„Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 23:17 Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, er ekki bjartsýnn á næstu mánuði. Vísir/Getty Ástandið sem nú er uppi í New York-ríki í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 á eftir að versna til muna, ef marka má spár Bill de Blasio, borgarstjóra New York-borgar. Hann segir að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leyti. „Við erum um það bil tíu dögum frá víðtækum skorti,“ hefur BBC eftir borgarstjóranum. „Ef við fáum ekki fleiri öndunarvélar mun fólk deyja.“ New York er það ríki Bandaríkjanna þar sem flest smit hafa verið staðfest, eða tæpur helmingur allra tilfella landsins. Rúmlega 31 þúsund hafa greinst á landsvísu og 390 látist, þar af 114 í New York. Þannig hafa um fimm prósent kórónuveirutilfella heimsins greinst í ríkinu. „Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra sannleikann. Ástandið á aðeins eftir að versna. Raunar verða apríl og maí mun verri,“ sagði Blasio í dag. Gagnrýnir Trump harðlega Á föstudag undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirlýsingu um að hörmungarástand ríkti í New York. Þannig gat ríkið sótt milljarði dala í neyðaraðstoð úr alríkissjóðum, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á eigið fjármagn. En, Blasio borgarstjóri er þrátt fyrir þennan stuðning gagnrýninn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum sem nú geisar. Sjá einnig: Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand „Ég get ekki verið nógu afdráttarlaus. Ef forsetinn bregst ekki við, mun fólk deyja sem annars hefði lifað. Þetta verður mesti samdráttur á landsvísu síðan Kreppan mikla varð,“ sagði Blasio. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Getty/pool Læknar víðs vegar um New York-ríki hafa greint frá skorti á heilbrigðisvörum og hlífðarfatnaði til handa framlínufólki í heilbrigðisgeiranum. Fréttir af yfirvofandi skorti á ýmsum nauðsynjavörum af heilbrigðistoga hafa einnig borist frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þannig hafa stjórnvöld í Kaliforníu sett takmörk á það hverjir geti látið prófa sig fyrir kórónuveirunni. Eins segjast heilbrigðisyfirvöld í Washington-ríki óttast öndunarvélaskort strax í næsta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Ástandið sem nú er uppi í New York-ríki í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 á eftir að versna til muna, ef marka má spár Bill de Blasio, borgarstjóra New York-borgar. Hann segir að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leyti. „Við erum um það bil tíu dögum frá víðtækum skorti,“ hefur BBC eftir borgarstjóranum. „Ef við fáum ekki fleiri öndunarvélar mun fólk deyja.“ New York er það ríki Bandaríkjanna þar sem flest smit hafa verið staðfest, eða tæpur helmingur allra tilfella landsins. Rúmlega 31 þúsund hafa greinst á landsvísu og 390 látist, þar af 114 í New York. Þannig hafa um fimm prósent kórónuveirutilfella heimsins greinst í ríkinu. „Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra sannleikann. Ástandið á aðeins eftir að versna. Raunar verða apríl og maí mun verri,“ sagði Blasio í dag. Gagnrýnir Trump harðlega Á föstudag undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirlýsingu um að hörmungarástand ríkti í New York. Þannig gat ríkið sótt milljarði dala í neyðaraðstoð úr alríkissjóðum, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á eigið fjármagn. En, Blasio borgarstjóri er þrátt fyrir þennan stuðning gagnrýninn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum sem nú geisar. Sjá einnig: Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand „Ég get ekki verið nógu afdráttarlaus. Ef forsetinn bregst ekki við, mun fólk deyja sem annars hefði lifað. Þetta verður mesti samdráttur á landsvísu síðan Kreppan mikla varð,“ sagði Blasio. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Getty/pool Læknar víðs vegar um New York-ríki hafa greint frá skorti á heilbrigðisvörum og hlífðarfatnaði til handa framlínufólki í heilbrigðisgeiranum. Fréttir af yfirvofandi skorti á ýmsum nauðsynjavörum af heilbrigðistoga hafa einnig borist frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þannig hafa stjórnvöld í Kaliforníu sett takmörk á það hverjir geti látið prófa sig fyrir kórónuveirunni. Eins segjast heilbrigðisyfirvöld í Washington-ríki óttast öndunarvélaskort strax í næsta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira