Fyrir framhaldsskólanemendur – hvað getið þið gert? Bóas Valdórsson skrifar 24. mars 2020 09:00 Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar