Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af verðbólguskoti Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2020 12:23 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði óundirbúnum fyrirspurnum úr pontu á Alþingi í morgun. Vísir/vilhelm Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þingmenn lýstu áhyggjum af stöðu heimilanna og fyrirtækja sem væru að missa allar tekjur sínar þessa dagana á Alþingi í morgun. Fjármálaráðherra segir fleiri aðgerðir eiga eftir að líta dagsins ljós og ekkert benti til að verðbólga færi úr böndunum. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun lýsti Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins yfir stuðningi við þær aðgerðir sem þegar hefði verið ákveðið að grípa til. Mörg fyrirtæki væru hins vegar í þeirri stöðu að hafa engar tekjur á meðan á þessu ástandi varir. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, varpaði spurningu sinni til fjármálaráðherra.vísir/hanna „Ég velti því fyrir mér hvernig þessir aðilar eiga að eiga við það ef þeir eiga að borga 25 prósent af launum til að halda í starfsmenn. Þau hafa enga innkomu. Hafa skuldbindingar, hafa fjárfestingar. En það er ekkert að koma í kassann,“ segir Gunnar Bragi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þakkaði stuðninginn við þær aðgerðir sem komanr væru fram. „En þeim er ekki fylgt eftir með orðunum þetta er nóg. Þeim er fylgt eftir með orðunum þetta er það sem við teljum rétt að gera á þessu stigi málsins. Þannig að ég vil ítreka að við erum ekki að fulyrða eitt eða neitt um að þetta sé nóg. Það eru sterk rök fyrir því að ef þessi krísa dregst á langinn þurfi að gera meira," sagði Bjarni. Ríkisstjórnin hafi boðað að bæta þurfi í og endurskoða allar áætlanir. Guðmundur Ingi Kristinsson hefur áhyggjur af verðtryggingunni.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins lýsti miklum áhyggjum af stöðu heimilanna í landinu ef verðbólgan færi á skrifð. „Og ég vil bara spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra; hvað ætlar hann að gera í sambandi við verðbólguna. Vegna þess að verðbólgudraugurinn mun koma upp og það mun koma stökkbreyting á verðtryggð lán heimilanna," sagði Guðmundur Ingi. Fjármálaráðherra sagði að enn sem komið væri hægt að lesa annað út úr viðbrögðum markaðarins en ekki væri búist við miklu verðbólguskoti. „Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í núll, núll prósent. Ekki bara til skamms tíma heldur allt fram til ársins 2026. Markaðurinn er að gera ráð fyrir því að vextir verði lágir ekki bara á þessu ári heldur mörg næstu ár," sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira