Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 13:02 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt nýrri skýrslu eru miklar líkur á að áhrif kórónuveirufaldursins vari í um eitt til tvö ár. Rekstur fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja er á leiðinni í gjörgæslu þar sem greinin er nánast tekjulaus. Ríflega 23 þúsund launþegar voru skráðir í greininni í janúar 2020. 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Þá hafa um 11 þúsund starfsmenn skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Áætlað er að gjaldeyristekjur á þessu ári lækki um 275 til 330 milljarða króna en gert er ráð fyrir að rekstrarvanda í greininni næstu tólf til 24 mánuði. Þá kemur fram að skuldsetning ferðaþjónustunnar hafi aukist mikið þrátt fyrir lítinn tekjuvöxt á undanförnum árum. Flestar greinar ferðaþjónustunnar séu um eða yfir sínu skuldaþoli. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölmörg fyrirtæki í þrot Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna lýsa ástandinu í greininni vel. „Það liggur alveg á borðinu að ef að þróuninn verður eins og hún hefur verið verður nánast ekkert starfsfólk í greininni á næstu mánuðum.“ Bjarnheiður segir að ef ekki komi til aðgerða fari fjölmörg fyrirtæki í þrot á næstu vikum og mánuðum. „Ég myndi segja að 80-90% fyrirtækja í greininni séu í raunverulegri hættu, að það þurfi einfaldlega að fara í sérstakar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau eru mjög sérstakri stöðu. Ferðaþjónustan er eina atvinnugreinin sem er að glíma við svona mikið fall í tekjum, eins og við erum að horfa á núna. Og það yrði mjög alvarlegt mál þegar upp væri staðið ef það yrðu engin ferðaþjónustufyrirtæki eftir til að fara í viðspyrnuna.“ Hún segir að svo þetta gerist ekki þurfi að koma lífvænlegum fyrirtækjum í var. „Þau geti bara lokað og beðið þar til viðskipti fari í gang á nýjan leik,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt nýrri skýrslu eru miklar líkur á að áhrif kórónuveirufaldursins vari í um eitt til tvö ár. Rekstur fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja er á leiðinni í gjörgæslu þar sem greinin er nánast tekjulaus. Ríflega 23 þúsund launþegar voru skráðir í greininni í janúar 2020. 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Þá hafa um 11 þúsund starfsmenn skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Áætlað er að gjaldeyristekjur á þessu ári lækki um 275 til 330 milljarða króna en gert er ráð fyrir að rekstrarvanda í greininni næstu tólf til 24 mánuði. Þá kemur fram að skuldsetning ferðaþjónustunnar hafi aukist mikið þrátt fyrir lítinn tekjuvöxt á undanförnum árum. Flestar greinar ferðaþjónustunnar séu um eða yfir sínu skuldaþoli. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölmörg fyrirtæki í þrot Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna lýsa ástandinu í greininni vel. „Það liggur alveg á borðinu að ef að þróuninn verður eins og hún hefur verið verður nánast ekkert starfsfólk í greininni á næstu mánuðum.“ Bjarnheiður segir að ef ekki komi til aðgerða fari fjölmörg fyrirtæki í þrot á næstu vikum og mánuðum. „Ég myndi segja að 80-90% fyrirtækja í greininni séu í raunverulegri hættu, að það þurfi einfaldlega að fara í sérstakar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau eru mjög sérstakri stöðu. Ferðaþjónustan er eina atvinnugreinin sem er að glíma við svona mikið fall í tekjum, eins og við erum að horfa á núna. Og það yrði mjög alvarlegt mál þegar upp væri staðið ef það yrðu engin ferðaþjónustufyrirtæki eftir til að fara í viðspyrnuna.“ Hún segir að svo þetta gerist ekki þurfi að koma lífvænlegum fyrirtækjum í var. „Þau geti bara lokað og beðið þar til viðskipti fari í gang á nýjan leik,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira