Samningur undirritaður í kjaradeilu í álverinu í Straumsvík og verkfalli frestað Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 18:57 Álverið í Straumsvík þar sem verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast í næstu viku. Þeim hefur nú verið frestað. Vísir/Vilhelm Fulltrúar starfsmanna ISAL, álversins í Straumsvík, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í dag. Boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í næstu viku hefur verið frestað um tvær vikur. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, staðfestir að samningar hafi náðst í samtali við Vísi. Um er að ræða sama samning og legið hefur fyrir frá 24. janúar. Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, veitti stjórnendum þess hér á landi ekki leyfi til að skrifa undir samninginn á þeim tíma. Fyrstu verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast þriðjudaginn 24. mars. Þeim hefur nú verið frestað um tvær vikur á meðan starfsmenn greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 25.- 27. mars og ættu úrslit að liggja fyrir sama dag og henni lýkur. Fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold segir að þau muni vinna kynningarpakka um efni samningsins sameiginlega en þangað til geti hann ekki upplýst um innihald hans. Samningurinn byggi þó á sömu forsendum og þeir sem hafa verið gerðir í kjölfar lífskjarasamningsins. Á vefsíðu Hlífar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. júní 2019 til 31. mars 2021. Samningurinn byggi í öllum meginatriðum á kjarasamningnum sem var gerður í janúar en við hann hafi verið bætt leiðréttingum á ýmsu þar sem laun starfsfólks álversins hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vefsíðu Hlífar. Stóriðja Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fulltrúar starfsmanna ISAL, álversins í Straumsvík, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í dag. Boðuðum verkfallsaðgerðum sem áttu að hefjast í næstu viku hefur verið frestað um tvær vikur. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, staðfestir að samningar hafi náðst í samtali við Vísi. Um er að ræða sama samning og legið hefur fyrir frá 24. janúar. Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, veitti stjórnendum þess hér á landi ekki leyfi til að skrifa undir samninginn á þeim tíma. Fyrstu verkfallsaðgerðir starfsmanna áttu að hefjast þriðjudaginn 24. mars. Þeim hefur nú verið frestað um tvær vikur á meðan starfsmenn greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 25.- 27. mars og ættu úrslit að liggja fyrir sama dag og henni lýkur. Fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum: Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold segir að þau muni vinna kynningarpakka um efni samningsins sameiginlega en þangað til geti hann ekki upplýst um innihald hans. Samningurinn byggi þó á sömu forsendum og þeir sem hafa verið gerðir í kjölfar lífskjarasamningsins. Á vefsíðu Hlífar kemur fram að samningurinn gildi frá 1. júní 2019 til 31. mars 2021. Samningurinn byggi í öllum meginatriðum á kjarasamningnum sem var gerður í janúar en við hann hafi verið bætt leiðréttingum á ýmsu þar sem laun starfsfólks álversins hafi dregist aftur úr öðrum samningum frá 2015. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum af vefsíðu Hlífar.
Stóriðja Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira