Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 15:16 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á þriðja hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. Hún kvað fjöldann áhyggjuefni en sagði að gengið hefði mjög vel að halda starfseminni gangandi. Þetta kom fram í máli landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveiru nú síðdegis. Samkvæmt Covid-tölum Landspítalans fyrir daginn í dag eru alls 21 innlagðir sjúklingar á spítalanum í sóttkví. Ölmu Möller landlækni var ekki kunnugt um hvort einhver sjúklingur á spítalanum hefði smitast af veirunni þegar hún var spurð að því á upplýsingafundinum. Þá eru 25 starfsmenn Landspítala í einangrun og 224 starfsmenn í sóttkví. Alma sagði aðspurð að það væri áhyggjuefni hversu margir starfsmenn spítalans væru í sóttkví. „En Landspítala hefur gengið ótrúlega vel að takast á við það og tekist að halda mikilli starfsemi.“ Þá var Alma spurð hvort þennan mikla fjölda starfsmanna í sóttkví mætti rekja til starfsins inni á spítalanum eða utanlandsferða. „Ég held þetta sé skíðaáhugi starfsmanna,“ sagði Alma. Upplýsingafundinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Í byrjun mars var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsfólks og annarra í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki til útlanda vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna hafa þegar skráð sig í bakvarðasveitina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02 Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sjá meira
Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á þriðja hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. Hún kvað fjöldann áhyggjuefni en sagði að gengið hefði mjög vel að halda starfseminni gangandi. Þetta kom fram í máli landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveiru nú síðdegis. Samkvæmt Covid-tölum Landspítalans fyrir daginn í dag eru alls 21 innlagðir sjúklingar á spítalanum í sóttkví. Ölmu Möller landlækni var ekki kunnugt um hvort einhver sjúklingur á spítalanum hefði smitast af veirunni þegar hún var spurð að því á upplýsingafundinum. Þá eru 25 starfsmenn Landspítala í einangrun og 224 starfsmenn í sóttkví. Alma sagði aðspurð að það væri áhyggjuefni hversu margir starfsmenn spítalans væru í sóttkví. „En Landspítala hefur gengið ótrúlega vel að takast á við það og tekist að halda mikilli starfsemi.“ Þá var Alma spurð hvort þennan mikla fjölda starfsmanna í sóttkví mætti rekja til starfsins inni á spítalanum eða utanlandsferða. „Ég held þetta sé skíðaáhugi starfsmanna,“ sagði Alma. Upplýsingafundinn í heild má sjá hér fyrir neðan. Í byrjun mars var þeim tilmælum beint til heilbrigðisstarfsfólks og annarra í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki til útlanda vegna veirunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna hafa þegar skráð sig í bakvarðasveitina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02 Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Sjá meira
Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13. 20. mars 2020 15:02
Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 20. mars 2020 14:35
Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22
Vísbendingar um „gott og verndandi ónæmissvar“ við kórónuveirunni Helsta óvissan nú snýr að því hversu lengi þetta ónæmi varir. 20. mars 2020 14:52