Nýir eigendur Cintamani óttast ekki áhrif kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:27 Einar Karl Birgisson er í forsvari fyrir nýja eigendur Cintamani. Til hægri má sjá verslun Cintamani í Austurhrauni í Garðabæ. Samsett/Aðsend Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf