Er góð hugmynd að taka út séreignina? Björn Berg Gunnarsson skrifar 26. mars 2020 08:00 Meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ráðist í til að bregðast við efnahagsáhrifum COVID-19 veirunnar er að opna fyrir úttekt séreignarsparnaðar. Heimildin er á þennan veg: Opin öllum óháð aldri Hámarksútgreiðsla er 800.000 kr. á mánuði í 15 mánuði = 12 milljónir króna Greiddur er skattur af úttektinni Úttektin hefur ekki áhrif á greiðslur barnabóta, vaxtabóta og ellilífeyris TR Þessi tímabundna heimild kemur ekki til af góðu heldur er ætlað að létta undir með þeim sem sjá fram á fjárhagslega erfiðleika vegna ástandsins. Hvers vegna greiðum við í séreignarsparnað? Ef við viljum megum við greiða 2-4% af launum okkar í viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) og eigum þá rétt á 2% framlagi frá vinnuveitanda á móti. Þetta er í raun launahækkun og því ættu allir að greiða í séreignarsparnað, þó ekki sé nema til þess að fá þessa viðbótargreiðslu. Auk þess hefur um skeið verið boðið upp á sérstaka ráðstöfun séreignar inn á íbúðalán eða til útborgunar í fyrstu íbúð og er slíkt skattfrjálst. Séreignarsparnaður er annars að öllu jöfnu bundinn til 60 ára aldurs og þá er úttekt frjáls. Ástæða þess er að ef ekki er sparað með þessum hætti er hætt við að tekjur okkar lækki til muna þegar við hættum að vinna þar sem reglulegar greiðslur úr lífeyrissjóðum eru yfirleitt talsvert lægri en launin okkar voru á vinnumarkaði. Séreign er með öðrum orðum mikilvægur þáttur þess að hafa það betra þegar við verðum eldri og það hefur ekki breyst, þrátt fyrir þessa tímabundnu heimild til úttektar. Kærkomið í brýnni neyð Þar sem séreign mun reynast okkur afar dýrmæt þegar við verðum eldri er stór ákvörðun að nýta þá fjármuni í dag. En nú er hætt við að fjárhagur margra muni versna, vonandi bara tímabundið, en höggið getur orðið þungt. Þá getur verið dýrmætt að geta nýtt séreignina til að komast í gegnum erfiðasta skaflinn. Úttekt við slíkar aðstæður er ekki bara skiljanleg heldur getur verið æskileg og nauðsynleg. Þau sem ekki hafa brýna þörf á úttekt ættu þó að hafa upphaflegt hlutverk séreignar í huga. Með úttekt í dag getur miklum hagsmunum í framtíð verið fórnað. Þó opnað sé fyrir úttekt tímabundið er ekki þar með sagt að við ættum öll að nýta þá heimild. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Meðal þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ráðist í til að bregðast við efnahagsáhrifum COVID-19 veirunnar er að opna fyrir úttekt séreignarsparnaðar. Heimildin er á þennan veg: Opin öllum óháð aldri Hámarksútgreiðsla er 800.000 kr. á mánuði í 15 mánuði = 12 milljónir króna Greiddur er skattur af úttektinni Úttektin hefur ekki áhrif á greiðslur barnabóta, vaxtabóta og ellilífeyris TR Þessi tímabundna heimild kemur ekki til af góðu heldur er ætlað að létta undir með þeim sem sjá fram á fjárhagslega erfiðleika vegna ástandsins. Hvers vegna greiðum við í séreignarsparnað? Ef við viljum megum við greiða 2-4% af launum okkar í viðbótarlífeyrissparnað (séreignarsparnað) og eigum þá rétt á 2% framlagi frá vinnuveitanda á móti. Þetta er í raun launahækkun og því ættu allir að greiða í séreignarsparnað, þó ekki sé nema til þess að fá þessa viðbótargreiðslu. Auk þess hefur um skeið verið boðið upp á sérstaka ráðstöfun séreignar inn á íbúðalán eða til útborgunar í fyrstu íbúð og er slíkt skattfrjálst. Séreignarsparnaður er annars að öllu jöfnu bundinn til 60 ára aldurs og þá er úttekt frjáls. Ástæða þess er að ef ekki er sparað með þessum hætti er hætt við að tekjur okkar lækki til muna þegar við hættum að vinna þar sem reglulegar greiðslur úr lífeyrissjóðum eru yfirleitt talsvert lægri en launin okkar voru á vinnumarkaði. Séreign er með öðrum orðum mikilvægur þáttur þess að hafa það betra þegar við verðum eldri og það hefur ekki breyst, þrátt fyrir þessa tímabundnu heimild til úttektar. Kærkomið í brýnni neyð Þar sem séreign mun reynast okkur afar dýrmæt þegar við verðum eldri er stór ákvörðun að nýta þá fjármuni í dag. En nú er hætt við að fjárhagur margra muni versna, vonandi bara tímabundið, en höggið getur orðið þungt. Þá getur verið dýrmætt að geta nýtt séreignina til að komast í gegnum erfiðasta skaflinn. Úttekt við slíkar aðstæður er ekki bara skiljanleg heldur getur verið æskileg og nauðsynleg. Þau sem ekki hafa brýna þörf á úttekt ættu þó að hafa upphaflegt hlutverk séreignar í huga. Með úttekt í dag getur miklum hagsmunum í framtíð verið fórnað. Þó opnað sé fyrir úttekt tímabundið er ekki þar með sagt að við ættum öll að nýta þá heimild. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun