Fyrir framhaldsskólanemendur – hvað getið þið gert? Bóas Valdórsson skrifar 24. mars 2020 09:00 Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar