Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:00 Kylian Mbappé gæti verið á leið til Real Madrid í framtíðinni, fyrir mun lægra verð en áður. vísir/getty Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann. Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann.
Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00
Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00