þá telji hún að hún sé ekki heldur neitt auðveldur samherji. Hún lítur ánægð til baka á glæstan feril eftir að hafa sett handboltaskóna á hilluna. „Það er svolítið kjánalegt að segja það en þetta blundaði ansi lengi í manni. En þegar allt kom til alls þá er þetta komið gott. Ég er að verða 35 ára í næstu viku, hnéð á mér er ónýtt, og þetta er bara góður tími,“ sagði Anna í Sportinu í dag um þá ákvörðun sína að hætta endanlega. Hún vann þrefalt með Val fyrir ári síðan en lék ekki í vetur og sagði ekkert hæft í getgátum um að hún hefði tekið þátt í úrslitakeppninni, ef hún hefði ekki verið slegin af vegna kórónuveirunnar. Anna vann 19 af 30 titlum sem í boði voru á síðasta áratug og stígur því niður af sviðinu sem sannkölluð handboltadrottning: „Já, ég var nú ekki alveg búin að skoða þetta sjálf. Þetta rennur svolítið saman í eitt. Maður er bara alltaf að reyna að vinna. Ég held að flestir íþróttamenn séu alltaf að stefna að því og ég hef verið það heppin að vera alltaf í frábærum liðum og með frábærum leikmönnum, og frábærum þjálfurum,“ sagði Anna. En er eitthvað sem hún sér eftir? „Ég er náttúrulega mjög ánægð. Kannski hefði maður viljað spila lengur úti. Ná einhverjum atvinnumannsferli. Ég var alltaf mjög svekkt yfir því. En svo var mamma mín bráðkvödd fyrir þremur árum og það setti hlutina í samhengi. Ég áttaði mig á því hvað ég var heppin að hafa verið hérna heima, njóta þess að spila handbolta og vera með fjölskylduna mína. Þetta er því ekkert til að sjá eftir.“ Klippa: Sportið í dag - Anna Úrsúla hætt Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03